| Sf. Gutt
TIL BAKA
Snýr Djibril aftur til Liverpool?
Það þarf ekki mikið til að koma sögusögnum, um vistaskipti, af stað þessa dagana enda stutt orðið í að það opnist fyrir félagaskipti. Við erum ekki mikið fyrir sögusagnir hér á Liverpool.is en þessi saga, sem Daily Mail, birti er að minnsta kosti skemmtileg.
Að minnsta kosti er skemmtilegt hvernig þessi tilgáta er búin til. Síðdegis á mánudaginn sást til þeirra Steven Gerrard og Djibril Cisse á sama matsölustaðnum í Liverpool. Meira þurfti ekki til að búa til kenningu sem kveður á um að Djibril komi hugsanlega sem lánsmaður til Liverpool eftir áramótin. Í sumar sagði Djibril að sig langaði til að spila með Liverpool á nýjan leik. Ekki draga þau orð úr líkindum kenningarinnar.
Djibril er núna leikmaður Panathinaikos á Grikklandi. Þar gekk honum stórvel á síðustu leiktíð og skoraði 29 mörk þegar lið hans vann bæði deild og bikar. Hann lék 79 leiki með Liverpool á sínum tíma og skoraði 24 mörk.
Að minnsta kosti er skemmtilegt hvernig þessi tilgáta er búin til. Síðdegis á mánudaginn sást til þeirra Steven Gerrard og Djibril Cisse á sama matsölustaðnum í Liverpool. Meira þurfti ekki til að búa til kenningu sem kveður á um að Djibril komi hugsanlega sem lánsmaður til Liverpool eftir áramótin. Í sumar sagði Djibril að sig langaði til að spila með Liverpool á nýjan leik. Ekki draga þau orð úr líkindum kenningarinnar.
Djibril er núna leikmaður Panathinaikos á Grikklandi. Þar gekk honum stórvel á síðustu leiktíð og skoraði 29 mörk þegar lið hans vann bæði deild og bikar. Hann lék 79 leiki með Liverpool á sínum tíma og skoraði 24 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan