| Sf. Gutt
TIL BAKA
Frumsýningin gekk ekki að óskum
Frumsýning Liverpool á þessu nýja keppnistímabili gekk ekki alveg að óskum. Jafntefli 1:1 varð við Sunderland á Anfield Road. Ljóst er að nýju mennirnir þurfa að venjast nýja liðinu og margt má betur fara.
Það var mikil eftirvænting í loftinu á Anfield þegar Rauði herinn mætti til leiks. Áhorfendur sungu þjóðsönginn af krafti og svo var allt tilbúið fyrir frumsýninguna. Þeir fjórir útileikmenn sem voru keyptir í sumar voru allir í byrjunarliðinu og meira að segja Jose Enrique sem mætti til Liverpool í gær!
Liverpool byrjaði af krafti. Góð hreyfing var á liðinu og samspil með ágætum. Eftir fimm mínútur mistókst Kieran Richardson að sparka fram völlinn við miðjuna. Boltinn hrökk af Luis Suarez sem slapp einn í gegn og inn á vítateiginn. Þegar Luis var við að leika á Simon Mignolet, markmann Sunderland, felldi Kieran hann og dómarinn dæmdi að sjálfsögðu vítaspyrnu. Hann hafði sig á hinn bóginn ekki í að reka brotamanninn af velli eins og hann hefði átt að gera. Luis tók vítið en skot hans var hálfgert geimskot og fór yfir. Þar með hafði Sunderland grætt á brotinu!
Hvað um það Liverpool hélt áfram á sömu braut. Á 10. mínútu sendi Stewart Downing, sem lék vel, fyrir en Jordan Henderson náði ekki til boltans uppi við markið. Á 12. mínútu fögnuðu Rauðliðar. Liverpool fékk aukaspyrnu við hægra vítateigshornið. Charlie Adam, sem sýndi mjög góðan leik, tók aukaspyrnuna og hitti beint á kollinn á Luis Suarez sem skaut sér fram fyrir varnarmann og sneyddi boltann í markið. Vel gert hjá Suður Ameríkumeistaranum sem bætti fyrir vítaspyrnumissinn með þessu laglega marki!
Liverpool hélt áfram á sömu braut í kjölfar marksins og aftur kom mark á 22. mínútu. Charlie sendi inn í vítateiginn á Andy Carroll sem tók boltann laglega niður áður en hann skoraði af öryggi en dómarinn dæmdi markið umsvifalaust af. Ástæðan var sú að hann taldi að Andy hefði hrint varnarmanni en sannleikurinn var sá að Andy rétt snerti manninn svo varla var hægt að merkja. Alltof oft er dæmt á Andy fyrir snertingar sem varla eru merkjanlegar og það er ekki gott.
Á 34. mínútu slapp mark Sunderland enn. Stewart fékk boltann inni á eigin vallarhelmingi og tók sprett upp að vítateignum framhjá öllu sem fyrir var áður en hann þrumaði að marki en því miður small boltinn í þverslánni. Frábær rispa en heppnin var ekki með Liverpool. Ekki gerðist fleira markvert fram að leikhléi en áhorfendur klöppuðu vel fyrir Rauðliðum sem verðskulduðu klappið þegar þeir gengu til hlés. Eini gallinn var að forystan var aðeins eitt mark!
Charlie var ekki fjarri því að skora rétt eftir leikhlé þegar hann kom sér í skotstöðu við vítateginn en boltann fór rétt framhjá þegar hann reyndi að snúa hann upp í hornið. Eftir þetta rann móðurinn af heimamönnum og gestirnir gengu á lagið. Það var í raun furðulegt að sjá Liverpool missa allan takt í síðari hálfleiknum og ekki gott að segja hver ástæðan var.
Á 52 mínútu missti Jon Flanagan boltann og leikmaður Sunderland náði fyrirgjöf frá vinstri sem hitti beint á Asamoah Gyan en sem betur fer fór laus skalli hans beint í hendur Jose Reina. En Sunderland skoraði fimm mínútum seinna. Leikmenn Liverpool voru illa á verði hægra megin og Ahmed Elmohamady fékk frið til að gefa fyrir. Við fjærstöngina henti Sebastian Larsson sér á loft og klippti boltann á lofti í markið. Jose átti ekki möguleika og staðan orðin jöfn. Vörn Liverpool svaf illa í markinu bæði hvað varðaði fyrirgjöfina og svo gleymdi Jon að valda Sebastian sem var frír en hann afgreiddi markið glæsilega.
Það gerðist fátt eftir þetta. Eina færi Liverpool kom á 63. mínútu þegar Andy átti skalla eftir horn frá Charlie en skallinn var ekki fastur og markmaður Sunderland varði. Sunderland fékk ekki opin færi en barátta þeirra færði þeim jafntefli sem voru líklega sanngjörn úrslit. Stuðningsmenn Liverpool hefðu trúlega átt von á því að liðið herti sig undir lok leiksins en það varð ekkert af því.
Liverpool hefði auðvitað átt að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik og manni fleiri, eins og hefði átt að vera, hefði það gerst. En það gerðist ekki og frumsýningin gekk því ekki að óskum. Góður leikur í fyrri háfleik gefur þó góð fyrirheit um að leiktíðin geti orðið góð en síðari hálfleikurinn olli miklum vonbrigðum.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Agger, Enrique, Henderson (Kuyt 60. mín.), Leiva, Adam, Downing, Suarez (Meireles 75. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Ngog, Kelly og Robinson.
Mark Liverpool: Luis Suarez (12. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher, Jordan Henderson, Charlie Adam og Dirk Kuyt.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Brown, Ferdinand, Richardson, Elmohammady, Cattermole, Colback, Larsson (Vaughan 80. mín.), Sessegnon og Gyan (Ji 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Westwood, Gardner, Wickham, Bramble og Laing
Mark Sunderland: Sebastian Larsson (57. mín.).
Gul spjöld: Phil Bardsley, Kieran Richardson, Lee Cattermole og Sebastian Larsson.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.018.
Maður leiksins: Luis Suarez. Suður Ameríkumeistarinn átti viðburðarríkan dag. Það áttu ekki allir von á því að hann myndi koma beint inn í liðið en sú varð raunin. Hann fékk vítaspyrnu sem hann misnotaði en bætti í skyndingu fyrir það með marki. Hann var hættulegasti maður Liverpool þann tíma sem hans naut við.
Kenny Dalglish: Við hefðum getað fengið fleiri færi og vorum svolítið óheppnir með að markið sem Andy Carroll skoraði var dæmt af en þá hefðum við komist 2:0 yfir. En Sunderland gerði okkur erfitt fyrir. Þeir lögðu hart að sér og ég held að þeir hafi verðskuldað stig.
Fróðleikur
- Liverpool hefur leikið í efstu deild allt frá leiktíðinni 1962/63.
- Luis Suarez skoraði fyrsta mark Úrvalsdeildarinnar á þessari nýju leiktíð.
- Charlie Adam, Stewart Downing, Jordan Henderson og Jose Enrique léku í fyrsta sinn með Liverpool.
- Jordan Henderson lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn liðinu sem hann kom frá.
- Stewart Downing lék líka gegn liði sem hann spilaði áður með.
- Suður Ameríkumeistari lék í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Það var mikil eftirvænting í loftinu á Anfield þegar Rauði herinn mætti til leiks. Áhorfendur sungu þjóðsönginn af krafti og svo var allt tilbúið fyrir frumsýninguna. Þeir fjórir útileikmenn sem voru keyptir í sumar voru allir í byrjunarliðinu og meira að segja Jose Enrique sem mætti til Liverpool í gær!
Liverpool byrjaði af krafti. Góð hreyfing var á liðinu og samspil með ágætum. Eftir fimm mínútur mistókst Kieran Richardson að sparka fram völlinn við miðjuna. Boltinn hrökk af Luis Suarez sem slapp einn í gegn og inn á vítateiginn. Þegar Luis var við að leika á Simon Mignolet, markmann Sunderland, felldi Kieran hann og dómarinn dæmdi að sjálfsögðu vítaspyrnu. Hann hafði sig á hinn bóginn ekki í að reka brotamanninn af velli eins og hann hefði átt að gera. Luis tók vítið en skot hans var hálfgert geimskot og fór yfir. Þar með hafði Sunderland grætt á brotinu!
Hvað um það Liverpool hélt áfram á sömu braut. Á 10. mínútu sendi Stewart Downing, sem lék vel, fyrir en Jordan Henderson náði ekki til boltans uppi við markið. Á 12. mínútu fögnuðu Rauðliðar. Liverpool fékk aukaspyrnu við hægra vítateigshornið. Charlie Adam, sem sýndi mjög góðan leik, tók aukaspyrnuna og hitti beint á kollinn á Luis Suarez sem skaut sér fram fyrir varnarmann og sneyddi boltann í markið. Vel gert hjá Suður Ameríkumeistaranum sem bætti fyrir vítaspyrnumissinn með þessu laglega marki!
Liverpool hélt áfram á sömu braut í kjölfar marksins og aftur kom mark á 22. mínútu. Charlie sendi inn í vítateiginn á Andy Carroll sem tók boltann laglega niður áður en hann skoraði af öryggi en dómarinn dæmdi markið umsvifalaust af. Ástæðan var sú að hann taldi að Andy hefði hrint varnarmanni en sannleikurinn var sá að Andy rétt snerti manninn svo varla var hægt að merkja. Alltof oft er dæmt á Andy fyrir snertingar sem varla eru merkjanlegar og það er ekki gott.
Á 34. mínútu slapp mark Sunderland enn. Stewart fékk boltann inni á eigin vallarhelmingi og tók sprett upp að vítateignum framhjá öllu sem fyrir var áður en hann þrumaði að marki en því miður small boltinn í þverslánni. Frábær rispa en heppnin var ekki með Liverpool. Ekki gerðist fleira markvert fram að leikhléi en áhorfendur klöppuðu vel fyrir Rauðliðum sem verðskulduðu klappið þegar þeir gengu til hlés. Eini gallinn var að forystan var aðeins eitt mark!
Charlie var ekki fjarri því að skora rétt eftir leikhlé þegar hann kom sér í skotstöðu við vítateginn en boltann fór rétt framhjá þegar hann reyndi að snúa hann upp í hornið. Eftir þetta rann móðurinn af heimamönnum og gestirnir gengu á lagið. Það var í raun furðulegt að sjá Liverpool missa allan takt í síðari hálfleiknum og ekki gott að segja hver ástæðan var.
Á 52 mínútu missti Jon Flanagan boltann og leikmaður Sunderland náði fyrirgjöf frá vinstri sem hitti beint á Asamoah Gyan en sem betur fer fór laus skalli hans beint í hendur Jose Reina. En Sunderland skoraði fimm mínútum seinna. Leikmenn Liverpool voru illa á verði hægra megin og Ahmed Elmohamady fékk frið til að gefa fyrir. Við fjærstöngina henti Sebastian Larsson sér á loft og klippti boltann á lofti í markið. Jose átti ekki möguleika og staðan orðin jöfn. Vörn Liverpool svaf illa í markinu bæði hvað varðaði fyrirgjöfina og svo gleymdi Jon að valda Sebastian sem var frír en hann afgreiddi markið glæsilega.
Það gerðist fátt eftir þetta. Eina færi Liverpool kom á 63. mínútu þegar Andy átti skalla eftir horn frá Charlie en skallinn var ekki fastur og markmaður Sunderland varði. Sunderland fékk ekki opin færi en barátta þeirra færði þeim jafntefli sem voru líklega sanngjörn úrslit. Stuðningsmenn Liverpool hefðu trúlega átt von á því að liðið herti sig undir lok leiksins en það varð ekkert af því.
Liverpool hefði auðvitað átt að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik og manni fleiri, eins og hefði átt að vera, hefði það gerst. En það gerðist ekki og frumsýningin gekk því ekki að óskum. Góður leikur í fyrri háfleik gefur þó góð fyrirheit um að leiktíðin geti orðið góð en síðari hálfleikurinn olli miklum vonbrigðum.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Agger, Enrique, Henderson (Kuyt 60. mín.), Leiva, Adam, Downing, Suarez (Meireles 75. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Ngog, Kelly og Robinson.
Mark Liverpool: Luis Suarez (12. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher, Jordan Henderson, Charlie Adam og Dirk Kuyt.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Brown, Ferdinand, Richardson, Elmohammady, Cattermole, Colback, Larsson (Vaughan 80. mín.), Sessegnon og Gyan (Ji 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Westwood, Gardner, Wickham, Bramble og Laing
Mark Sunderland: Sebastian Larsson (57. mín.).
Gul spjöld: Phil Bardsley, Kieran Richardson, Lee Cattermole og Sebastian Larsson.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.018.
Maður leiksins: Luis Suarez. Suður Ameríkumeistarinn átti viðburðarríkan dag. Það áttu ekki allir von á því að hann myndi koma beint inn í liðið en sú varð raunin. Hann fékk vítaspyrnu sem hann misnotaði en bætti í skyndingu fyrir það með marki. Hann var hættulegasti maður Liverpool þann tíma sem hans naut við.
Kenny Dalglish: Við hefðum getað fengið fleiri færi og vorum svolítið óheppnir með að markið sem Andy Carroll skoraði var dæmt af en þá hefðum við komist 2:0 yfir. En Sunderland gerði okkur erfitt fyrir. Þeir lögðu hart að sér og ég held að þeir hafi verðskuldað stig.
Fróðleikur
- Liverpool hefur leikið í efstu deild allt frá leiktíðinni 1962/63.
- Luis Suarez skoraði fyrsta mark Úrvalsdeildarinnar á þessari nýju leiktíð.
- Charlie Adam, Stewart Downing, Jordan Henderson og Jose Enrique léku í fyrsta sinn með Liverpool.
- Jordan Henderson lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn liðinu sem hann kom frá.
- Stewart Downing lék líka gegn liði sem hann spilaði áður með.
- Suður Ameríkumeistari lék í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan