| Sf. Gutt
Bandaríski markmaðurinn Brad Friedel kemur ekki til Liverpool eins og líklegt var talið. Það verður því ekkert af endurkomu hans til Liverpool en þar hóf hann farsælan feril sinn á Englandi.
Brad hefur síðustu keppnistímabil spilað með Aston Villa en þar áður með Blackburn Rovers. Samningur hans við Villa var að renna sitt skeið. Í stað þess að koma til Liverpool eins og möguleiki var talinn á þá ákvað Brad að gera samning við Tottenham Hotspur.
Brad Friedel er búinn að vera einn besti markmaðurinn í Úrvalsdeildinni síðustu árin og það hefði verið fengur að því að fá hann til Liverpool. Hann hefur þó líklega talið að hann ætti meiri möguleika á að spila aðalliðsleiki með Tottenham en Liverpool og það er alveg rétt metið hjá honum.
TIL BAKA
Brad Friedel kemur ekki

Brad hefur síðustu keppnistímabil spilað með Aston Villa en þar áður með Blackburn Rovers. Samningur hans við Villa var að renna sitt skeið. Í stað þess að koma til Liverpool eins og möguleiki var talinn á þá ákvað Brad að gera samning við Tottenham Hotspur.
Brad Friedel er búinn að vera einn besti markmaðurinn í Úrvalsdeildinni síðustu árin og það hefði verið fengur að því að fá hann til Liverpool. Hann hefur þó líklega talið að hann ætti meiri möguleika á að spila aðalliðsleiki með Tottenham en Liverpool og það er alveg rétt metið hjá honum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan