Luis má spila með í kvöld!
Luis Suarez er í liðshópi Liverpool fyrir leikinn við Stoke City í kvöld. Á tímabili var talið að hann gæti ekki verið með þar sem leikheimild væri ekki kominn en nú er búið að ganga frá öllum formsatriðum.
Luis verður fyrstur leikmanna Liverpool til að leika í treyju númer sjö frá því Robbie Keane yfirgaf Liverpool fyrir tveimur árum. Þremur síðustu, Harry Kewell, Vladimir Smicer og Robbie Keane, sem hafa verið með sjö á bakinu vegnaði ekki sem best en vonandi nær Luis að aflétta þeim álögum.
Ekki er ljóst hvort Luis verður í byrjunarliðinu í kvöld og líklega verður hann það ekki því hann hefur lítið leikið upp á síðkastið eftir að hafa verið í leikbanni í Hollandi. Líklegt er þó að Luis fái að sýna sig einhverja stund á Anfield í kvöld.
Kenny Dalglish þarf að breyta byrjunarliði sínu frá því í síðustu viku gegn Fulham. Þá var Fernando Torres á svæðinu og því þarf einhver annar að leiða sóknina. David Ngog og Dirk Kuyt koma helst til greina í því efni.
Andy Carroll verður auðvitað ekki með en hann er meiddur og eru nokkrar vikur í að hann verði leikfær.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni