Kóngurinn kominn til Englands!
Kenny Dalglish kom til Englands seint í kvöld frá Dubai. Hann sagði nokkur orð við fréttamenn Sky þegar hann kom á flugvöllinn í Manchester. Þaðan fór hann beint á hótel í borginni.
Kenny fær ekki langan tíma til hvíldar því á morgun stjórnar hann Liverpool í fyrsta sinn frá því í febrúar 1991. Þá stjórnaði hann Liverpool í F.A. bikarleik á Goodison Park gegn Everton. Þeim leik lauk með jafntefli 4:4.
Segja má að Kenny hefji störf í svipuðum sporum og hann endaði á sínum tíma. Á morgun er mótherjinn Manchester United og vettvangurinn er Old Trafford. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur!
Hér er myndbrotið, frá flugvellinum í Manchester, af vefsíðu Sky Sport.
Hér er myndband, af Liverpoolfc.tv, þar sem ferill Kenny Dalglish er rakinn.
Hér má sjá myndir, af vefsíðu Guardian, af þeim sem hafa verið framkvæmdastjórar Liverpool frá 1892 til 2011.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu