| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sögulegur dagur fyrir Kenny
Dagurinn í dag er sögulegur fyrir Kenny Dalglish. Hann stjórnar Liverpool í fyrsta sinn í Evrópukeppni og það þrátt fyrir að hafa stjórnað liðinu í fjóra og hálfa leiktíð.
Ástæðan er auðvitað sú að Liverpool, og öll önnur ensk lið, voru sett í keppnisbann í Evrópukeppnum í kjölfar harmleiksins á Heysel leikvanginum vorið 1985. Kenny tók einmitt við stjórn Liverpool þá um vorið. Allan þann tíma, fram í febrúar 1991, sem Kenny stjórnaði Liverpool var liðið í banni og það fékk ekki að keppa í Evrópukeppni fyrr en eftir að hann var farinn. Liverpool fékk loks að keppa í Evrópukeppni á nýjan leik á leiktíðinni 1991/92.
Kenny Dalglish bíður spenntur eftir að fá loksins að stjórna Liverpool í Evrópuleik. ,,Ég hlakka til. Þá lékum við aðeins vináttuleiki gegn evrópskum liðum því við fengum fimm ára keppnisbann eftir Heysel. Við unnum deildartitla og F.A. bikarkeppnina oftar en einu sinni en af einhverjum vísdómi var ákveðið að setja okkur í bann. Þess vegna er þetta fyrsta tækifæri mitt til að stjórna Liverpool í Evrópuleik."
,,Það er mikill heiður fyrir mig að vinna hjá Liverpool Football Club og allar keppnir skipta máli en það er svolítið meira gaman að vera í Evrópukeppni. Það stendur upp á okkur að halda áfram því góða starfi sem Roy og leikmennirnir unnu svo við kæmumst svona langt. Við erum enn með í keppninni og þeim einu sem finnst hún ómerkileg eru þeir sem ekki eru með í henni."
Kenny Dalglish vann Evrópubikarinn þrívegis, 1978, 1981 og 1984, sem leikmaður auk þess að verða Stórbikarmeistari 1977. Það væri ekki ónýtt ef hann bætti einum Evróputitli í viðbót á afrekaská sína og Liverpool núna í vor!
Ástæðan er auðvitað sú að Liverpool, og öll önnur ensk lið, voru sett í keppnisbann í Evrópukeppnum í kjölfar harmleiksins á Heysel leikvanginum vorið 1985. Kenny tók einmitt við stjórn Liverpool þá um vorið. Allan þann tíma, fram í febrúar 1991, sem Kenny stjórnaði Liverpool var liðið í banni og það fékk ekki að keppa í Evrópukeppni fyrr en eftir að hann var farinn. Liverpool fékk loks að keppa í Evrópukeppni á nýjan leik á leiktíðinni 1991/92.
Kenny Dalglish bíður spenntur eftir að fá loksins að stjórna Liverpool í Evrópuleik. ,,Ég hlakka til. Þá lékum við aðeins vináttuleiki gegn evrópskum liðum því við fengum fimm ára keppnisbann eftir Heysel. Við unnum deildartitla og F.A. bikarkeppnina oftar en einu sinni en af einhverjum vísdómi var ákveðið að setja okkur í bann. Þess vegna er þetta fyrsta tækifæri mitt til að stjórna Liverpool í Evrópuleik."
,,Það er mikill heiður fyrir mig að vinna hjá Liverpool Football Club og allar keppnir skipta máli en það er svolítið meira gaman að vera í Evrópukeppni. Það stendur upp á okkur að halda áfram því góða starfi sem Roy og leikmennirnir unnu svo við kæmumst svona langt. Við erum enn með í keppninni og þeim einu sem finnst hún ómerkileg eru þeir sem ekki eru með í henni."
Kenny Dalglish vann Evrópubikarinn þrívegis, 1978, 1981 og 1984, sem leikmaður auk þess að verða Stórbikarmeistari 1977. Það væri ekki ónýtt ef hann bætti einum Evróputitli í viðbót á afrekaská sína og Liverpool núna í vor!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan