| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap gegn Stoke
Liverpool tapaði fyrir Stoke á Brittania leikvanginum í dag. Sigurmarkið kom úr heldur ódýrri vítaspyrnu.
Kenny Dalglish stillti upp nokkurn veginn sama liði og sigraði Bolton 3-1 í síðasta leik. Eina breytingin var að Martin Skrtel kom inn fyrir Martin Kelly sem meiddist einmitt á 30. mínútu í þeim leik. Andy Carroll var enn á bekknum, sem og nýju mennirnir Craig Bellamy og Sebastian Coates.
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og var mun betra liðið framan af. Strax á annarri mínútu átti Suarez þrumuskot yfir markið, en hann olli varnarmönnum Stoke miklum vandræðum með hraða sínum og baráttu í dag. Tveimur mínútum seinna eða svo fékk Liverpool horn frá hægri sem Charlie tók. Hornið olli usla við markið en tveir félagar Charlie náðu ekki til boltans rétt við markið.
Á 13. mínútu vildu okkar menn fá vítaspyrnu þegar boltinn fór greinilega í hönd Rory Delap innan teigs. Mark Clattenburg dómari og hans menn voru þó ekki á því og leikurinn hélt áfram.
Á 21. mínútu hikaði Clattenburg hinsvegar hvergi þegar Jonathan Walters féll í teignum eftir viðskipti við Jamie Carragher. Reyndar var ekki annað að sjá en að Walters hefði stjakað við Carragher, en fyrirliðinn greip vissulega í Walters sem lét sig falla með tilþrifum og krækti í vítaspyrnu fyrir heimamenn. Walters skoraði sjálfur úr vítinu og Stoke komið í 1-0.
Á 25. mínútu komst varnarmaður fyrir skot frá Luis eftir að markmaður Stoke missti fyrirgjöf yfir sig. Á 36. mínútu braut Matthew Etherington á Martin Skrtel í vítateig Stoke. Skrtel kom þá á fleygiferð inn í teiginn og skaut að marki eftir sendingu frá Suarez og Etherington sparkaði undan honum fótunum í skotinu. Vandamálið var bara að Skrtel tók varla eftir sparkinu og þess vegna var erfitt fyrir Clattenburg að sjá að um brot væri að ræða. Etherington lá hinsvegar óvígur eftir í dálitla stund.
Það sem eftir lifði hálfleiksins sótti Liverpool án afláts án þess að skapa ýkja hættuleg færi. Besta færið kom líklega á 42. mínútu þegar Suarez sneri sér glæsilega í teignum og skaut að marki. Skotið var því miður ekki alveg nógu fast og Begovic í marki Stoke varði örugglega.
Staðan í hálfleik á Brittania 1-0 fyrir heimamenn, þrátt fyrir að gestirnir frá Liverpool væri miklu betri á öllum sviðum fótboltans.
Seinni hálfleikur fór frekar rólega af stað. Krafturinn í okkar mönnum var ekki alveg eins mikill og í fyrri hálfleik og hreyfingin á liðinu ekki eins góð. Smám saman lagaðist það þó og sóknarþungi Liverpool jókst. Sem fyrr var ekki mikið um hrein færi, en Liverpool var miklu meira með boltann og átti margar ágætis sóknir.
Á 62. mínútu komst Jordan Henderson einn inn fyrir eftir frábæra sendingu Jose Enrique og fékk þrjú gullin tækifæri í röð til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki! Fyrst varði Begovic frá honum í tvígang og svo skaut Henderson í varnarmann! Þaðan skoppaði boltinn til Adam sem þrumaði honum í enn einn varnarmanninn. Hreint með ólíkindum að Liverpool skyldi ekki ná að skora í þessari sókn.
Á 67. mínútu komu þeir Carroll og Bellamy inn á fyrir Kuyt og Henderson. Liverpool hélt áfram að sækja og Stoke varðist á nánast öllum sínum mönnum. Á 70. mínútu átti Jose góða fyrirgjöf inn í teiginn. Downing skallaði að marki, en skallinn var of laus til að valda Begovic vandræðum. Á 82. mínútu kom Glen Johnson inn fyrir Martin Skrtel. Á 88. mínútu kom góð sending inn í teig frá Downing, en Bellamy skallaði framhjá úr ágætu færi.
Litlu síðar heimtaði Suarez vítaspyrnu eftir að hafa vippað boltanum í höndina á Matthew Upson inn í teignum. Enn var Clattenburg ekki á sama máli og okkar menn og viðskiptum Liverpool manna og dómarans enduðu með því að Suarez fékk að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk. Á 95. mínútu fékk Suarez síðan dauðafæri inn í teignum, eftir klaufaskap Begovic í marki Stoke, en Úrugvæinn renndi boltanum naumlega fram hjá opnu marki.
Niðurstaðan 1-0 tap, sem var gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir okkar menn sem voru klárlega miklu betra liðið í leiknum. Það er ekki hægt að amast við leik okkar manna í dag. Stoke liðið lá í vörn allan tímann og því miður fundust ekki margar glufur á þéttum varnarveggnum. Baráttan í Liverpool liðinu var góð og ekki hægt að saka menn um að reyna ekki sitt besta. Svona er fótboltinn einfaldlega stundum.
Liverpool: Reina, Skrtel (Johnson 82. mín.), Carragher, Agger, Enrique, Adam, Leiva, Kuyt (Carroll 67. mín.), Henderson (Bellamy 67. mín.), Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Rodriguez og Coates.
Gult spjald: Luis Suarez á 92. mínútu.
Mark Stoke: Jonathan Walters, víti, (21. mín.).
Áhorfendur á Brittania Stadium: 27.592.
Maður leiksins: Enn eina ferðina er ekki hægt að ganga fram hjá Luis Suarez. Hann var að allan tímann og skapaði alltaf usla þegar hann var í boltanum. Óheppinn að skora ekki undir lokin. Lucas Leiva og Daniel Agger áttu líka traustan leik. Þá var Craig Bellamy sprækur þegar hann kom inná.
Kenny Dalglish: Ég er auðvitað mjög vonsvikinn með úrslitin en ég get ekki verið óánægður með frammistöðu liðsins í dag. Vissulega höfum við spilað betur, en menn lögðu sig virkilega fram. Ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við vel getað skorað þrjú, fjögur mörk. Ég hef ekkert slæmt að segja um Stoke. Þeir skoruðu mark og vörðust síðan vel. Þeir voru heppnari en við í dag.
Kenny Dalglish stillti upp nokkurn veginn sama liði og sigraði Bolton 3-1 í síðasta leik. Eina breytingin var að Martin Skrtel kom inn fyrir Martin Kelly sem meiddist einmitt á 30. mínútu í þeim leik. Andy Carroll var enn á bekknum, sem og nýju mennirnir Craig Bellamy og Sebastian Coates.
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og var mun betra liðið framan af. Strax á annarri mínútu átti Suarez þrumuskot yfir markið, en hann olli varnarmönnum Stoke miklum vandræðum með hraða sínum og baráttu í dag. Tveimur mínútum seinna eða svo fékk Liverpool horn frá hægri sem Charlie tók. Hornið olli usla við markið en tveir félagar Charlie náðu ekki til boltans rétt við markið.
Á 13. mínútu vildu okkar menn fá vítaspyrnu þegar boltinn fór greinilega í hönd Rory Delap innan teigs. Mark Clattenburg dómari og hans menn voru þó ekki á því og leikurinn hélt áfram.
Á 21. mínútu hikaði Clattenburg hinsvegar hvergi þegar Jonathan Walters féll í teignum eftir viðskipti við Jamie Carragher. Reyndar var ekki annað að sjá en að Walters hefði stjakað við Carragher, en fyrirliðinn greip vissulega í Walters sem lét sig falla með tilþrifum og krækti í vítaspyrnu fyrir heimamenn. Walters skoraði sjálfur úr vítinu og Stoke komið í 1-0.
Á 25. mínútu komst varnarmaður fyrir skot frá Luis eftir að markmaður Stoke missti fyrirgjöf yfir sig. Á 36. mínútu braut Matthew Etherington á Martin Skrtel í vítateig Stoke. Skrtel kom þá á fleygiferð inn í teiginn og skaut að marki eftir sendingu frá Suarez og Etherington sparkaði undan honum fótunum í skotinu. Vandamálið var bara að Skrtel tók varla eftir sparkinu og þess vegna var erfitt fyrir Clattenburg að sjá að um brot væri að ræða. Etherington lá hinsvegar óvígur eftir í dálitla stund.
Það sem eftir lifði hálfleiksins sótti Liverpool án afláts án þess að skapa ýkja hættuleg færi. Besta færið kom líklega á 42. mínútu þegar Suarez sneri sér glæsilega í teignum og skaut að marki. Skotið var því miður ekki alveg nógu fast og Begovic í marki Stoke varði örugglega.
Staðan í hálfleik á Brittania 1-0 fyrir heimamenn, þrátt fyrir að gestirnir frá Liverpool væri miklu betri á öllum sviðum fótboltans.
Seinni hálfleikur fór frekar rólega af stað. Krafturinn í okkar mönnum var ekki alveg eins mikill og í fyrri hálfleik og hreyfingin á liðinu ekki eins góð. Smám saman lagaðist það þó og sóknarþungi Liverpool jókst. Sem fyrr var ekki mikið um hrein færi, en Liverpool var miklu meira með boltann og átti margar ágætis sóknir.
Á 62. mínútu komst Jordan Henderson einn inn fyrir eftir frábæra sendingu Jose Enrique og fékk þrjú gullin tækifæri í röð til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki! Fyrst varði Begovic frá honum í tvígang og svo skaut Henderson í varnarmann! Þaðan skoppaði boltinn til Adam sem þrumaði honum í enn einn varnarmanninn. Hreint með ólíkindum að Liverpool skyldi ekki ná að skora í þessari sókn.
Á 67. mínútu komu þeir Carroll og Bellamy inn á fyrir Kuyt og Henderson. Liverpool hélt áfram að sækja og Stoke varðist á nánast öllum sínum mönnum. Á 70. mínútu átti Jose góða fyrirgjöf inn í teiginn. Downing skallaði að marki, en skallinn var of laus til að valda Begovic vandræðum. Á 82. mínútu kom Glen Johnson inn fyrir Martin Skrtel. Á 88. mínútu kom góð sending inn í teig frá Downing, en Bellamy skallaði framhjá úr ágætu færi.
Litlu síðar heimtaði Suarez vítaspyrnu eftir að hafa vippað boltanum í höndina á Matthew Upson inn í teignum. Enn var Clattenburg ekki á sama máli og okkar menn og viðskiptum Liverpool manna og dómarans enduðu með því að Suarez fékk að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk. Á 95. mínútu fékk Suarez síðan dauðafæri inn í teignum, eftir klaufaskap Begovic í marki Stoke, en Úrugvæinn renndi boltanum naumlega fram hjá opnu marki.
Niðurstaðan 1-0 tap, sem var gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir okkar menn sem voru klárlega miklu betra liðið í leiknum. Það er ekki hægt að amast við leik okkar manna í dag. Stoke liðið lá í vörn allan tímann og því miður fundust ekki margar glufur á þéttum varnarveggnum. Baráttan í Liverpool liðinu var góð og ekki hægt að saka menn um að reyna ekki sitt besta. Svona er fótboltinn einfaldlega stundum.
Liverpool: Reina, Skrtel (Johnson 82. mín.), Carragher, Agger, Enrique, Adam, Leiva, Kuyt (Carroll 67. mín.), Henderson (Bellamy 67. mín.), Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Spearing, Rodriguez og Coates.
Gult spjald: Luis Suarez á 92. mínútu.
Mark Stoke: Jonathan Walters, víti, (21. mín.).
Áhorfendur á Brittania Stadium: 27.592.
Maður leiksins: Enn eina ferðina er ekki hægt að ganga fram hjá Luis Suarez. Hann var að allan tímann og skapaði alltaf usla þegar hann var í boltanum. Óheppinn að skora ekki undir lokin. Lucas Leiva og Daniel Agger áttu líka traustan leik. Þá var Craig Bellamy sprækur þegar hann kom inná.
Kenny Dalglish: Ég er auðvitað mjög vonsvikinn með úrslitin en ég get ekki verið óánægður með frammistöðu liðsins í dag. Vissulega höfum við spilað betur, en menn lögðu sig virkilega fram. Ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við vel getað skorað þrjú, fjögur mörk. Ég hef ekkert slæmt að segja um Stoke. Þeir skoruðu mark og vörðust síðan vel. Þeir voru heppnari en við í dag.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsta tap Liverpool í deildinni á leiktíðinni.
- Þetta var fjórði leikur Stoke og Liverpool í Úrvalsdeildinni á Brittania vellinum. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og hina tvo hefur Stoke unnið.
- Sotirios Kyrgiakos er eini Liverpool leikmaðurinn sem hefur skorað Úrvalsdeildarmark á Brittania í fjórum heimsóknum!
- Stoke hefur aðeins unnið Liverpool þrívegis í síðustu 19 heimaleikjum en samt tvisvar í röð.
- Stoke hefur aðeins tapað einum deildarleik á heimavelli á þessu ári.
- Craig Bellamy lék í fyrsta sinn með Liverpool eftir að hafa verið fjögur ár í burt með þremur félögum.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
- Þetta var fjórði leikur Stoke og Liverpool í Úrvalsdeildinni á Brittania vellinum. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og hina tvo hefur Stoke unnið.
- Sotirios Kyrgiakos er eini Liverpool leikmaðurinn sem hefur skorað Úrvalsdeildarmark á Brittania í fjórum heimsóknum!
- Stoke hefur aðeins unnið Liverpool þrívegis í síðustu 19 heimaleikjum en samt tvisvar í röð.
- Stoke hefur aðeins tapað einum deildarleik á heimavelli á þessu ári.
- Craig Bellamy lék í fyrsta sinn með Liverpool eftir að hafa verið fjögur ár í burt með þremur félögum.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan