| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Nær Kóngurinn að stýra Liverpool til sigurs í fimmta leiknum í röð? Já, Liverpool hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki fengið á sig mark! Hver hefði trúað því að staðan væri orðin svona góð eftir réttan mánuð undir stjórn Kenny Dalglish? Margir töldu að Kenny væri búinn að gleyma því hvernig ætti að stjórna knattspyrnuliði eftir áratug í hvíld en það er öðru nær!

Liverpool hefur farið vaxandi í hverjum leik sem Kenny hefur stjórnað og Kenny virðist ekki hafa gleymt einu né neinu. Allt er á uppleið hjá Liverpool og þegnarnir hylla Kónginn við hvert tækifæri. Það er auðvitað alveg magnað að vakna á hverjum einasta morgni og vita að Kenny Dalglish og enginn annar en Kenny Dalglish er framkvæmdastjóri Liverpool! Martröðinni er lokið og sæludraumur tekinn við!
 

n

                                                                           Liverpool v Wigan Athletic

Wigan vann einn af bestu leikjum vikunnar síðasta laugardag þegar þeir herjuðu fram sigur á Blackburn. Liðið fékk þó ekki það hrós sem það átti skilið því sigurinn féll í skuggann af öðrum úrslitum. Liverpool náði frábærum sigri á Stamford Bridge á sunnudaginn með því að spila stórvel.

Framkvæmdastjórinn Kenny Dalglish er eiginlega búinn að nota alla menn í liðshópnum og því hafa menn fengið tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Þetta hefur aukið samkeppnina í liðinu. Kenny heldur mönnum á tánum með því að leika stundum með þrjá miðverði. Enginn er því öruggur með að vera í byrjunarliðinu. Sjálfstraustið er í hæstu hæðum á Anfield og hver veit nema Luis Suarez fái sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu. 

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.

- Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1:1.

- Wigan hefur aðeins unnið Liverpool einu sinni. 

- Fernando Torres er ennþá markahæsti leikmaður Liverpool hingað til á leiktíðinni með níu mörk.

- Liverpool hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína.
 
- Í þeim leikjum hefur liðið ekki fengið á sig mark.
 
- Jose Reina er búinn að halda markinu hreinu í 398 mínútur. 

                                                                                 Síðast!



Liverpool herjaði fram sigur 2:1 ekki löngu fyrir þar síðustu jól. David Ngog og Fernando Torres skoruðu mörkin. Markið sem Fernando skoraði var eitt það furðulegasta sem hann skoraði fyrir Liverpool. Gestirnir minnkuðu muninn undir lokin en sigurinn hafðist.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan