| Sf. Gutt
Goðsögnin Sami Hyypia tilkynnti í dag að hann muni leggja skóna á hilluna núna í lok keppnistímabilsins. Frábær ferill Finnans magnaða er þar með á enda. Hann hefur síðustu tvö árin spilað með Bayer Leverkusen í Þýskalandi eftir að hann yfirgaf Liverpool. Sami ætlar að leggja þjálfun fyrir sig og er búinn að fá starf hjá Leverkusen. Eins er fyrirhugað að hann muni fá vinnu í þjálfaraliði finnska landsliðsins.
Sami Hyypia hafði þetta að segja í dag við finnska fjölmiðla þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína. ,,Ég hef verið að íhuga þetta núna á leiktíðinni og niðurstaðan er þessi. Ég hef engan áhuga á að fara eitthvað annað og spila. Ég sé ekki eftir neinu. Mig langar að þakka öllum sem hafa hjálpað mér á ferlinum og mestu þakkirnar fá skyldmenni mín. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar og vina."
Sami Hyypia lék 464 leiki með Liverpool frá 1999 til 2009 og skoraði 35 mörk. Hann vann níu titla á ferli sínum með Liverpool. Deildarbikarinn 2001 og 2003. Hann vann Evrópukeppni félagsliða, F.A. bikarinn, Góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu 2001. Árið 2005 bætti hann Evrópubikarnum og öðrum Stórbikar í verðlaunasafn sitt. Hann vann svo F.A. bikarinn árið 2006.
Hér má lesa viðtal við Sami sem var tekið þegar hann yfirgaf Liverpool.
Hér má lesa allt um Sami á LFChistory.net.
Hér má sjá hina magnþrungnu kveðjustund þegar Sami kvaddi Anfield Road í síðasta sinn.
TIL BAKA
Sami Hyypia leggur skó á hillu!
Goðsögnin Sami Hyypia tilkynnti í dag að hann muni leggja skóna á hilluna núna í lok keppnistímabilsins. Frábær ferill Finnans magnaða er þar með á enda. Hann hefur síðustu tvö árin spilað með Bayer Leverkusen í Þýskalandi eftir að hann yfirgaf Liverpool. Sami ætlar að leggja þjálfun fyrir sig og er búinn að fá starf hjá Leverkusen. Eins er fyrirhugað að hann muni fá vinnu í þjálfaraliði finnska landsliðsins.
Sami Hyypia hafði þetta að segja í dag við finnska fjölmiðla þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína. ,,Ég hef verið að íhuga þetta núna á leiktíðinni og niðurstaðan er þessi. Ég hef engan áhuga á að fara eitthvað annað og spila. Ég sé ekki eftir neinu. Mig langar að þakka öllum sem hafa hjálpað mér á ferlinum og mestu þakkirnar fá skyldmenni mín. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar og vina."
Sami Hyypia lék 464 leiki með Liverpool frá 1999 til 2009 og skoraði 35 mörk. Hann vann níu titla á ferli sínum með Liverpool. Deildarbikarinn 2001 og 2003. Hann vann Evrópukeppni félagsliða, F.A. bikarinn, Góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu 2001. Árið 2005 bætti hann Evrópubikarnum og öðrum Stórbikar í verðlaunasafn sitt. Hann vann svo F.A. bikarinn árið 2006.
Hér má lesa viðtal við Sami sem var tekið þegar hann yfirgaf Liverpool.
Hér má lesa allt um Sami á LFChistory.net.
Hér má sjá hina magnþrungnu kveðjustund þegar Sami kvaddi Anfield Road í síðasta sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan