| Sf. Gutt
TIL BAKA
Vottuð virðing fyrir leik
Það var ekki bara utan vallar sem þeim sem létust í hryðjuverkunum í Noregi var vottuð virðing af Liverpool. Fyrir leikinn við Valerenga á Ullevaal leikvanginum í Osló fór fram látlaus en falleg athöfn.
Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum meðan á henni stóð. Leikmenn báru líka spjöld með áletrun gegn kynþáttahatri sem halda má fram með rökum að hafi verið rótin að voðaverkunum.
Áður en leikur hófst fóru leikmenn Liverpool að öðru markinu og hver og einn lagði eina rauða rós á jörðina fyrir aftan markið. Kenny Dalglish gerði slíkt hið sama. Rauðar rósir voru áberandi í minningarathöfnum sem fóru fram í Noregi eftir hryðjuverkin.
Hér má sjá myndskeið frá Ullevaal leikvanginum.
Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum meðan á henni stóð. Leikmenn báru líka spjöld með áletrun gegn kynþáttahatri sem halda má fram með rökum að hafi verið rótin að voðaverkunum.
Áður en leikur hófst fóru leikmenn Liverpool að öðru markinu og hver og einn lagði eina rauða rós á jörðina fyrir aftan markið. Kenny Dalglish gerði slíkt hið sama. Rauðar rósir voru áberandi í minningarathöfnum sem fóru fram í Noregi eftir hryðjuverkin.
Hér má sjá myndskeið frá Ullevaal leikvanginum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan