| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Stórtap gegn Tottenham
Liverpool steinlá á White Hart Lane í dag. Tottenham sigraði 4-0 í leik þar sem okkar menn sáu aldrei til sólar.
Kenny Dalglish gerði aðeins eina breytingu á liði sínu frá tapleiknum fyrir Stoke um liðna helgi. Andy Carroll kom inn í liðið fyrir Dirk Kuyt.
Strax á fyrstu mínútu var ljóst að leikmenn Tottenham voru harðákveðnir í að fá eitthvað út úr leiknum og okkar menn voru eiginlega í eltingaleik allan tímann.
Á 3. mínútu fékk Adebayor dauðafæri, en náði sem betur fer ekki að nýta það. En einungis þremur mínútum síðar lá boltinn í neti Liverpool manna, en þá átti Luka Modric þrumuskot fyrir utan teig sem hafnaði í skeytunum, óverjandi fyrir Pepe Reina.
Staðan orðin 1-0 á White Hart Lane og ljóst að leikurinn yrði gestunum frá Liverpool ansi erfiður.
Til að bæta gráu ofan á svart fór Daniel Agger að kenna sér meins skömmu eftir markið. Hann hékk að vísu inn á í rúmar fimmtán mínútur, en svo fór að honum var skipt út af á 26. minútu. Í stað Aggers kom hinn ungi Sebastian Coates inn á og lék þar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Á 12. mínútu fékk Charlie Adam gult spjald fyrir litlar sem engar sakir. Það átti eftir að reynast dýrt. Næstu mínúturnar héldu Tottenham menn áfram að sækja hratt á okkar menn og sköpuðu oft mikinn usla í vörn Liverpool. Sérstaklega var Skrtel í vandræðum með Bale á kantinum. Gleymdi honum hreinlega stundum, sem kann ekki góðri lukku að stýra.
Á 19. mínútu kom fyrsta færi Liverpool í leiknum, en þá skoraði Suarez mark sem dómari leiksins, sundboltamaðurinn Mike Jones, dæmdi að því er virtist réttilega af vegna rangstöðu.
Á 28. mínútu fékk Charlie Adam sitt annað gula spjald og þar með rautt! Liverpool orðið manni færri eftir 26. mínútur og marki undir. Á 36. mínútu fékk Skrtel gult spjald eftir viðskipti við Gareth Bale og þremur mínútum síðar var Coates kannski heppinn að fá einungis að líta gult spjald þegar hann tók Adebayor niður. Að vísu voru tveir Liverpool menn alveg við þá félaga þannig að það hefði verið harður dómur að reka Coates út af, en Mike Jones hefur örugglega hugleitt það - miðað við framgöngu sína í leiknum.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var það sama uppi á teningnum. Tottenham spilaði boltanum hratt sín á milli og okkar menn eltu. Gestirnir frá Liverpool hafa því sjálfsagt verið fegnir að komast til búningsherbergjanna í leikhléi. Staðan 1-0 í hálfleik á White Hart Lane og Tottenham mun betra liðið á vellinum.
Leikmenn Liverpool komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Allt annað var að sjá til liðsins og greinilegt að Dalglish hafði stappað stálinu rækilega í mannskapinn í hléinu.
Mestu munaði um að miðjumenn Liverpool voru ákveðnari og náðu að loka sendingaleiðum Tottenham betur. Ákveðið jafnvægi komst á leikinn og þótt okkar menn væru kannski ekki í blússandi sókn þá voru þeir allt eins líklegir til þess að jafna leikinn eins og heimamenn að auka forskot sitt.
En á 63. mínútu vísaði Mike Jones Martin Skrtel af velli, en þá fékk Slóvakinn sitt annað gula spjald eftir brot á Gareth Bale. Rétt eins og í tilviki Charlie Adam var kannski ekki mikið hægt að segja við dómnum, en hann var óneitanlega ansi harður. Liverpool menn einungis 9 inn á vellinum og útlitið á White Hart Lane orðið æði dökkt.
Það liðu enda ekki nema þrjár mínútur þar til Jermaine Defoe veitti gestunum náðarhöggið, en þá komst hann inn fyrir vörn Liverpool, sneri Enrique, sem hafði hlaupið hann uppi, af sér og smellti boltanum í hornið fram hjá Reina. Staðan 2-0 eftir 66 mínútur.
Ef einhver von var enn í brjóstum leikmanna og stuðningsmanna Liverpool eftir þessi ósköp hvarf hún endanlega tveimur mínútum síðar þegar Adebayor skoraði þriðja mark Tottenham, eftir sjaldséð mistök Pepe Reina. Defoe skaut að marki og Reina missti boltann klaufalega frá sér. Adebayor var mættur og kláraði færið snyrtilega. Staðan orðin 3-0 og leikurinn tapaður.
Á 70. mínútu játaði Dalglish sig sigraðan og tók Suarez og Downing, sem höfðu verið einna sprækastur í Liverpool liðinu, út af. Í stað þeirra komu Craig Bellamy og Jay Spearing inn á.
Það sem eftir lifði leiks héldu heimamenn áfram að senda boltann sín á milli, að vísu ekki alveg eins hratt og áður, og okkar menn eltu. Í uppbótartíma skoraði Adebayor síðan annað mark sitt og fjórða mark Tottenham. Niðurstaðan 4-0 tap á White Hart Lane.
Leikmenn Liverpool réðu engan veginn við Tottenham í dag. Ekki með fullskipuðu liði og hvað þá eftir að Mike Jones fór að henda okkar mönnum út af. Charlie Adam og Martin Skrtel taka út bann í leiknum gegn Brighton í deildabikarnum á miðvikudaginn og verða því tiltækir um næstu helgi þegar Liverpool mætir Wolves. Vonandi verða okkar menn sprækari þá en í dag.
Vissulega var Mike Jones ekki beint á bandi okkar manna í dag, en það breytir því ekki að Liverpool var verra liðið allan tímann. Í Sunnudagsmessunni í dag kom fram að Tottenham hefði fengið dæmdar á sig 10 aukaspyrnur í leiknum og uppskorið eitt gult spjald. Liverpool fékk hinsvegar dæmdar á sig 9 aukaspyrnur og uppskar sex gul spjöld. Það verður að teljast athyglisverð tölfræði, ef satt er.
Liverpool: Reina, Skrtel, Carragher, Agger (Coates 26. mín.), Enrique, Adam, Leiva, Henderson , Downing (Spearing 70. mín.), Suarez (Bellamy 70. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Robinson og Kuyt.
Gul spjöld: Charlie Adam (2), Martin Skrtel (2), Sebastian Coates, Luis Suarez.
Rauð spjöld: Charlie Adam og Martin Skrtel.
Mörk Tottenham: Luka Modric, Jermaine Defoe og Emanuel Adebayor (2).
Áhorfendur á White Hart Lane: 36.592.
Maður leiksins: Það var varla hægt að útnefna mann leiksins eftir frammistöðu okkar manna í dag. Luis Suarez var þó manna sprækastur að venju og eini maðurinn sem olli leikmönnum Tottenham einhverju hugarangri.
Kenny Dalglish: Við byrjuðum illa í dag og það varð okkur fyrst og fremst að falli. Við vorum ekki tilbúnir í leikinn af einhverjum ástæðum. Síðan meiddist Daniel og það gerði okkur enn erfiðara fyrir. Ég vil ekki tjá mig um brottvísanirnar að svo stöddu. Ég ætla ekki að fara að gera lítið úr frammistöðu Tottenham í dag með því að reyna að skella skuldinni á dómarann. En við munum setjast niður á þriðjudaginn og reyna að átta okkur á því hversvegna við vorum svona lélegir í dag.
Kenny Dalglish gerði aðeins eina breytingu á liði sínu frá tapleiknum fyrir Stoke um liðna helgi. Andy Carroll kom inn í liðið fyrir Dirk Kuyt.
Strax á fyrstu mínútu var ljóst að leikmenn Tottenham voru harðákveðnir í að fá eitthvað út úr leiknum og okkar menn voru eiginlega í eltingaleik allan tímann.
Á 3. mínútu fékk Adebayor dauðafæri, en náði sem betur fer ekki að nýta það. En einungis þremur mínútum síðar lá boltinn í neti Liverpool manna, en þá átti Luka Modric þrumuskot fyrir utan teig sem hafnaði í skeytunum, óverjandi fyrir Pepe Reina.
Staðan orðin 1-0 á White Hart Lane og ljóst að leikurinn yrði gestunum frá Liverpool ansi erfiður.
Til að bæta gráu ofan á svart fór Daniel Agger að kenna sér meins skömmu eftir markið. Hann hékk að vísu inn á í rúmar fimmtán mínútur, en svo fór að honum var skipt út af á 26. minútu. Í stað Aggers kom hinn ungi Sebastian Coates inn á og lék þar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Á 12. mínútu fékk Charlie Adam gult spjald fyrir litlar sem engar sakir. Það átti eftir að reynast dýrt. Næstu mínúturnar héldu Tottenham menn áfram að sækja hratt á okkar menn og sköpuðu oft mikinn usla í vörn Liverpool. Sérstaklega var Skrtel í vandræðum með Bale á kantinum. Gleymdi honum hreinlega stundum, sem kann ekki góðri lukku að stýra.
Á 19. mínútu kom fyrsta færi Liverpool í leiknum, en þá skoraði Suarez mark sem dómari leiksins, sundboltamaðurinn Mike Jones, dæmdi að því er virtist réttilega af vegna rangstöðu.
Á 28. mínútu fékk Charlie Adam sitt annað gula spjald og þar með rautt! Liverpool orðið manni færri eftir 26. mínútur og marki undir. Á 36. mínútu fékk Skrtel gult spjald eftir viðskipti við Gareth Bale og þremur mínútum síðar var Coates kannski heppinn að fá einungis að líta gult spjald þegar hann tók Adebayor niður. Að vísu voru tveir Liverpool menn alveg við þá félaga þannig að það hefði verið harður dómur að reka Coates út af, en Mike Jones hefur örugglega hugleitt það - miðað við framgöngu sína í leiknum.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var það sama uppi á teningnum. Tottenham spilaði boltanum hratt sín á milli og okkar menn eltu. Gestirnir frá Liverpool hafa því sjálfsagt verið fegnir að komast til búningsherbergjanna í leikhléi. Staðan 1-0 í hálfleik á White Hart Lane og Tottenham mun betra liðið á vellinum.
Leikmenn Liverpool komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Allt annað var að sjá til liðsins og greinilegt að Dalglish hafði stappað stálinu rækilega í mannskapinn í hléinu.
Mestu munaði um að miðjumenn Liverpool voru ákveðnari og náðu að loka sendingaleiðum Tottenham betur. Ákveðið jafnvægi komst á leikinn og þótt okkar menn væru kannski ekki í blússandi sókn þá voru þeir allt eins líklegir til þess að jafna leikinn eins og heimamenn að auka forskot sitt.
En á 63. mínútu vísaði Mike Jones Martin Skrtel af velli, en þá fékk Slóvakinn sitt annað gula spjald eftir brot á Gareth Bale. Rétt eins og í tilviki Charlie Adam var kannski ekki mikið hægt að segja við dómnum, en hann var óneitanlega ansi harður. Liverpool menn einungis 9 inn á vellinum og útlitið á White Hart Lane orðið æði dökkt.
Það liðu enda ekki nema þrjár mínútur þar til Jermaine Defoe veitti gestunum náðarhöggið, en þá komst hann inn fyrir vörn Liverpool, sneri Enrique, sem hafði hlaupið hann uppi, af sér og smellti boltanum í hornið fram hjá Reina. Staðan 2-0 eftir 66 mínútur.
Ef einhver von var enn í brjóstum leikmanna og stuðningsmanna Liverpool eftir þessi ósköp hvarf hún endanlega tveimur mínútum síðar þegar Adebayor skoraði þriðja mark Tottenham, eftir sjaldséð mistök Pepe Reina. Defoe skaut að marki og Reina missti boltann klaufalega frá sér. Adebayor var mættur og kláraði færið snyrtilega. Staðan orðin 3-0 og leikurinn tapaður.
Á 70. mínútu játaði Dalglish sig sigraðan og tók Suarez og Downing, sem höfðu verið einna sprækastur í Liverpool liðinu, út af. Í stað þeirra komu Craig Bellamy og Jay Spearing inn á.
Það sem eftir lifði leiks héldu heimamenn áfram að senda boltann sín á milli, að vísu ekki alveg eins hratt og áður, og okkar menn eltu. Í uppbótartíma skoraði Adebayor síðan annað mark sitt og fjórða mark Tottenham. Niðurstaðan 4-0 tap á White Hart Lane.
Leikmenn Liverpool réðu engan veginn við Tottenham í dag. Ekki með fullskipuðu liði og hvað þá eftir að Mike Jones fór að henda okkar mönnum út af. Charlie Adam og Martin Skrtel taka út bann í leiknum gegn Brighton í deildabikarnum á miðvikudaginn og verða því tiltækir um næstu helgi þegar Liverpool mætir Wolves. Vonandi verða okkar menn sprækari þá en í dag.
Vissulega var Mike Jones ekki beint á bandi okkar manna í dag, en það breytir því ekki að Liverpool var verra liðið allan tímann. Í Sunnudagsmessunni í dag kom fram að Tottenham hefði fengið dæmdar á sig 10 aukaspyrnur í leiknum og uppskorið eitt gult spjald. Liverpool fékk hinsvegar dæmdar á sig 9 aukaspyrnur og uppskar sex gul spjöld. Það verður að teljast athyglisverð tölfræði, ef satt er.
Liverpool: Reina, Skrtel, Carragher, Agger (Coates 26. mín.), Enrique, Adam, Leiva, Henderson , Downing (Spearing 70. mín.), Suarez (Bellamy 70. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Robinson og Kuyt.
Gul spjöld: Charlie Adam (2), Martin Skrtel (2), Sebastian Coates, Luis Suarez.
Rauð spjöld: Charlie Adam og Martin Skrtel.
Mörk Tottenham: Luka Modric, Jermaine Defoe og Emanuel Adebayor (2).
Áhorfendur á White Hart Lane: 36.592.
Maður leiksins: Það var varla hægt að útnefna mann leiksins eftir frammistöðu okkar manna í dag. Luis Suarez var þó manna sprækastur að venju og eini maðurinn sem olli leikmönnum Tottenham einhverju hugarangri.
Kenny Dalglish: Við byrjuðum illa í dag og það varð okkur fyrst og fremst að falli. Við vorum ekki tilbúnir í leikinn af einhverjum ástæðum. Síðan meiddist Daniel og það gerði okkur enn erfiðara fyrir. Ég vil ekki tjá mig um brottvísanirnar að svo stöddu. Ég ætla ekki að fara að gera lítið úr frammistöðu Tottenham í dag með því að reyna að skella skuldinni á dómarann. En við munum setjast niður á þriðjudaginn og reyna að átta okkur á því hversvegna við vorum svona lélegir í dag.
Fróðleikur
- Þetta var fimmta tap Liverpool í röð á White Hart Lane.
- Þetta er stærsta tap Liverpool síðan 2003. Þá tapaði liðið með sömu tölu fyrir Manchester United á Old Trafford.
- Fara verður allt aftur til ársins 1963 til að finna stærra tap fyrir Tottenham í sögubókum Liverpool. Þá fór viðureign liðanna 7-2 fyrir Tottenham.
- Þetta er stærsta tap sem Kenny Dalglish hefur mátt þola í 336 leikjum sem framkvæmdastjóri Liverpool.
- White Hart Lane er líklega ekki í uppáhaldi hjá Martin Skrtel. Núna var hann rekinn af velli og á síðustu leiktíð skoraði hann sjálfsmark.
- Sebastian Coates lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
Hér má lesa viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
- Þetta er stærsta tap Liverpool síðan 2003. Þá tapaði liðið með sömu tölu fyrir Manchester United á Old Trafford.
- Fara verður allt aftur til ársins 1963 til að finna stærra tap fyrir Tottenham í sögubókum Liverpool. Þá fór viðureign liðanna 7-2 fyrir Tottenham.
- Þetta er stærsta tap sem Kenny Dalglish hefur mátt þola í 336 leikjum sem framkvæmdastjóri Liverpool.
- White Hart Lane er líklega ekki í uppáhaldi hjá Martin Skrtel. Núna var hann rekinn af velli og á síðustu leiktíð skoraði hann sjálfsmark.
- Sebastian Coates lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
Hér má lesa viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan