Mark spáir í spilin
Nýtt keppnistímabil er að ganga í garð og eftirvæntingin hjá stuðningsmönnum liðanna á Englandi er mikil. Hjá stuðningsmönnum Liverpool eru hún síst minni en venjulega. Kóngurinn stýrir hernum sínum og þegnarnir eru léttir og bjartsýnir í bragði núna þegar orrustan fer að byrja. Hvers vegna ættu þeir ekki að vera það? Fimm nýjir vígamenn hafa gengið til liðs við Rauða herinn og allt er tilbúið til að gera atlögu að þeim allra heilagasta.
Sumir þegnanna telja jafnvel að sá allra heilagasti vinnist á næsta vori en aðrir vara við slíkri bjartsýni og telja gott að ná Evrópusæti á nýjan leik. Hvað sem verður þá er nokkuð langt síðan jafn létt hefur verið yfir Rauða hernum á þessum árstíma. Hefjum baráttuna:-)
Liverpool v Sunderland
Liðshópur Liverpool hefur verið tekinn í gegn og endurnýjaður frá því í janúar. Nokkrir af stuðningsmönnum þeirra eru líka orðnir full bjartsýnir og telja liðið geta veitt United keppni um titilinn. Ég held að liðið geti gert atlögu að fjórða sætinu en það er ekki nógu gott til að vinna deildina núna. Rauðliðar eiga eftir að sakna Steven Gerrard núna í byrjun leiktíðar og því fyrr sem hann mætir eftir meiðsli því betra. En reyndar er núna nóg af miðjumönnum og barátta um stöður þar.
Hjá Sunderland hefur verið keypt mikið af mönnum í sumar og Steve Bruce, stjóri þeirra, hefur nú meiri breidd í hópnum en hana vantaði á síðustu leiktíð. Hátt verð var borgað fyrir Connor Wickham og ég hef trú á að hann geti orðið mjög góður leikmaður en hann á ennþá mikið ólært.
Ég get ekki séð að Svörtu kettirnir nái einu einasta stigi á Anfield og það gætu liðið fimm eða sex leikir áður en við sjáum hvernig liðið kemur út. Ég hugsa að liðið sigli lygnan sjó um miðja deild. En það eru til peningar hjá félaginu til styrkja liðið í janúar ef með þarf.
Spá: 2:0.
Til minnis!
- Liverpool hefur leikið í efstu deild allt frá leiktíðinni 1962/63.
- Liverpool endaði í sjötta sæti deildarinnar í vor.
- Liverpool náði þar með ekki sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn frá því 1999.
- Jose Reina og Martin Skrtel voru einu leikmenn Liverpool sem léku alla deildarleiki Liverpool á síðustu leiktíð.
- Báðir léku hverja einustu mínútu.
- Dirk Kuyt varð markakóngur hjá Liverpool með fimmtán mörk.
- Tvö mörkin skoraði hann gegn Sunderland.
- Jordan Henderson gæti leikið sinn fyrsta leik með nýja félaginu gegn því sem hann yfirgaf í sumar.
- Stewart Downing gæti líka gert það því hann var um tíma í láni hjá Sunderland.
- Tæknilega gætu fimm leikmenn Liverpool spilað í fyrsta sinn fyrir nýja félagið sitt.
- Liverpool tapaði tveimur síðustu leikjum sínum í vor.
- Þessi lið mættust líka í fyrstu umferð 2008. Fernando Torres skoraði þá eina mark leiksins á Ljósvangi.
Síðast!
Liverpool og Sunderland skildu jöfn 2:2. Hver man ekki eftir markinu furðulega sem Dirk Kuyt skoraði og kvittaði fyrir ,,strandboltamarkið" árið áður? Fernando Torres tók boltann eftir að leikmaður Sunderland rúllaði boltanum aftur fyrir sig. Hann ætlaði að láta markmann sinn taka aukaspyrnu en dómarinn dæmdi boltann í leik. Nando sendi svo á Dirk sem skoraði auðveldlega. Darren Bent svaraði með tveimur mörkum en Steven Gerrard bjargaði stigi eins og svo oft áður.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum