| Sf. Gutt
Luis Suarez gat ekki byrjað betur í sínum fyrsta leik með Liverpool. Sextán mínútum eftir að hann kom til leiks í stað Fabio Aurelio lá boltinn í marki Stoke. Luis fagnaði þó svo að Andy Wilkinson, varnarmaður Stoke, hafi átt síðustu snertinguna áður en boltinn fór í markið. Luis var skiljanlega í skýjunum eftir leikinn.
,,Mér fannst þetta vera draumabyrjun og líklega finnst öllum það. Reyndar var það, algjör draumur í sjálfu sér, að vera inni á vellinum í nokkrar mínútur og ná að skora fyrir framan Kop."
Margir veltu því fyrir sér eftir leikinn hvort Luis fengi markið á sinn markareikning eða hvort það yrði skráð sem sjálfsmark.
,,Ég fagnaði eins og ég ætti markið! Ég vona að ég eigi markið. Vonandi skrá þeir, sem ákveða þessa hluti, markið á mig."
Luis Suarez þarf varla að hafa nokkrar áhyggjur af því að fá ekki markið skráð á sig. Kóngurinn sjálfur er búinn að gefa honum markið og menn mótmæla ekki úrskurði kónga. Kóngurinn er meira að segja til í að gefa honum hitt markið líka! Kenny Dalglish sagði þetta eftir leikinn og eins og venjulega sló hann á létta strengi!
,,Ég gaf honum markið. Boltinn var á leiðinni í markið ekki satt? Hann má líka eiga fyrsta markið ef hann vill!"
Það er óhætt að segja að Luis Suarez hafi fengið óskabyrjun í sínum fyrsta leik. Mark og það án þess að hafa farið á eina einustu æfingu með Liverpool!
TIL BAKA
Draumabyrjun

,,Mér fannst þetta vera draumabyrjun og líklega finnst öllum það. Reyndar var það, algjör draumur í sjálfu sér, að vera inni á vellinum í nokkrar mínútur og ná að skora fyrir framan Kop."
Margir veltu því fyrir sér eftir leikinn hvort Luis fengi markið á sinn markareikning eða hvort það yrði skráð sem sjálfsmark.
,,Ég fagnaði eins og ég ætti markið! Ég vona að ég eigi markið. Vonandi skrá þeir, sem ákveða þessa hluti, markið á mig."
Luis Suarez þarf varla að hafa nokkrar áhyggjur af því að fá ekki markið skráð á sig. Kóngurinn sjálfur er búinn að gefa honum markið og menn mótmæla ekki úrskurði kónga. Kóngurinn er meira að segja til í að gefa honum hitt markið líka! Kenny Dalglish sagði þetta eftir leikinn og eins og venjulega sló hann á létta strengi!
,,Ég gaf honum markið. Boltinn var á leiðinni í markið ekki satt? Hann má líka eiga fyrsta markið ef hann vill!"
Það er óhætt að segja að Luis Suarez hafi fengið óskabyrjun í sínum fyrsta leik. Mark og það án þess að hafa farið á eina einustu æfingu með Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan