| Sf. Gutt
TIL BAKA
Toppsigur!
Liverpool vann 3:1 sigur á Bolton á Anfield Road. Liðið lék stórvel og sigurinn hefði vel getað verið töluvert stærri. Hann dugði samt til þess að Liverpool komst í efsta sæti deildarinnar.
Piltarnir hans Kenny Dalglish hófu leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að það átti ekki að misstíga sig eins og í fyrsta heimaleiknum. Allir voru á hreyfingu, boltinn gekk vel á milli manna og leikgleðin skein af hverjum manni. Á 8. mínútu slapp Stewart Downing inn í vítateiginn en varnarmaður náði að bjarga í horn á síðustu stundu.
Það reyndi vel á vörn Bolton og hún brast eftir stundarfjórðung. Luis Suarez sendi frábæra sendingu inn á vítateginn frá vinstri. Stewart skaut sér fram og náði skoti sem Jussi Jaaskelainen varði frábærlega. Hann sló boltann út til vinstri þar sem Dirk Kuyt var. Hann renndi boltanum á Jordan Henderson sem skaut en varnarmaður komst fyrir. Jordan fékk boltann aftur, lagði hann fyrir sig áður en hann smellti honum upp í vinstra hornið. Frábært mark og Jordan fagnaði ógurlega og var greinilegt að markið var honum mjög mikilvægt.
Þremur mínútum seinna náði Bolton loksins að ógna. Chris Eagles sendi góða sendingu fyrir frá hægri yfir á Martin Petrov. Hann tók boltann glæsilega á lofti og þrumaði að marki en sem betur fer fór boltinn beint á Jose Reina sem sló hann í horn. Þetta reyndist í eina skiptið sem Bolton fékk færi í fyrri hálfleik.
Á 20. mínútu gaf Charlie Adam fram á Luis sem var kominn einn inn í vítateiginn. Hann reyndi að lauma boltanum framhjá Jussi sem kom vel út á móti og bjargaði málum. Fimm mínútum seinna fékk Luis aftur færi. Jordan sendi frábæra sendingu inn fyrir vörnina og Luis komst á auðan sjó. Hann hugðist vippa boltanum yfir Jussi og það tóksts en því miður þá fór hann yfir markið líka. Þarna átti Luis að gera betur.
Eftir hálftíma fór Martin Kelly af leikvelli og var að sjá að hann væri tognaður aftan í læri. Hann tognaði illa aftan á læri á síðasta keppnistímabili og var lengi frá en vonandi verður svo ekki nú. Martin Skrtel leysti nafna sinn af og tók töðu hans. Rétt fyrir hálfleik vildu Rauðliðar fá víti. Stewart mætti þá Grétari Rafni Steinssyni til hliðar við vítateiginn vinstra megin og stakk boltanum framhjá honum. Grétar tók boltann með hendi og taldi Stewart vera víti en dómarinn dæmdi aukaspyrnu rétt við línuna. Mörgum sýndist að þarna hefði átt að vera dæmt víti. Hvað um það en líklega voru leikmenn Bolton fegnir þegar flautað var til leikshlés. Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu á hinn bóginn vel fyrir sínum mönnum sem áttu klappið skilið.
Leikmenn Liverpool settu allt á fullt í upphafi síðari hálfleiks og gerðu snarlega út um leikinn. Luis vildi fá víti í fyrstu sókn eftir viðskipti við Zat Knight en dómarinn dæmdi markspyrnu. Á 52. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Charlie tók það og hitti beint á höfuðið á Martin Skrtel sem stangaði boltann mjög svo kröftuglega í mitt markið! Magnað hjá Slóvakanum sem mætti mjög sterkur til leiks eftir að hann leysti nafna sinn af.
Bolton tók að sjálfsögðu miðju en heimamenn náðu boltanum strax. Boltinn gekk aftur á Jose og frá honum byggðist upp ný sókn. Hún endaði á því að Dirk renndi boltanum þvert fyrir vítateiginn á Charlie sem lék aðeins nær vítateignum áður en hann spyrnti boltanum neðst í vinstra hornið. Vel gert hjá Skotanum sem átti stórleik á miðjunni og skoraði meira að segja með hægri!
Rétt rúm mínúta var á milli markanna tveggja og nú gátu leikmenn Bolton gleymt því að fá eitthvað út úr þessum leik. Þremur mínútum eftir seinna markið slapp Luis inn í vítateiginn eftir magnað samspil, hann lék á Jussi en skot hans úr sröngri stöðu fór í hliðarnetið. Liverpool yfirspilaði Bolton algjörlega á þessum kafla.
Gestirnir vildu fá víti á 67. mínútu þegar boltinn hrökk í hendina á Daniel Agger en ekkert var dæmt. Þremur mínútum seinna slapp Jussi vel þegar hann tók boltann með höndum eftir að varnarmaður hafði sent aftur á hann. Á einhvern óskiljanlegan hátt sleppti dómarinn því að dæma óbeina aukaspyrnu eins og hann átti að gera. Fimm mínútum seinna stal Luis boltanum af varnarmanni og það virtist brotið á honum inn í vítateig en dómarinn ætlaði greinilega ekki að gefa Luis eitt né neitt. Úrúgvæinn var orðinn reiður yfir öllu þessu ranglæti sem honum fannst og Kenny tók hann af velli enda var hann búinn að skila góðu dagsverki. Var hann hylltur ákaflega og langt síðan eins mikill fögnuður hefur verið yfir skiptingu hjá Liverpool.
Leikurinn fjaraði nú út en Bolton náði að laga stöðuna á síðustu mínútunni en varla var nú hægt að segja að liðið hafi átt mark skilið. Jamie Carragher misreiknaði boltann, Martin náði honum og lék inn í vítateiginn. Jamie náði honum og potaði boltanum frá honum en óheppnin elti fyrirliðann því boltinn fór beint á Ivan Klasnic sem skoraði af stuttu færi fyrir miðju marki. Jose, Jamie og aðrir í vörninni voru auðvitað grautfúlir yfir því að fá mark á sig en þetta var samt sem áður toppsigur og kom Liverpool í toppsætið.
Það var virkilega gaman að horfa á Liverpool í þessum leik. Liðið lék við hvern sinn fingur og sótt var við hvert tækifæri. ,,Senda og hreyfa sig", "Pass and move", hét það og svoleiðis var það líka á þessu síðdegi. Það eina sem skyggði á sigurinn var að ekki náðist að halda hreinu og svo hefði Liverpool átt að skora meira. En það var samt engin ástæða til að kvarta enda Liverpool á toppnum. Ekki er víst að liðið verði þar þegar landsleikjahlé hefst á mánudaginn en ætli sé ekki hægt að segja að Kóngurinn sé á réttri leið með sína menn!
Liverpool: Reina, Kelly (Skrtel 30. mín.), Carragher, Agger, Enrique, Adam, Leiva, Kuyt, Henderson (Rodriguez 76. mín.), Downing og Suarez (Carroll 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Shelvey og Robinson.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson (15. mín.), Martin Skrtel (52. mín.) og Charlie Adam (53. mín.).
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Cahill, Knight, Robinson, Eagles (Sanli 56. mín.), Reo-Coker, Muamba (M. Davies 26. mín.), Petrov, K. Davies (Pratley 71. mín.) og Klasnic. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Blake, Wheater og Riley.
Mark Bolton: Ivan Klasnic (90. mín.).
Gul spjöld: Grétar Rafn Steinsson og Ivan Klasnic.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.725.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hvað getur maður sagt? Þessi kyngimagnaði leikmaður var enn einu sinni óstöðvandi. Hann skoraði reyndar ekki en hann gerði allt annað. Leikmenn Bolton geta líklega vitnað um að þeir hafi lítið ráðið við hann. Stuðningsmenn Liverpool hylltu Luis af miklum krafti þegar hann fór af velli.
Kenny Dalglish: Við erum mjög ánægðir. Mér fannst við spila mjög vel, boltinn gekk vel og það var góð hreyfing á öllum. Ég held að við höfum fyllilega verðskuldað sigurinn. Allir sem komu að horfa á leikinn hafa örugglega skemmt sér vel yfir góðri framgöngu leikmannanna.
Fróðleikur
- Liverpool fór í efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Þeir Jordan Henderson og Charlie Adam skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Martin Skrtel skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar fyrir Liverpool en í fyrsta sinn í sigurleik!
- Aðeins liðu áttatíu sekúndur milli markanna hjá Martin og Charlie.
- Liverpool vann Bolton í tíunda sinn í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má horfa á viðtal við Jordan Henderson.
Piltarnir hans Kenny Dalglish hófu leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að það átti ekki að misstíga sig eins og í fyrsta heimaleiknum. Allir voru á hreyfingu, boltinn gekk vel á milli manna og leikgleðin skein af hverjum manni. Á 8. mínútu slapp Stewart Downing inn í vítateiginn en varnarmaður náði að bjarga í horn á síðustu stundu.
Það reyndi vel á vörn Bolton og hún brast eftir stundarfjórðung. Luis Suarez sendi frábæra sendingu inn á vítateginn frá vinstri. Stewart skaut sér fram og náði skoti sem Jussi Jaaskelainen varði frábærlega. Hann sló boltann út til vinstri þar sem Dirk Kuyt var. Hann renndi boltanum á Jordan Henderson sem skaut en varnarmaður komst fyrir. Jordan fékk boltann aftur, lagði hann fyrir sig áður en hann smellti honum upp í vinstra hornið. Frábært mark og Jordan fagnaði ógurlega og var greinilegt að markið var honum mjög mikilvægt.
Þremur mínútum seinna náði Bolton loksins að ógna. Chris Eagles sendi góða sendingu fyrir frá hægri yfir á Martin Petrov. Hann tók boltann glæsilega á lofti og þrumaði að marki en sem betur fer fór boltinn beint á Jose Reina sem sló hann í horn. Þetta reyndist í eina skiptið sem Bolton fékk færi í fyrri hálfleik.
Á 20. mínútu gaf Charlie Adam fram á Luis sem var kominn einn inn í vítateiginn. Hann reyndi að lauma boltanum framhjá Jussi sem kom vel út á móti og bjargaði málum. Fimm mínútum seinna fékk Luis aftur færi. Jordan sendi frábæra sendingu inn fyrir vörnina og Luis komst á auðan sjó. Hann hugðist vippa boltanum yfir Jussi og það tóksts en því miður þá fór hann yfir markið líka. Þarna átti Luis að gera betur.
Eftir hálftíma fór Martin Kelly af leikvelli og var að sjá að hann væri tognaður aftan í læri. Hann tognaði illa aftan á læri á síðasta keppnistímabili og var lengi frá en vonandi verður svo ekki nú. Martin Skrtel leysti nafna sinn af og tók töðu hans. Rétt fyrir hálfleik vildu Rauðliðar fá víti. Stewart mætti þá Grétari Rafni Steinssyni til hliðar við vítateiginn vinstra megin og stakk boltanum framhjá honum. Grétar tók boltann með hendi og taldi Stewart vera víti en dómarinn dæmdi aukaspyrnu rétt við línuna. Mörgum sýndist að þarna hefði átt að vera dæmt víti. Hvað um það en líklega voru leikmenn Bolton fegnir þegar flautað var til leikshlés. Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu á hinn bóginn vel fyrir sínum mönnum sem áttu klappið skilið.
Leikmenn Liverpool settu allt á fullt í upphafi síðari hálfleiks og gerðu snarlega út um leikinn. Luis vildi fá víti í fyrstu sókn eftir viðskipti við Zat Knight en dómarinn dæmdi markspyrnu. Á 52. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Charlie tók það og hitti beint á höfuðið á Martin Skrtel sem stangaði boltann mjög svo kröftuglega í mitt markið! Magnað hjá Slóvakanum sem mætti mjög sterkur til leiks eftir að hann leysti nafna sinn af.
Bolton tók að sjálfsögðu miðju en heimamenn náðu boltanum strax. Boltinn gekk aftur á Jose og frá honum byggðist upp ný sókn. Hún endaði á því að Dirk renndi boltanum þvert fyrir vítateiginn á Charlie sem lék aðeins nær vítateignum áður en hann spyrnti boltanum neðst í vinstra hornið. Vel gert hjá Skotanum sem átti stórleik á miðjunni og skoraði meira að segja með hægri!
Rétt rúm mínúta var á milli markanna tveggja og nú gátu leikmenn Bolton gleymt því að fá eitthvað út úr þessum leik. Þremur mínútum eftir seinna markið slapp Luis inn í vítateiginn eftir magnað samspil, hann lék á Jussi en skot hans úr sröngri stöðu fór í hliðarnetið. Liverpool yfirspilaði Bolton algjörlega á þessum kafla.
Gestirnir vildu fá víti á 67. mínútu þegar boltinn hrökk í hendina á Daniel Agger en ekkert var dæmt. Þremur mínútum seinna slapp Jussi vel þegar hann tók boltann með höndum eftir að varnarmaður hafði sent aftur á hann. Á einhvern óskiljanlegan hátt sleppti dómarinn því að dæma óbeina aukaspyrnu eins og hann átti að gera. Fimm mínútum seinna stal Luis boltanum af varnarmanni og það virtist brotið á honum inn í vítateig en dómarinn ætlaði greinilega ekki að gefa Luis eitt né neitt. Úrúgvæinn var orðinn reiður yfir öllu þessu ranglæti sem honum fannst og Kenny tók hann af velli enda var hann búinn að skila góðu dagsverki. Var hann hylltur ákaflega og langt síðan eins mikill fögnuður hefur verið yfir skiptingu hjá Liverpool.
Leikurinn fjaraði nú út en Bolton náði að laga stöðuna á síðustu mínútunni en varla var nú hægt að segja að liðið hafi átt mark skilið. Jamie Carragher misreiknaði boltann, Martin náði honum og lék inn í vítateiginn. Jamie náði honum og potaði boltanum frá honum en óheppnin elti fyrirliðann því boltinn fór beint á Ivan Klasnic sem skoraði af stuttu færi fyrir miðju marki. Jose, Jamie og aðrir í vörninni voru auðvitað grautfúlir yfir því að fá mark á sig en þetta var samt sem áður toppsigur og kom Liverpool í toppsætið.
Það var virkilega gaman að horfa á Liverpool í þessum leik. Liðið lék við hvern sinn fingur og sótt var við hvert tækifæri. ,,Senda og hreyfa sig", "Pass and move", hét það og svoleiðis var það líka á þessu síðdegi. Það eina sem skyggði á sigurinn var að ekki náðist að halda hreinu og svo hefði Liverpool átt að skora meira. En það var samt engin ástæða til að kvarta enda Liverpool á toppnum. Ekki er víst að liðið verði þar þegar landsleikjahlé hefst á mánudaginn en ætli sé ekki hægt að segja að Kóngurinn sé á réttri leið með sína menn!
Liverpool: Reina, Kelly (Skrtel 30. mín.), Carragher, Agger, Enrique, Adam, Leiva, Kuyt, Henderson (Rodriguez 76. mín.), Downing og Suarez (Carroll 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Shelvey og Robinson.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson (15. mín.), Martin Skrtel (52. mín.) og Charlie Adam (53. mín.).
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Cahill, Knight, Robinson, Eagles (Sanli 56. mín.), Reo-Coker, Muamba (M. Davies 26. mín.), Petrov, K. Davies (Pratley 71. mín.) og Klasnic. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Blake, Wheater og Riley.
Mark Bolton: Ivan Klasnic (90. mín.).
Gul spjöld: Grétar Rafn Steinsson og Ivan Klasnic.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.725.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hvað getur maður sagt? Þessi kyngimagnaði leikmaður var enn einu sinni óstöðvandi. Hann skoraði reyndar ekki en hann gerði allt annað. Leikmenn Bolton geta líklega vitnað um að þeir hafi lítið ráðið við hann. Stuðningsmenn Liverpool hylltu Luis af miklum krafti þegar hann fór af velli.
Kenny Dalglish: Við erum mjög ánægðir. Mér fannst við spila mjög vel, boltinn gekk vel og það var góð hreyfing á öllum. Ég held að við höfum fyllilega verðskuldað sigurinn. Allir sem komu að horfa á leikinn hafa örugglega skemmt sér vel yfir góðri framgöngu leikmannanna.
Fróðleikur
- Liverpool fór í efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Þeir Jordan Henderson og Charlie Adam skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Martin Skrtel skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar fyrir Liverpool en í fyrsta sinn í sigurleik!
- Aðeins liðu áttatíu sekúndur milli markanna hjá Martin og Charlie.
- Liverpool vann Bolton í tíunda sinn í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má horfa á viðtal við Jordan Henderson.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan