| Sf. Gutt
TIL BAKA
Magnað met hjá Robbie Keane
Robbie Keane, fyrrum leikmaður Liverpool, setti athyglisvert met í sumar þegar hann varð fyrstur Breta til að skora 50 landsliðsmörk. Þessum merka áfanga náði hann í útileik gegn Makedóníu í byrjun júní.
Írar unnu leikinn 0:2 og skoraði Robbie bæði mörkin. Fyrir leikinn hafði Robbie skorað 49 landsliðsmörk eins og Bobby Charlton fyrir Englendinga. Um leið og hann skoraði fyrra mark sitt var hann búinn að setja breskt met og hann bætti svo um betur með öðru marki.
Magnað hjá Robbie sem hefur raðað inn mörkum fyrir Íra alla tíð. Á meðfylgjandi mynd sést Robbie skora metmarkið.
Hér að neðan má sjá markahæstu Breta sem hafa leikið með Liverpool.
51 - Robbie Keane (Írland)
40 - Michael Owen (England)
30 - Kenny Dalglish (Skotland)
28 - Ian Rush (Wales)
Þeir Kenny, Ian og Robbie eiga markametin hjá sínum landsliðum. Kenny deilir reyndar skoska metinu með Denis Law. Sem fyrr segir þá á Bobby Charlton enska metið en Michael komst nærri því og hefði trúlega slegið það ef meiðsli hefðu ekki sett strik í reikninginn.
Írar unnu leikinn 0:2 og skoraði Robbie bæði mörkin. Fyrir leikinn hafði Robbie skorað 49 landsliðsmörk eins og Bobby Charlton fyrir Englendinga. Um leið og hann skoraði fyrra mark sitt var hann búinn að setja breskt met og hann bætti svo um betur með öðru marki.
Magnað hjá Robbie sem hefur raðað inn mörkum fyrir Íra alla tíð. Á meðfylgjandi mynd sést Robbie skora metmarkið.
Hér að neðan má sjá markahæstu Breta sem hafa leikið með Liverpool.
51 - Robbie Keane (Írland)
40 - Michael Owen (England)
30 - Kenny Dalglish (Skotland)
28 - Ian Rush (Wales)
Þeir Kenny, Ian og Robbie eiga markametin hjá sínum landsliðum. Kenny deilir reyndar skoska metinu með Denis Law. Sem fyrr segir þá á Bobby Charlton enska metið en Michael komst nærri því og hefði trúlega slegið það ef meiðsli hefðu ekki sett strik í reikninginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan