| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í endurkomuleiknum
Liverpool mátti þola 1:0 tap fyrir Manchester United á Old Trafford í endurkomuleik Kenny Dalglish. Ranglega dæmd vítaspyrna réði úrslitum og Steven Gerrard lét reka sig af leikvelli. Þrátt fyrir tapið mátti greina batamerki á leik Liverpool en liðið er úr leik í F.A. bikarnum og það eitt er slæmt.
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa leikskýslu um leik Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish á þessari öld. Eftir ótrúlegar fréttir gærdagsins sá maður að fregnir af endurkomu Kenny Dalglish voru réttar þegar Kóngurinn gekk út á Old Trafford eins og ekkert hefði í skorist. Þegnarnir fögnuðu meistaranum innilega þegar hann sneri sér að þeim með kreppta hnefa á lofti áður en hann tók sér stöðu á varamannabekknum. Rétt tæp tuttugu ár voru liðin frá því hann stóð síðast í þessum sporum!
Liðið sem Kenny Dalglish valdi kom ekki á óvart en þessir sömu menn og hafa verið með hangandi haus síðustu mánuði voru allt í einu tilbúnir í slaginn! Leikurinn byrjaði þó eins hræðilega og hægt var. Á fyrstu mínútunni fékk Dimitar Berbatvov boltann inni í vítateig Liverpool. Daniel Agger sótti þar að Búglaranum sem lét sig falla á ömurlegan hátt án þess að Daninn snerti hann. Dómarinn féll í gryfjuna og dæmdi vítaspyrnu! Ryan Giggs tók vítaspyrnuna og skoraði með föstu skoti sem Jose Reina réði ekki við.
Tvær mínútur liðnar og Liverpool manni færri en Rauðliðar lögðu ekki árar í bát eins og svo oft áður á þessu keppnistímabili. Þeir gátu ekki tommu eftir og börðust vel en það hafa stuðningsmenn Liverpool beðið um síðasta árið að segja. Smá saman náði Liverpool fótfestu í leiknum og eftir um tuttugu mínútur átti Maxi Rodriguez fast skot frá vinstra vítateigshorninu en boltinn fór beint á Tomasz Kuszczak sem varði. Um tíu mínútum seinna átti Steven Gerrard skot úr svipaðri stöðu en aftur fór boltinn beint á Tomasz.
Þrátt fyrir að vera marki undir var staðan ekki vonlaus en útlitið versnaði skyndilega til mikilla muna á 31. mínútu þegar Steven Gerrard var rekinn af leikvelli fyrir vanhugsaða tæklingu á Michael Carrick. Ekki var mikið hægt að setja út á þessa ákvörðun dómarans en mörgum fannst dómurinn þó harður. Steven hefði þó átt að vita betur en að fara í svona tæklingu lengst úti á velli þar sem ekkert var að gerast. Leikmenn Liverpool héldu baráttunni áfram en rétt fyrir hálfleik var United nærri því að skora aftur. Ryan tók horn frá vinstri og hitti beint á höfuðið á Johnny Evans sem skallaði í stöng. En gremja stuðningsmanna Liverpool út í dómarinn yfirskyggði allt þegar hér var komið við sögu.
Heimamenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu greinilega að gera út um leikinn sem allra fyrst. Javier Hernandez skallaði rétt framhjá og hart var sótt en allt slapp. Eftir klukkutíma sendi Kenny Dalglish tvo varamenn til leiks í von um að hressa upp á leikinn og þeir Jonjo Shelvey og Ryan Babel mættu ákveðnir til leiks. Kærkominn tilbreyting hjá varamönnum!
Fimm mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin. Fabio Aurelio náði góðu skoti sem stefndi upp í markhornið en Tomasz varði frábærlega með því að henda sér á eftir boltunum og slá hann frá. Þar mátti litlu muna. Litlu síðar gerði Manchester United harða hríð að marki Livepool og Jose Reina varði fjórum eða fimm sínnum á ótrúlegan hátt. Liverpool stóð þessa orrahríð af sér en menn voru orðnir þreyttir og ekki náðist að jafna metin. Hvorugt liðið fékk opið færi það sem eftir var leiksins.
Liverpool mátti því lúta í gras í þessum ótrúlega endurkomuleik Kenny Dalglish en allir tengdir Liverpool gátu gengið af velli með höfuðið hátt. Það hefur alltof sjaldan verið hægt að gera síðustu mánuðina og er í sjálfu sér mikil framför! Það er ekki gott að segja hvernig þessi óvænta stjórnartíð Kenny Dalglish endar en það er næsta víst að hún á eftir að verða mjög spennandi.
Manchester United: Kuszczak, Evra, Ferdinand, Rafael Da Silva, Evans (Smalling 84. mín.), Giggs, Carrick, Nani, Fletcher (Anderson 62. mín.), Berbatov og Hernandez (Owen 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Fabio Da Silva, Gibson og Obertan.
Mark Manchester United: Ryan Giggs, víti, (2. mín.).
Gul spjöld: Darren Fletcher og Oliveira Anderson.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Aurelio, Leiva, Meireles (Shelvey 60. mín.), Kuyt, Gerrard, Rodriguez (Babel 60. mín.) og Torres (Ngog 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson og Poulsen.
Rautt spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Old Trafford: 74.727.
Maður leiksins: Martin Kelly. Ungliðinn kom inn í liðið eftir nokkurt hlé og stóð sig með sóma eins og hann hefur gert hingað til á þessu keppnistímabili. Það reyndi oft á Martin en hann komst mjög vel frá sínu. Hann er búinn að sýna Kenny Dalglish að honum er treystandi og vonandi fær hann fleiri tækifæri.
Kenny Dalglish: Tvær ákvarðanir dómarans réðu miklu um útkomuna í leiknum. En ef maður fer að velta sér upp úr þeim fer athyglin frá því hversu leikmennirnir stóðu sig vel. Það er erfitt að spila hérna og þeir eru á toppi deildarinnar. Menn þurfa að sýna staðferstu þegar liðið er aðeins með tíu menn og fá á sig mark á fyrstu mínútunni og það gerðu menn sannarlega. Þeir fengu líka frábæaran stuðning hérna í dag.
Fróðleikur
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn eftir endurkomu sína.
- Hann sagði af sér störfum, sem framkvæmdastjóri Liverpool, í febrúar 1991.
- Liverpool féll úr leik í F.A. bikarnum í þriðju umferð annað árið í röð.
- Raul Meireles lék 20. leik sinn með Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir af endurkomu Kenny Dalglish af Liverpoolfc.tv.
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa leikskýslu um leik Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish á þessari öld. Eftir ótrúlegar fréttir gærdagsins sá maður að fregnir af endurkomu Kenny Dalglish voru réttar þegar Kóngurinn gekk út á Old Trafford eins og ekkert hefði í skorist. Þegnarnir fögnuðu meistaranum innilega þegar hann sneri sér að þeim með kreppta hnefa á lofti áður en hann tók sér stöðu á varamannabekknum. Rétt tæp tuttugu ár voru liðin frá því hann stóð síðast í þessum sporum!
Liðið sem Kenny Dalglish valdi kom ekki á óvart en þessir sömu menn og hafa verið með hangandi haus síðustu mánuði voru allt í einu tilbúnir í slaginn! Leikurinn byrjaði þó eins hræðilega og hægt var. Á fyrstu mínútunni fékk Dimitar Berbatvov boltann inni í vítateig Liverpool. Daniel Agger sótti þar að Búglaranum sem lét sig falla á ömurlegan hátt án þess að Daninn snerti hann. Dómarinn féll í gryfjuna og dæmdi vítaspyrnu! Ryan Giggs tók vítaspyrnuna og skoraði með föstu skoti sem Jose Reina réði ekki við.
Tvær mínútur liðnar og Liverpool manni færri en Rauðliðar lögðu ekki árar í bát eins og svo oft áður á þessu keppnistímabili. Þeir gátu ekki tommu eftir og börðust vel en það hafa stuðningsmenn Liverpool beðið um síðasta árið að segja. Smá saman náði Liverpool fótfestu í leiknum og eftir um tuttugu mínútur átti Maxi Rodriguez fast skot frá vinstra vítateigshorninu en boltinn fór beint á Tomasz Kuszczak sem varði. Um tíu mínútum seinna átti Steven Gerrard skot úr svipaðri stöðu en aftur fór boltinn beint á Tomasz.
Þrátt fyrir að vera marki undir var staðan ekki vonlaus en útlitið versnaði skyndilega til mikilla muna á 31. mínútu þegar Steven Gerrard var rekinn af leikvelli fyrir vanhugsaða tæklingu á Michael Carrick. Ekki var mikið hægt að setja út á þessa ákvörðun dómarans en mörgum fannst dómurinn þó harður. Steven hefði þó átt að vita betur en að fara í svona tæklingu lengst úti á velli þar sem ekkert var að gerast. Leikmenn Liverpool héldu baráttunni áfram en rétt fyrir hálfleik var United nærri því að skora aftur. Ryan tók horn frá vinstri og hitti beint á höfuðið á Johnny Evans sem skallaði í stöng. En gremja stuðningsmanna Liverpool út í dómarinn yfirskyggði allt þegar hér var komið við sögu.
Heimamenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu greinilega að gera út um leikinn sem allra fyrst. Javier Hernandez skallaði rétt framhjá og hart var sótt en allt slapp. Eftir klukkutíma sendi Kenny Dalglish tvo varamenn til leiks í von um að hressa upp á leikinn og þeir Jonjo Shelvey og Ryan Babel mættu ákveðnir til leiks. Kærkominn tilbreyting hjá varamönnum!
Fimm mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin. Fabio Aurelio náði góðu skoti sem stefndi upp í markhornið en Tomasz varði frábærlega með því að henda sér á eftir boltunum og slá hann frá. Þar mátti litlu muna. Litlu síðar gerði Manchester United harða hríð að marki Livepool og Jose Reina varði fjórum eða fimm sínnum á ótrúlegan hátt. Liverpool stóð þessa orrahríð af sér en menn voru orðnir þreyttir og ekki náðist að jafna metin. Hvorugt liðið fékk opið færi það sem eftir var leiksins.
Liverpool mátti því lúta í gras í þessum ótrúlega endurkomuleik Kenny Dalglish en allir tengdir Liverpool gátu gengið af velli með höfuðið hátt. Það hefur alltof sjaldan verið hægt að gera síðustu mánuðina og er í sjálfu sér mikil framför! Það er ekki gott að segja hvernig þessi óvænta stjórnartíð Kenny Dalglish endar en það er næsta víst að hún á eftir að verða mjög spennandi.
Manchester United: Kuszczak, Evra, Ferdinand, Rafael Da Silva, Evans (Smalling 84. mín.), Giggs, Carrick, Nani, Fletcher (Anderson 62. mín.), Berbatov og Hernandez (Owen 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Fabio Da Silva, Gibson og Obertan.
Mark Manchester United: Ryan Giggs, víti, (2. mín.).
Gul spjöld: Darren Fletcher og Oliveira Anderson.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Aurelio, Leiva, Meireles (Shelvey 60. mín.), Kuyt, Gerrard, Rodriguez (Babel 60. mín.) og Torres (Ngog 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson og Poulsen.
Rautt spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Old Trafford: 74.727.
Maður leiksins: Martin Kelly. Ungliðinn kom inn í liðið eftir nokkurt hlé og stóð sig með sóma eins og hann hefur gert hingað til á þessu keppnistímabili. Það reyndi oft á Martin en hann komst mjög vel frá sínu. Hann er búinn að sýna Kenny Dalglish að honum er treystandi og vonandi fær hann fleiri tækifæri.
Kenny Dalglish: Tvær ákvarðanir dómarans réðu miklu um útkomuna í leiknum. En ef maður fer að velta sér upp úr þeim fer athyglin frá því hversu leikmennirnir stóðu sig vel. Það er erfitt að spila hérna og þeir eru á toppi deildarinnar. Menn þurfa að sýna staðferstu þegar liðið er aðeins með tíu menn og fá á sig mark á fyrstu mínútunni og það gerðu menn sannarlega. Þeir fengu líka frábæaran stuðning hérna í dag.
Fróðleikur
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn eftir endurkomu sína.
- Hann sagði af sér störfum, sem framkvæmdastjóri Liverpool, í febrúar 1991.
- Liverpool féll úr leik í F.A. bikarnum í þriðju umferð annað árið í röð.
- Raul Meireles lék 20. leik sinn með Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir af endurkomu Kenny Dalglish af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan