| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jamie tilbúinn í slaginn
Það fór nú ekki mikið fyrir þeim tíðindum á mánudaginn viðburðaríka að Jamie Carragher væri orðinn leikfær. Hann fór úr axlarlið gegn Tottenham á White Hart Lane í lok nóvember og í kjölfarið fór hann í aðgerð til að laga meiðslin. Endurhæfingin hefur gengið vel og nú er Jamie tilbúinn í slaginn. Líklega verður hann í liðshópi Liverpool í kvöld.
Vörn Liverpool versnaði og varð óöruggari eftir að Jamie meiddist og ekki gerði það Roy Hodgson auðveldara fyrir í starfi. Jamie er farinn að eldast og er ekki eins snar í snúningum og áður en hann stjórnar vörninni betur en nokkur annar. Það er því mikill fengur að því að fá Carra aftur í liðið.
Vörn Liverpool versnaði og varð óöruggari eftir að Jamie meiddist og ekki gerði það Roy Hodgson auðveldara fyrir í starfi. Jamie er farinn að eldast og er ekki eins snar í snúningum og áður en hann stjórnar vörninni betur en nokkur annar. Það er því mikill fengur að því að fá Carra aftur í liðið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan