| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jamie verður áfram í liðinu
Jamie Carragher hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í undanförnum leikjum. Kenny Dalglish segist þó enn hafa fullt traust á varafyrirliðanum.
Carragher varð illa á í messunni á lokamínútum leiksins gegn Bolton á dögunum. Mistök hans urðu til þess að Bolton náði að minnka muninn í 3-1, þannig að ekki hlaust stórkostlegur skaði af mistökunum. Í leiknum gegn Stoke um síðustu helgi kostaði vítaspyrnan sem dæmd var á Carra fyrir að rífa í Jonathan Walters hins vegar öll stigin í leiknum.
Vítaspyrnudómurinn var vissulega umdeildur en varð vatn á myllu þeirra sem hvað harðast hafa gengið fram í gagnrýni sinni á Carragher. Telja hann of seinan og hreinlega ekki nægilega öflugan til að vera í byrjunarliði Liverpool.
Kenny Dalglish virðist þó enn hafa fulla trú á sínum manni.
,,Jamie Carragher er í góðu lagi. Ég veit ekki hvað ég sagt meira um hann því ég vil ekki breyta honum á nokkurn hátt", segir Dalglish.
,,Jamie Carragher, ásamt Steven Gerrard, er í raun tákngervingur Liverpool. Allt sem klúbburinn stendur fyrir endurspeglast í þessum tveimur strákum. Í meira en áratug hafa þeir verið lykilmenn í liðinu og ég get ekki séð að það sé að breytast. Vissulega er meiri samkeppni um stöður í liðinu en oft áður og það mun enginn verða valinn í liðið vegna þess hvaða sögu hann á hjá félaginu."
,,Jamie og Steven eru topp atvinnumenn sem leggja sig alltaf 100% fram. Þeir fá enga sérmeðferð hjá félaginu eða mér og þeir myndu heldur ekki vilja það. Þeir vita það að enginn er áskrifandi að sæti í liðinu, hvað sem hann heitir eða hvað sem hann er búinn að vera hér lengi. Þeir eru einfaldlega frábærir knattspyrnumenn og afar mikilvægir félaginu á allan hátt."
Carragher varð illa á í messunni á lokamínútum leiksins gegn Bolton á dögunum. Mistök hans urðu til þess að Bolton náði að minnka muninn í 3-1, þannig að ekki hlaust stórkostlegur skaði af mistökunum. Í leiknum gegn Stoke um síðustu helgi kostaði vítaspyrnan sem dæmd var á Carra fyrir að rífa í Jonathan Walters hins vegar öll stigin í leiknum.
Vítaspyrnudómurinn var vissulega umdeildur en varð vatn á myllu þeirra sem hvað harðast hafa gengið fram í gagnrýni sinni á Carragher. Telja hann of seinan og hreinlega ekki nægilega öflugan til að vera í byrjunarliði Liverpool.
Kenny Dalglish virðist þó enn hafa fulla trú á sínum manni.
,,Jamie Carragher er í góðu lagi. Ég veit ekki hvað ég sagt meira um hann því ég vil ekki breyta honum á nokkurn hátt", segir Dalglish.
,,Jamie Carragher, ásamt Steven Gerrard, er í raun tákngervingur Liverpool. Allt sem klúbburinn stendur fyrir endurspeglast í þessum tveimur strákum. Í meira en áratug hafa þeir verið lykilmenn í liðinu og ég get ekki séð að það sé að breytast. Vissulega er meiri samkeppni um stöður í liðinu en oft áður og það mun enginn verða valinn í liðið vegna þess hvaða sögu hann á hjá félaginu."
,,Jamie og Steven eru topp atvinnumenn sem leggja sig alltaf 100% fram. Þeir fá enga sérmeðferð hjá félaginu eða mér og þeir myndu heldur ekki vilja það. Þeir vita það að enginn er áskrifandi að sæti í liðinu, hvað sem hann heitir eða hvað sem hann er búinn að vera hér lengi. Þeir eru einfaldlega frábærir knattspyrnumenn og afar mikilvægir félaginu á allan hátt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan