Mark spáir í spilin
Tottenham Hotspur v Liverpool
Ég áfellist ekki Harry Redknapp fyrir að hafa stillt upp hálfgerðu varaliði gegn PAOK Saloniki í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Það lá allan tímann ljóst fyrir að hann myndi leggja meiri áherslu á leikinn á sunnudaginn.
Ef Spurs hefðu ekki unnið Wolves í síðustu viku þá væri Redknapp undir mikilli pressu. Þeir hafa farið illa af stað og engin spurning að Úrvalsdeildin hefur algjöran forgang þessa dagana.
Þar fyrir utan hafa þeir alveg efni á að tapa einum til tveimur leikjum í Evrópudeildinni, þeir ættu samt að vera nokkuð öruggir upp úr riðlinum. Það gefur þeim líka tækifæri til þess að leyfa yngri leikmönnunum að spreyta sig í alvöru leikjum.
Okkar menn voru heldur súrir eftir síðasta leik, ekki síst út í dómarann. Þeir verða að hrista vonbrigðin af sér og mæta ákveðnir til leiks.
Ég sé ekki fyrir mér að Kenny Dalglish taki allt of mikla áhættu í þessum leik. Ég held að markmiðið verði fyrst og fremst að tapa ekki leiknum.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool tapaði í fyrsta sinn á leiktíðinni í síðustu umferð.
- Liverpool náði ekki að skora í þeim leik.
- Andy Carroll hefur aðeins skorað í einum af síðustu níu deildarleikjum.
- Liverpool hefur tapað þremur síðustu deildarleikjum á White Hart Lane.
- Liverpool fer í aðra ferð sína til Lundúna á leiktíðinni. Í þeirri fyrri vann liðið Arsenal í fyrsta sinn á öldinni.
Síðast!
Liverpool lék einn besta útileik sinn á valdatíð Roy Hodgson en allt kom fyrir ekki. Martin Skrtel kom Liverpool yfir og svo fór hvert dauðafærið forgörðum áður en heimamenn sneru leiknum sér í vil. Þeir náðu svo sigurmarki á lokamínútunni eftir að Jamie Carragher fór úr axlarlið. Algjörlega grátleg úrslit. Margir töldu að Liverpool hefði aldrei misst leikinn niður hefði furstinn klárað leikinn. Kannski hefði Roy haldið starfi sínu lengur ef Jamie hefði ekki meiðst í þessum leik og misst af næstu leikjum!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni