| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dirk Kuyt klikkar ekki á víti
Dirk Kuyt skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Arsenal á sunnudaginn úr víti á 102 mínútu! Hollendingurinn hefur ekki ennþá klikkað á punktinum fyrir Liverpool.
Vítið sem Kuyt tók gegn Arsenal var sjöunda vítið sem hann tekur fyrir Liverpool og eins og venjulega skoraði hann af miklu öryggi.
Jamie Carragher sá sérstaka ástæðu til þess að hrósa Kuyt fyrir öryggið á punktinum eftir leikinn gegn Arsenal. Gefum Jamie orðið: ,,Dirk hlýtur að vera ein besta vítaskyttan í boltanum í dag. Grínlaust man ég ekki eftir því að hafa séð hann klikka á víti á æfingum. Hann er með stáltaugar. Vonandi hef ég ekki lagt álög á hann núna með því að tala um þetta!"
,,Það var engin smá pressa á honum að taka þetta víti á 102 mínútu á útivelli. En hann stóðst álagið að sjálfsögðu. Hann tók tvö í sama leik gegn Everton og svo tók hann eitt á móti Chelsea í meistaradeildinni. Dirk er svo sannarlega maður sem maður getur treyst á þegar mikið liggur við. Frábær karakter", segir Jamie Carragher.
Í viðtali við Liverpoolfc.tv var Dirk Kuyt spurður um galdurinn við þetta mikla öryggi.
,,Maður er nú lítið að hugsa um hvað maður er að gera þegar allra augu á vellinum eru á manni. Þá reynir maður bara að vinna vinnuna sína og setja boltann í netið", segir Kuyt hógvær að vanda.
,,Það var óneitanlega mikil pressa á mér á sunnudaginn. Það er ekki beint auðvelt að taka víti þegar maður er búinn að hlaupa í 102 mínútur. En sem betur fer þá hitti ég boltann vel."
,,En það er gott dæmi um andann í hópnum að við skyldum ekki gefast upp þegar við fengum á okkur mark eftir 96 mínútna leik. Við höldum alltaf áfram og berjumst til síðasta manns. Þannig er andinn núna og það er frábært. Kenny hefur fært okkur miklu meira sjálfstraust, sérstaklega ungu strákunum. Það er mjög jákvætt."
Vítið sem Kuyt tók gegn Arsenal var sjöunda vítið sem hann tekur fyrir Liverpool og eins og venjulega skoraði hann af miklu öryggi.
Jamie Carragher sá sérstaka ástæðu til þess að hrósa Kuyt fyrir öryggið á punktinum eftir leikinn gegn Arsenal. Gefum Jamie orðið: ,,Dirk hlýtur að vera ein besta vítaskyttan í boltanum í dag. Grínlaust man ég ekki eftir því að hafa séð hann klikka á víti á æfingum. Hann er með stáltaugar. Vonandi hef ég ekki lagt álög á hann núna með því að tala um þetta!"
,,Það var engin smá pressa á honum að taka þetta víti á 102 mínútu á útivelli. En hann stóðst álagið að sjálfsögðu. Hann tók tvö í sama leik gegn Everton og svo tók hann eitt á móti Chelsea í meistaradeildinni. Dirk er svo sannarlega maður sem maður getur treyst á þegar mikið liggur við. Frábær karakter", segir Jamie Carragher.
Í viðtali við Liverpoolfc.tv var Dirk Kuyt spurður um galdurinn við þetta mikla öryggi.
,,Maður er nú lítið að hugsa um hvað maður er að gera þegar allra augu á vellinum eru á manni. Þá reynir maður bara að vinna vinnuna sína og setja boltann í netið", segir Kuyt hógvær að vanda.
,,Það var óneitanlega mikil pressa á mér á sunnudaginn. Það er ekki beint auðvelt að taka víti þegar maður er búinn að hlaupa í 102 mínútur. En sem betur fer þá hitti ég boltann vel."
,,En það er gott dæmi um andann í hópnum að við skyldum ekki gefast upp þegar við fengum á okkur mark eftir 96 mínútna leik. Við höldum alltaf áfram og berjumst til síðasta manns. Þannig er andinn núna og það er frábært. Kenny hefur fært okkur miklu meira sjálfstraust, sérstaklega ungu strákunum. Það er mjög jákvætt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan