| Sf. Gutt
TIL BAKA
Notum skynsemi og baráttu
Þó svo að Roy Hodgson hafi ekki haldið opinberan blaðamannafund í dag þá birtist viðtal við hann á vefsíðu Liverpool. Í því ræddi hann að sjálfsögðu um stórleik Liverpool og Manchester United sem fer fram á sunnudaginn. Hann hafði meðal annars þetta að segja.
,,Það skiptir ekki máli um hvað er spilað, Manchester United gegn Liverpool á Old Trafford er einfaldlega stórleikur. Menn ræða fram og aftur um leikinn og allir eru spenntir. Við höfum töluverða reynslu í leikmannahópi okkar. Leikmennirnir vita jafnvel og ég hversu mikilvægur þessi leikur er og ekki síður þá vita stuðningsmennirnir það líka. Það myndi gleðja þá geysilega mikið ef við gætum slegið Manchester United út úr F.A. bikarnum á þeirra heimavelli og það yrði mikill sigur."
Það verður auðvitað hart barist á sunnudaginn þegar þessi stórlið mætast. Roy telur þó ekki nóg að leikmenn sínir berjist eins og ljón með klóm og kjafti.
,,Við þurfum á mikilli skynsemi að halda. Það er ekki nóg að leika bara með hjartanu. Við þurfum að vera ákveðnir en um leið verðum við að nota skynsemi og leggja upp góða leikaðferð og fylgja henni. Við þurfum að reyna að draga úr styrkleikum Manchester United og færa einhverja af veikleikum þeirra okkur í nyt."
Þó svo að margir hafi vænst þess að Roy Hodgson væri nú ekki lengur framkvæmdastjóri Liverpool þá lítur ekki út fyrir annað en hann sé að undirbúa liðið sitt fyrir leikinn gegn Manchester United og muni stjórna Liverpool í þeim leik. Hér eru myndir af æfingu Liverpool í snjónum í dag.
,,Það skiptir ekki máli um hvað er spilað, Manchester United gegn Liverpool á Old Trafford er einfaldlega stórleikur. Menn ræða fram og aftur um leikinn og allir eru spenntir. Við höfum töluverða reynslu í leikmannahópi okkar. Leikmennirnir vita jafnvel og ég hversu mikilvægur þessi leikur er og ekki síður þá vita stuðningsmennirnir það líka. Það myndi gleðja þá geysilega mikið ef við gætum slegið Manchester United út úr F.A. bikarnum á þeirra heimavelli og það yrði mikill sigur."
Það verður auðvitað hart barist á sunnudaginn þegar þessi stórlið mætast. Roy telur þó ekki nóg að leikmenn sínir berjist eins og ljón með klóm og kjafti.
,,Við þurfum á mikilli skynsemi að halda. Það er ekki nóg að leika bara með hjartanu. Við þurfum að vera ákveðnir en um leið verðum við að nota skynsemi og leggja upp góða leikaðferð og fylgja henni. Við þurfum að reyna að draga úr styrkleikum Manchester United og færa einhverja af veikleikum þeirra okkur í nyt."
Þó svo að margir hafi vænst þess að Roy Hodgson væri nú ekki lengur framkvæmdastjóri Liverpool þá lítur ekki út fyrir annað en hann sé að undirbúa liðið sitt fyrir leikinn gegn Manchester United og muni stjórna Liverpool í þeim leik. Hér eru myndir af æfingu Liverpool í snjónum í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan