| Heimir Eyvindarson
Mikil meiðslavandræði hrjá Liverpool þessa dagana, einkum í varnarlínunni. Einu góðu fréttirnar af varnarmönnum eru þær að líklega verður Fabio Aurelio leikfær í næsta leik, gegn Manchester City.
Aurelio hefur verið frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Manchester United, en nú er allt útlit fyrir að hann geti verið með í leiknum gegn hinu Manchester liðinu, Manchester City, en City menn heimsækja Liverpool næst komandi mánudag.
Ekki veitir af kröftum Aurelios því meiðslavandræðin í öftustu línu Liverpool eru ansi mikil. Glen Johnson og Daniel Agger þurftu báðir að fara af velli í síðasta leik og ekki hefur enn fengist staðfest hversu lengi þeir verða frá en óttast er að þeir verði jafnvel ekkert meira með á tímabilinu.
Þá hefur Martin Kelly ekki enn náð sér af sínum meiðslum, en hann meiddist í leik gegn West ham í lok febrúar og hefur verið heldur lengur frá en áætlað var í fyrstu.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur ekki heldur fengist staðfest hvenær fyrirliðinn Steven Gerrard kemst aftur á ferðina.
TIL BAKA
Fabio Aurelio með gegn City?

Aurelio hefur verið frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Manchester United, en nú er allt útlit fyrir að hann geti verið með í leiknum gegn hinu Manchester liðinu, Manchester City, en City menn heimsækja Liverpool næst komandi mánudag.
Ekki veitir af kröftum Aurelios því meiðslavandræðin í öftustu línu Liverpool eru ansi mikil. Glen Johnson og Daniel Agger þurftu báðir að fara af velli í síðasta leik og ekki hefur enn fengist staðfest hversu lengi þeir verða frá en óttast er að þeir verði jafnvel ekkert meira með á tímabilinu.
Þá hefur Martin Kelly ekki enn náð sér af sínum meiðslum, en hann meiddist í leik gegn West ham í lok febrúar og hefur verið heldur lengur frá en áætlað var í fyrstu.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur ekki heldur fengist staðfest hvenær fyrirliðinn Steven Gerrard kemst aftur á ferðina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga!
Fréttageymslan