| Sf. Gutt
TIL BAKA
Vel heppnuð forsýning
Segja má að forsýning Liverpool fyrir nýja keppnistímabilið hafi tekist mjög vel á Anfield Road. Liðið lagði Valencia 2:0 að velli með sannfærandi hætti.
Það var síðdegissól og blíða í Liverpool þegar leikurinn hófst. Kenny Dalglish tefldi fram sterku liði og það var greinilegt á öllu að það átti að taka leikinn alvarlega. Uppstilling Kenny kom svo sem ekki á óvart nema hvað Fabio Aurelio kom í fyrsta skipti við sögu í sumar.
Liverpool hóf leikinn af krafti og hraðar sóknir, sem nýju mennirnir og þá sérstaklega Stewart Downing léku stór hlutverk í, lofuðu góðu. Rauðliðar opnuðu svo markareikninginn á 6. mínútu. David Albelda hugðist senda aftur á markmann sinn vinstra megin en sendingin var alltof of laus og Andy Carroll náði boltanum en Diego Alves náði að verja skot hans. Boltinn fór af honum í stöngina innanverða og rúllaði þvert fyrir markið. Þar var Andy kominn og náði að skora úr þröngu færi áður en Diego næði að komast fyrir. Vel gert hjá Andy sem hefur, þrátt fyrir þrjú mörk í æfingaleikjunum, átt svolítið erfitt uppdráttar í sumar.
Rétt á eftir kom reyndar strik í reikninginn þegar Glen Johnson varð að fara að velli vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik í sumar í Noregi og það var slæmt að missa hann í meiðsli sem reyndar er ekki vitað hversu slæm eru. Þrátt fyrir að um æfingaleik væri að ræða tókust liðin vel á og Andy var bókaður fyrir að strauja einn varnarmann gestanna. Andy fékk svo að finna fyrir því rétt á eftir þegar hann var sparkaður niður. Stuttu áður fékk Andy boltann rétt utan vítateigs en skot hans var varið. Þar hefði hann getað leikið nær markinu. Gestirnir ógnuðu ekkert að ráði og Liverpool var 1:0 yfir í hálfleik.
Lucas Leiva kom inn á í hálfleik í fyrsta sinn í sumar en hann er nýkominn til æfinga eftir Suður Ameríkukeppnina. Fátt var um færi í síðari hálfleiknum. David Ngog var ekki fjærri því að stýra boltanum í markið þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður þegar Maxi Rodriguez sendi fyrir á hann en hann hitti ekki markið.
Liverpool gerði svo út um leikinn á síðustu mínútunni. Joe Cole tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn datt niður við markteiginn og þar náði Dirk Kuyt að moka honum í markið. Reyndar sýndist allt eins að Sotirios Kyrgiakos ætti síðustu snertinguna en opinberir Liverpool aðilar skráðu markið á Hollendinginn. Að minnsta kosti innsiglaði markið, hver sem skoraði það, sigurinn og það var fyrir mestu.
Liverpool lék all vel í leiknum og þá sérstaklega framan af. Sigurinn var aldrei í neinni sérstakri hættu og svo var haldið hreinu eins og ekkert væri! Nú er að vona að frumsýningin, gegn Sunderland, eftir viku gangi eins vel fyrir sig og þessi forsýning.
Liverpool: Reina; Johnson (Kelly 7. mín.), Carragher, Agger (Kyrgiakos 79. mín.), Aurelio (Robinson 46. mín.); Aquilani (Rodriguez 58. mín.), Spearing (Leiva 46. mín.), Adam (Flanagan 74. mín.), Henderson (Cole 58. mín.), Downing (Kuyt 58. mín.) og Carroll (Ngog 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones og Doni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Það var síðdegissól og blíða í Liverpool þegar leikurinn hófst. Kenny Dalglish tefldi fram sterku liði og það var greinilegt á öllu að það átti að taka leikinn alvarlega. Uppstilling Kenny kom svo sem ekki á óvart nema hvað Fabio Aurelio kom í fyrsta skipti við sögu í sumar.
Liverpool hóf leikinn af krafti og hraðar sóknir, sem nýju mennirnir og þá sérstaklega Stewart Downing léku stór hlutverk í, lofuðu góðu. Rauðliðar opnuðu svo markareikninginn á 6. mínútu. David Albelda hugðist senda aftur á markmann sinn vinstra megin en sendingin var alltof of laus og Andy Carroll náði boltanum en Diego Alves náði að verja skot hans. Boltinn fór af honum í stöngina innanverða og rúllaði þvert fyrir markið. Þar var Andy kominn og náði að skora úr þröngu færi áður en Diego næði að komast fyrir. Vel gert hjá Andy sem hefur, þrátt fyrir þrjú mörk í æfingaleikjunum, átt svolítið erfitt uppdráttar í sumar.
Rétt á eftir kom reyndar strik í reikninginn þegar Glen Johnson varð að fara að velli vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik í sumar í Noregi og það var slæmt að missa hann í meiðsli sem reyndar er ekki vitað hversu slæm eru. Þrátt fyrir að um æfingaleik væri að ræða tókust liðin vel á og Andy var bókaður fyrir að strauja einn varnarmann gestanna. Andy fékk svo að finna fyrir því rétt á eftir þegar hann var sparkaður niður. Stuttu áður fékk Andy boltann rétt utan vítateigs en skot hans var varið. Þar hefði hann getað leikið nær markinu. Gestirnir ógnuðu ekkert að ráði og Liverpool var 1:0 yfir í hálfleik.
Lucas Leiva kom inn á í hálfleik í fyrsta sinn í sumar en hann er nýkominn til æfinga eftir Suður Ameríkukeppnina. Fátt var um færi í síðari hálfleiknum. David Ngog var ekki fjærri því að stýra boltanum í markið þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður þegar Maxi Rodriguez sendi fyrir á hann en hann hitti ekki markið.
Liverpool gerði svo út um leikinn á síðustu mínútunni. Joe Cole tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn datt niður við markteiginn og þar náði Dirk Kuyt að moka honum í markið. Reyndar sýndist allt eins að Sotirios Kyrgiakos ætti síðustu snertinguna en opinberir Liverpool aðilar skráðu markið á Hollendinginn. Að minnsta kosti innsiglaði markið, hver sem skoraði það, sigurinn og það var fyrir mestu.
Liverpool lék all vel í leiknum og þá sérstaklega framan af. Sigurinn var aldrei í neinni sérstakri hættu og svo var haldið hreinu eins og ekkert væri! Nú er að vona að frumsýningin, gegn Sunderland, eftir viku gangi eins vel fyrir sig og þessi forsýning.
Liverpool: Reina; Johnson (Kelly 7. mín.), Carragher, Agger (Kyrgiakos 79. mín.), Aurelio (Robinson 46. mín.); Aquilani (Rodriguez 58. mín.), Spearing (Leiva 46. mín.), Adam (Flanagan 74. mín.), Henderson (Cole 58. mín.), Downing (Kuyt 58. mín.) og Carroll (Ngog 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones og Doni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan