| Sf. Gutt
TIL BAKA
Beint út í djúpu laugina!
Það gerist nú ekki oft að leikmaður spili sinn fyrsta leik með nýju félagi aðeins einum sólarhring eftir að hafa mætt á svæðið. Jose Enrique gerði þetta gegn Sunderland á laugardaginn.
Þetta kom nú kannski ekki til af góðu því Fabio Aurelio gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Það má því segja að Jose hafi verið hent beint út í djúpu laugina á Anfield.
Jose segist vera ánægður með að hafa spilað fyrsta leik sinn með Liverpool en hann var ekki sáttur með úrslitin í leiknum. Það er reyndar góðs viti að menn séu ekki ánægðir fyrst ekki náðist að vinna sigur.
,,Það var frábær tilfinning að klæðast rauðu treyjunni í fyrsta sinn því þetta er frábært félag. Ég hringdi í alla fjölskylduna mína, þegar framkvæmdastjórinn sagði mér að ég væri í byrjunarliðinu, því allir í fjölskyldunni vildu sjá leikinn."
,,Ég er mjög ánægur með að hafa spilað minn fyrsta leik því ég kom bara daginn áður. Ég var hissa á því að vera valinn í liðið og frétti af því nokkrum tímum fyrir leik. Ég vissi að Fabio hafði ekki æft og um morguninn var mér sagt að ég ætti að vera í liðinu. Ég er mjög ánægður en ég er ekki sáttur við úrslitin. Ég held að í næstu leikjum, verði ég valinn í liðið, muni ég átta mig betur á þeim góðu leikmönnum sem ég spila með."
,,Við þurfum að koma okkur í betri æfingu og það er eðlilegt því þetta var nú fyrsti leikurinn. Ég er í góðu standi en ekki í fullri æfingu því ég hef ekki æft með liðinu og þarf að kynnast öllum betur. En þetta er allt eðlilegt."
Jose þótti standa sig vel í sínum fyrsta leik. Hann var ekki áberandi sóknarlega en passaði vel upp á vörnina og slapp vel frá sínu miðað við að hann var bara búinn að vera einn sólarhring í Liverpool.
Þetta kom nú kannski ekki til af góðu því Fabio Aurelio gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Það má því segja að Jose hafi verið hent beint út í djúpu laugina á Anfield.
Jose segist vera ánægður með að hafa spilað fyrsta leik sinn með Liverpool en hann var ekki sáttur með úrslitin í leiknum. Það er reyndar góðs viti að menn séu ekki ánægðir fyrst ekki náðist að vinna sigur.
,,Það var frábær tilfinning að klæðast rauðu treyjunni í fyrsta sinn því þetta er frábært félag. Ég hringdi í alla fjölskylduna mína, þegar framkvæmdastjórinn sagði mér að ég væri í byrjunarliðinu, því allir í fjölskyldunni vildu sjá leikinn."
,,Ég er mjög ánægur með að hafa spilað minn fyrsta leik því ég kom bara daginn áður. Ég var hissa á því að vera valinn í liðið og frétti af því nokkrum tímum fyrir leik. Ég vissi að Fabio hafði ekki æft og um morguninn var mér sagt að ég ætti að vera í liðinu. Ég er mjög ánægður en ég er ekki sáttur við úrslitin. Ég held að í næstu leikjum, verði ég valinn í liðið, muni ég átta mig betur á þeim góðu leikmönnum sem ég spila með."
,,Við þurfum að koma okkur í betri æfingu og það er eðlilegt því þetta var nú fyrsti leikurinn. Ég er í góðu standi en ekki í fullri æfingu því ég hef ekki æft með liðinu og þarf að kynnast öllum betur. En þetta er allt eðlilegt."
Jose þótti standa sig vel í sínum fyrsta leik. Hann var ekki áberandi sóknarlega en passaði vel upp á vörnina og slapp vel frá sínu miðað við að hann var bara búinn að vera einn sólarhring í Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan