| Grétar Magnússon
Tilkynnt hefur verið hvaða leikmenn eru í leikmannahópnum fyrir Evrópuleikinn við Sparta Prag á fimmtudagskvöldið. Eins og við var að búast eru nokkrir ungir leikmenn með í för.
Þeir Steven Gerrard og Daniel Agger verða eftir á Melwood til að ná sér að fullu af meiðslum sínum, auk þess er Christian Poulsen ekki með vegna þess að hann á von á barni á hverri stundu.
Andy Carroll hefur einnig ferðast með liðinu en hann mun klárlega ekki taka neinn þátt í leiknum sjálfum þar sem hann er rétt nýbyrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli.
Raul Meireles er í leikmannahópnum en óvíst var með hann vegna magakveisu sem olli því að hann þurfti að fara snemma af velli gegn Wigan síðastliðinn laugardag.
Unglingarnir Conor Coady, John Flanagan, Jack Robinson, Raheem Sterling og Tom Ince eru einnig allir í hópnum. Þeir Jack og Tom hafa leikið einn leik hvor með aðalliðinu.
Hópurinn er annar skipaður eftirtöldum leikmönnum: Pepe Reina, Brad Jones, Peter Gulacsi, Glen Johnson, John Flanagan, Fabio Aurelio, Jack Robinson, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Jamie Carragher, Martin Kelly, Martin Skrtel, Raul Meireles, Joe Cole, Maxi Rodriguez, Milan Jovanovic, Lucas, Conor Coady, Tom Ince, Raheem Sterling, Daniel Pacheco, Dirk Kuyt, David Ngog.
TIL BAKA
Hópurinn sem fór til Prag

Þeir Steven Gerrard og Daniel Agger verða eftir á Melwood til að ná sér að fullu af meiðslum sínum, auk þess er Christian Poulsen ekki með vegna þess að hann á von á barni á hverri stundu.
Andy Carroll hefur einnig ferðast með liðinu en hann mun klárlega ekki taka neinn þátt í leiknum sjálfum þar sem hann er rétt nýbyrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli.
Raul Meireles er í leikmannahópnum en óvíst var með hann vegna magakveisu sem olli því að hann þurfti að fara snemma af velli gegn Wigan síðastliðinn laugardag.
Unglingarnir Conor Coady, John Flanagan, Jack Robinson, Raheem Sterling og Tom Ince eru einnig allir í hópnum. Þeir Jack og Tom hafa leikið einn leik hvor með aðalliðinu.
Hópurinn er annar skipaður eftirtöldum leikmönnum: Pepe Reina, Brad Jones, Peter Gulacsi, Glen Johnson, John Flanagan, Fabio Aurelio, Jack Robinson, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Jamie Carragher, Martin Kelly, Martin Skrtel, Raul Meireles, Joe Cole, Maxi Rodriguez, Milan Jovanovic, Lucas, Conor Coady, Tom Ince, Raheem Sterling, Daniel Pacheco, Dirk Kuyt, David Ngog.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan