| Sf. Gutt
TIL BAKA
Luis innsiglaði sigur á Stoke!
Stígandinn heldur áfram undir stjórn Kenny Dalglish. Nýliðinn Luis Suarez innsiglaði 2:0 sigur Liverpool á Stoke í kvöld á Anfield. Umbyltingin á liðinu frá því Kenny tók við er algjörlega ótrúleg og nú er bros á hverju andliti!
Fyrir leik var Andy Carroll kynntur til sögunnar og fékk hann frábærar móttökur hjá áhorfendum á Anfield þegar hann gekk út á völlinn. Hinn nýliðinn fékk sæti á varamannabekknum. Þar var líka Jamie Carragher sem var orðinn leikfær eftir axlarmeiðslin.
Enn kom Kenny Dalglish á óvart með uppstillingu sinni en nú lét hann liðið sitt leika með fimm eða þá þriggja manna vörn ef því hvernig er talið. Liverpool byrjaði leikinn vel og á 5. mínútu skall hurð nærri hælum við mark Stoke. Steven Gerrard tók horn frá vinstri. Sotirios Kyrgiakos náði að skalla að marki en Salif Diao, af öllum mönnum, náði að bjarga á marklínu. Eftir þetta gerðist fátt títt lengi vel. Liverpool hafði undirtökin en gestirnir veittu harða mótspyrnu. Líklega tók það líka sinn tíma fyrir leikmenn Liverpool að átta sig á leikskipulaginu.
Það var ekki fyrr en á 37. mínútu að Liverpool fékk gott færi sem eitthvað kvað að. Martin Kelly sendi þá góða sendingu fyrir markið þar sem hinn bakvörðurinn, Glen Johnson, kom og skallaði að fast að marki úr dauðafæri en Asmir Begovic var til varnar og varði meistaralega. Bakvörður lagði upp færi fyrir bakvörð! Hvenær skyldi það hafa gerst síðast hjá Liverpool? Strax á eftir munaði aftur litlu. Steven Gerrard sendi fyrir frá hægri á Dirk Kuyt en skalli hans fór rétt framhjá. Liverpool herti nú tökin og tveimur mínútum fyrir lok hálfleiksins endaði hraður samleikur með því að Dirk skaut við vítateiginn en Asmir varði örugglega. Ekkert mark hafði verið skorað þegar hálfeiknum lauk en einu var þó vel fagnað í hálfleiknum og það var þegar Luis Suarez hitaði upp í fyrsta sinn!
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik. Eftir tvær mínútur var Daniel Agger felldur rétt utan vítateigs. Steven tók aukaspyrnuna og reyndi að sjálfsögðu markskot. Boltinn rakst í varnarvegginn og hrökk af honum inn í vítateig. Sotirios reyndi að ná til boltans en varð var við Raul Meireles fyrir aftan sig og lét boltann fara. Raul lét ekki segja sér það tvisvar heldur hamraði boltann í markið. Frábært skot og Portúgalinn er sannarlega kominn í stuð!
Eftir markið hafði Liverpool öll tök og útlit á sigri en á 60. mínútu náði Stoke í fyrsta sinn að ógna marki Liverpool. John Carew náði þá góðri rispu upp hægra megin en skot hans við vítateigshornið fór framhjá en þó ekki langt. Tveimur mínútum síðar eða svo var risið úr sætum í Musterinu þegar Luis Suarez kom til leiks í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool. Fabio Aurelio vék af velli og Luis var geysilega vel fagnað af stuðningsmönnum Liverpool.
Luis byrjaði strax að hlaupa um og láta leikmenn Stoke hafa fyrir sér en það var svo sem greinilegt að hann er ekki í leikæfingu. Skortur á leikæfingu kom þó ekki að sök á 79. mínútu. Stoke missti boltann við miðjuna og Dirk stakk boltanum inn á vallarhelming gestanna. Allt í einu var Luis Suarez kominn einn á auðan sjó! Hann lék á Asmir við vítateiginn og markið blasti við. Luis var þó kominn í þrönga stöðu en hann náði að senda boltann að markinu. Skyndilega virtist ekkert verða úr öruggu marki þegar Andy Wilkinson kom á vettvang og renndi sér á boltann en af honum fór boltinn sem betur fer í stöng og inn!
Allt gekk af göflunum af fögnuði og Luis tók mikinn sprett að The Kop. Fullkomin byrjun, mark í fyrsta leik og það fyrir framan Kop stúkuna. Upp í aðalstúkunni stóð Andy Carroll upp og klappaði. Sigurinn var nú öruggur og aðeins spurning um fleiri mörk.
Reyndar fékk Stoke upplagt færi í tveimur mínútum eftir að Luis skoraði. Há sending kom inn í vítateignn og John skallaði boltann niður fyrir fætur Jon Walters. Hann þrumaði að marki úr miðjum teig en Jose Reina var vel á verði og varði með annarri hendi. Þetta var í síðasta sinn sem Stoke ógnaði verulega og eiginlega það fyrsta líka. Undir lokin hefði Liverpool getað skorað meira. Þegar fjórar mínútur voru eftir tók varamaðurinn Jonjo Shelvey rispu við vítateiginn og endaði á því að þruma að marki en Asmir sló boltann yfir í horn. Eftir hornið fékk Steven boltann rétt utan teigs en skot hans fór rétt yfir.
Undir lokin var Kóngurinn ákallaður og þjóðsöngurinn sunginn. Allt eins og í gamla daga. Svo var flautað af og allir brostu út að eyrum! Allt eins í gamla daga. Það er mikið verk óunnið en lið Liverpool er óþekkjanlegt frá því núna og síðasta leik Roy Hodgson. Þvílík umskipti og hver hefði trúað því að svona vel hefði getað farið þegar leikmenn Liverpool gengu niðurlútir af velli á Ewood Park!
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Kyrgiakos, Johnson, Gerrard, Leiva, Aurelio (Suarez 63. mín.), Meireles (Shelvey 75. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Rodriguez, Wilson, Carragher og Ngog.
Mörk Liverpool: Raul Meireles (47. mín.) og Luis Suarez (79. mín.)
Gult spjald: Glen Johnson.
Stoke City: Begovic, Wilkinson, Faye (Collins 65. mín.), Huth, Higginbotham, Pennant, Wilson (Fuller 66. mín.), Diao (Delap 61. mín.), Whitehead, Carew og Walters. Ónotaðir varamenn: Sorensen, Whelan, Jones og Etherington.
Gul spjöld: Robert Huth, Salif Diao, John Carew og Danny Collins.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.254.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hann er ekki í neinni leikæfingu og gerði kannski ekki mikið en hann tryllti allt og alla með því að skora í sínum fyrsta leik. Andartakið þegar boltinn endaði í markinu var magnað og fer í sögubækurnar!
Kenny Dalglish: Mér fannst leikmennirnir standa sig virkilega vel. Það er erfitt að spila á móti Stoke og maður verður að berjast gegn þeim til að geta leikið eins og maður vill sjálfur gera. Ég held að við höfum gert það. Ég held að strákunum finnist gaman að vinna og það er gott að venja sig á að vinna leiki. Þeir átta sig samt á því að þeir þurfa að leggja hart að sér til að vinna. Takist það munu þeir vinna fleiri leiki.
Fróðleikur.
- Raul Meireles skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik! Það tók hann aðeins 16 mínútur að skora!
- Luis er fyrsti knattspyrnumaðurinn frá Úrúgvæ til að leika og skora fyrir Liverpool.
- Liverpool vann sinn þriðja leik sinn í röð.
- Í öllum leikjunum hefur Jose Reina haldið marki sínu hreinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish eftir leikinn.
Hér má sjá viðtökur áhorfenda þegar Andy Carroll sýndi sig.
Fyrir leik var Andy Carroll kynntur til sögunnar og fékk hann frábærar móttökur hjá áhorfendum á Anfield þegar hann gekk út á völlinn. Hinn nýliðinn fékk sæti á varamannabekknum. Þar var líka Jamie Carragher sem var orðinn leikfær eftir axlarmeiðslin.
Enn kom Kenny Dalglish á óvart með uppstillingu sinni en nú lét hann liðið sitt leika með fimm eða þá þriggja manna vörn ef því hvernig er talið. Liverpool byrjaði leikinn vel og á 5. mínútu skall hurð nærri hælum við mark Stoke. Steven Gerrard tók horn frá vinstri. Sotirios Kyrgiakos náði að skalla að marki en Salif Diao, af öllum mönnum, náði að bjarga á marklínu. Eftir þetta gerðist fátt títt lengi vel. Liverpool hafði undirtökin en gestirnir veittu harða mótspyrnu. Líklega tók það líka sinn tíma fyrir leikmenn Liverpool að átta sig á leikskipulaginu.
Það var ekki fyrr en á 37. mínútu að Liverpool fékk gott færi sem eitthvað kvað að. Martin Kelly sendi þá góða sendingu fyrir markið þar sem hinn bakvörðurinn, Glen Johnson, kom og skallaði að fast að marki úr dauðafæri en Asmir Begovic var til varnar og varði meistaralega. Bakvörður lagði upp færi fyrir bakvörð! Hvenær skyldi það hafa gerst síðast hjá Liverpool? Strax á eftir munaði aftur litlu. Steven Gerrard sendi fyrir frá hægri á Dirk Kuyt en skalli hans fór rétt framhjá. Liverpool herti nú tökin og tveimur mínútum fyrir lok hálfleiksins endaði hraður samleikur með því að Dirk skaut við vítateiginn en Asmir varði örugglega. Ekkert mark hafði verið skorað þegar hálfeiknum lauk en einu var þó vel fagnað í hálfleiknum og það var þegar Luis Suarez hitaði upp í fyrsta sinn!
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik. Eftir tvær mínútur var Daniel Agger felldur rétt utan vítateigs. Steven tók aukaspyrnuna og reyndi að sjálfsögðu markskot. Boltinn rakst í varnarvegginn og hrökk af honum inn í vítateig. Sotirios reyndi að ná til boltans en varð var við Raul Meireles fyrir aftan sig og lét boltann fara. Raul lét ekki segja sér það tvisvar heldur hamraði boltann í markið. Frábært skot og Portúgalinn er sannarlega kominn í stuð!
Eftir markið hafði Liverpool öll tök og útlit á sigri en á 60. mínútu náði Stoke í fyrsta sinn að ógna marki Liverpool. John Carew náði þá góðri rispu upp hægra megin en skot hans við vítateigshornið fór framhjá en þó ekki langt. Tveimur mínútum síðar eða svo var risið úr sætum í Musterinu þegar Luis Suarez kom til leiks í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool. Fabio Aurelio vék af velli og Luis var geysilega vel fagnað af stuðningsmönnum Liverpool.
Luis byrjaði strax að hlaupa um og láta leikmenn Stoke hafa fyrir sér en það var svo sem greinilegt að hann er ekki í leikæfingu. Skortur á leikæfingu kom þó ekki að sök á 79. mínútu. Stoke missti boltann við miðjuna og Dirk stakk boltanum inn á vallarhelming gestanna. Allt í einu var Luis Suarez kominn einn á auðan sjó! Hann lék á Asmir við vítateiginn og markið blasti við. Luis var þó kominn í þrönga stöðu en hann náði að senda boltann að markinu. Skyndilega virtist ekkert verða úr öruggu marki þegar Andy Wilkinson kom á vettvang og renndi sér á boltann en af honum fór boltinn sem betur fer í stöng og inn!
Allt gekk af göflunum af fögnuði og Luis tók mikinn sprett að The Kop. Fullkomin byrjun, mark í fyrsta leik og það fyrir framan Kop stúkuna. Upp í aðalstúkunni stóð Andy Carroll upp og klappaði. Sigurinn var nú öruggur og aðeins spurning um fleiri mörk.
Reyndar fékk Stoke upplagt færi í tveimur mínútum eftir að Luis skoraði. Há sending kom inn í vítateignn og John skallaði boltann niður fyrir fætur Jon Walters. Hann þrumaði að marki úr miðjum teig en Jose Reina var vel á verði og varði með annarri hendi. Þetta var í síðasta sinn sem Stoke ógnaði verulega og eiginlega það fyrsta líka. Undir lokin hefði Liverpool getað skorað meira. Þegar fjórar mínútur voru eftir tók varamaðurinn Jonjo Shelvey rispu við vítateiginn og endaði á því að þruma að marki en Asmir sló boltann yfir í horn. Eftir hornið fékk Steven boltann rétt utan teigs en skot hans fór rétt yfir.
Undir lokin var Kóngurinn ákallaður og þjóðsöngurinn sunginn. Allt eins og í gamla daga. Svo var flautað af og allir brostu út að eyrum! Allt eins í gamla daga. Það er mikið verk óunnið en lið Liverpool er óþekkjanlegt frá því núna og síðasta leik Roy Hodgson. Þvílík umskipti og hver hefði trúað því að svona vel hefði getað farið þegar leikmenn Liverpool gengu niðurlútir af velli á Ewood Park!
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Kyrgiakos, Johnson, Gerrard, Leiva, Aurelio (Suarez 63. mín.), Meireles (Shelvey 75. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Rodriguez, Wilson, Carragher og Ngog.
Mörk Liverpool: Raul Meireles (47. mín.) og Luis Suarez (79. mín.)
Gult spjald: Glen Johnson.
Stoke City: Begovic, Wilkinson, Faye (Collins 65. mín.), Huth, Higginbotham, Pennant, Wilson (Fuller 66. mín.), Diao (Delap 61. mín.), Whitehead, Carew og Walters. Ónotaðir varamenn: Sorensen, Whelan, Jones og Etherington.
Gul spjöld: Robert Huth, Salif Diao, John Carew og Danny Collins.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.254.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hann er ekki í neinni leikæfingu og gerði kannski ekki mikið en hann tryllti allt og alla með því að skora í sínum fyrsta leik. Andartakið þegar boltinn endaði í markinu var magnað og fer í sögubækurnar!
Kenny Dalglish: Mér fannst leikmennirnir standa sig virkilega vel. Það er erfitt að spila á móti Stoke og maður verður að berjast gegn þeim til að geta leikið eins og maður vill sjálfur gera. Ég held að við höfum gert það. Ég held að strákunum finnist gaman að vinna og það er gott að venja sig á að vinna leiki. Þeir átta sig samt á því að þeir þurfa að leggja hart að sér til að vinna. Takist það munu þeir vinna fleiri leiki.
Fróðleikur.
- Raul Meireles skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik! Það tók hann aðeins 16 mínútur að skora!
- Luis er fyrsti knattspyrnumaðurinn frá Úrúgvæ til að leika og skora fyrir Liverpool.
- Liverpool vann sinn þriðja leik sinn í röð.
- Í öllum leikjunum hefur Jose Reina haldið marki sínu hreinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish eftir leikinn.
Hér má sjá viðtökur áhorfenda þegar Andy Carroll sýndi sig.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan