| Sf. Gutt
TIL BAKA
Snýr Yossi Benayoun aftur?
Snúa gamlir aftur? Í síðustu viku var það Craig Bellamy en nú er það Yossi Benayoun! Hin trausta vefsíða BBC telur sig hafa heimildir fyrir því að það sé áhugi hjá Liverpool fyrir því að fá ísraelska landsliðsmanninn til baka ári eftir að hann var seldur. Í fréttinni segir að Arsenal, Newcastle United og frönsku meistararnir Lille hafi líka áhuga.
Yossi Benayoun var seldur til Chelsea síðasta sumar en hann kom lítið við sögu á síðasta keppnistímabili. Slæm hnémeiðsli snemma á leiktíðinni settu stórt strik í reikninginn og hann kom ekki aftur til leiks fyrr en stutt var til vors.
Um daginn spurðist út að Yossi væri til sölu og nú er að sjá hvort eitthvað sé hæft í þessari frétt BBC en þar fara fréttir helst ekki inn nema traustar heimildir séu fyrir þeim.
Af málefnum Craig Bellamy virðist lítið að frétta. Hann mun jafnvel vera á leið til Tottenham en svo er hugsanlega talið að hann verði áfram hjá Manchester City því félagið vill ekki borga honum upp það eina ár sem hann á eftir af samningi sínum við það. Craig vill sem sagt fá samninginn borgaðan upp ef marka má fregnir fjölmiðla.
Yossi Benayoun var seldur til Chelsea síðasta sumar en hann kom lítið við sögu á síðasta keppnistímabili. Slæm hnémeiðsli snemma á leiktíðinni settu stórt strik í reikninginn og hann kom ekki aftur til leiks fyrr en stutt var til vors.
Um daginn spurðist út að Yossi væri til sölu og nú er að sjá hvort eitthvað sé hæft í þessari frétt BBC en þar fara fréttir helst ekki inn nema traustar heimildir séu fyrir þeim.
Af málefnum Craig Bellamy virðist lítið að frétta. Hann mun jafnvel vera á leið til Tottenham en svo er hugsanlega talið að hann verði áfram hjá Manchester City því félagið vill ekki borga honum upp það eina ár sem hann á eftir af samningi sínum við það. Craig vill sem sagt fá samninginn borgaðan upp ef marka má fregnir fjölmiðla.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan