Mark spáir í spilin
En samt er hægt að líta til liðsins árs með ánægju. Eigendaskipti urðu á Liverpool Football Club og félagið er nú skuldlaust. Á hinn bóginn snýst knattspyrna um hvað gerist inni á leikvellinum og þar er ekki allt með felldu. Við vorum að nýtt ár muni færa okkur gleðiefni hvað varðar Liverpool en þetta er nú bara knattspyrna!
Liverpool v Bolton Wanderes
Hvar byrjar maður með Liverpool? Staðan er undarleg núna því meirihluti stuðningsmanna liðsins hefur ekki tekið framkvæmdastjóranum Roy Hodgson vel. Þetta er undarlegt því venjan er að stuðningsmenn gefi fólki á Anfield góðan tíma. Mér finnst helsti vandi Roy ekki vera sá að liðið sé að tapa leikjum. Verst er að hann leikur ekki nógu mikinn sóknarleik. Þetta er merkilegt því liðið er samt að tapa þrátt fyrir að leikið sé af varfærni. Svo var liðið auðvitað sérstaklega slakt gegn Wolves á miðvikudaginn.
Mörg lið koma til Anfield og leika svo til maður á mann. Ef Steven Gerrard nær ekki að losa um sig og Fernando Torres er haldið í skefjum er fátt um svör. Þetta gerir liðinu erfitt fyrir en svona mál þarf að leysa. Til að byrja með þá gæti Roy látið bakverðina og miðjumennina fá meira leyfi til að sækja.
Heppnin var ekki alveg með Bolton gegn Chelsea sem auðvitað hlaut að fara að vinna en þeir Bláu unnu ekki sannfærandi sigur. Miðað við hvernig liðin hafa verið að leika má segja að Wanderes sé líklegra til að vinna en það er erfitt að spá í leikinn. Kannski fara stuðningsmenn heimamanna að hvetja sína menn eftir að Roy bað þá um að hætta að hugsa um sig og styðja liðið.
Kannski koma leikmenn Bolton svolítið öruggir með sig og leikurinn gæti því verið opnari fyrir vikið. Það gæti komið Liverpool vel. Kannski voru þeir Rauðu ryðgaðir eftir svona langt leikhlé fyrir leikinn við Wolves. Tapið sveið sárt og kannski eykur það mönnum kraft til að merja sigur.
Spá: 2:1.
Til minnis!
- Liverpool leikur fyrsta leik sinn á nýju ári.
- David Ngog hefur skorað átta mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.
- Liverpool hefur fengið á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum á Anfield.
- Liverpool hefur ekki skorað í síðustu tveimur heimleikjum sínum.
- Bolton er fyrsta liðið sem Liverpool leikur aftur við á þessari leiktíð. Maxi Rodriguez tryggði Liverpool 0:1 sigur í Bolton.
Síðast!
Liverpool hafði sigur 2:0. Dirk Kuyt skoraði fyrst og svo fór skot frá Emiliano Insua af Kevin Davies og í markið. Vel þegið sjálfsmark! Soto missti tönn en lék til leiksloka eins og ekkert hefði í skorist.
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!