| Heimir Eyvindarson
Kenny Dalglish segir að hann og Harry Redknapp séu ágætir félagar. Þeir muni örugglega fá sér drykk saman eftir leikinn á morgun.
Áður en Kenny Dalglish varð goðsögn hjá Celtic og síðan Liverpool var hann til reynslu hjá West Ham. Þar kynntist hann Harry Redknapp og síðan þá hafa þeir haldið sambandi.
Dalglish segir að vinskapur þeirra hafi átt nokkurn þátt í því að Liverpool keypti Jamie Redknapp, son Harry, á sínum tíma, en Dalglish gekk frá kaupunum á Jamie frá Bournemouth mánuði áður en hann hætti sem framkvæmdastjóri Liverpool árið 1991.
,Ég hitti Harry fyrst þegar ég var til reynslu hjá West Ham. Þá var ég 15 ára og hann eitthvað aðeins eldri. Hann virðist miklu eldri núna!"
,,Harry er góður náungi og sterkur karakter. Hann hefur gert mjög góða hluti hjá Tottenham. Liðið er mun betra núna en það var áður en hann tók við því."
,,Við höfum þekkst nokkuð lengi núna. Það skemmdi ekkert fyrir að kannast aðeins við Harry þegar við gengum frá kaupunum á Jamie á sínum tíma. Ég hafði lengi haft augastað á Jamie og ári áður en hann kom til okkar komu Harry og Sandra, móðir Jamie, til Liverpool og við ræddum málin. Það varð úr að Sandra vildi ekki hleypa stráknum strax að heiman. En ári síðar var hann kominn."
,,Jamie var frábær leikmaður og mjög góð kaup fyrir félagið. Harry átti sinn þátt í því að hann endaði hér en ekki einhvers staðar annars staðar, enda ber Harry mikla virðingu fyrir Liverpool - og hefur alltaf gert."
,,Við erum ágætir félagar. Við setjumst örugglega niður og fáum okkur drykk eftir leikinn."
TIL BAKA
Við Harry erum ágætir félagar

Áður en Kenny Dalglish varð goðsögn hjá Celtic og síðan Liverpool var hann til reynslu hjá West Ham. Þar kynntist hann Harry Redknapp og síðan þá hafa þeir haldið sambandi.
Dalglish segir að vinskapur þeirra hafi átt nokkurn þátt í því að Liverpool keypti Jamie Redknapp, son Harry, á sínum tíma, en Dalglish gekk frá kaupunum á Jamie frá Bournemouth mánuði áður en hann hætti sem framkvæmdastjóri Liverpool árið 1991.
,Ég hitti Harry fyrst þegar ég var til reynslu hjá West Ham. Þá var ég 15 ára og hann eitthvað aðeins eldri. Hann virðist miklu eldri núna!"
,,Harry er góður náungi og sterkur karakter. Hann hefur gert mjög góða hluti hjá Tottenham. Liðið er mun betra núna en það var áður en hann tók við því."
,,Við höfum þekkst nokkuð lengi núna. Það skemmdi ekkert fyrir að kannast aðeins við Harry þegar við gengum frá kaupunum á Jamie á sínum tíma. Ég hafði lengi haft augastað á Jamie og ári áður en hann kom til okkar komu Harry og Sandra, móðir Jamie, til Liverpool og við ræddum málin. Það varð úr að Sandra vildi ekki hleypa stráknum strax að heiman. En ári síðar var hann kominn."
,,Jamie var frábær leikmaður og mjög góð kaup fyrir félagið. Harry átti sinn þátt í því að hann endaði hér en ekki einhvers staðar annars staðar, enda ber Harry mikla virðingu fyrir Liverpool - og hefur alltaf gert."
,,Við erum ágætir félagar. Við setjumst örugglega niður og fáum okkur drykk eftir leikinn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan