| Sf. Gutt
Það er alltaf sama sagan með Daniel Agger þegar meiðsli eru annars vegar. Hann er nú úr leik í bili eftir að hafa farið af velli eftir um hálftíma gegn Tottenham á sunnudaginn.
Nú er komið í ljós að hann er brákaður á síðu. Ekki brotnuðu rif en það er ljóst hann verður ekki með í næsta leik, gegn Brighton, og varla verður hann leikfær á laugardaginn á móti Wolves. Ekki er ólíklegt að Sebastian Coates, sem leysti Daniel af á sunnudaginn, spili á móti Brighton því Martin Skrtel er auðvitað í leikbanni í þeim leik.
Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir Danann sem hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíðar. Hann var einmitt rétt á dögunum að ræða um hversu vel hann kæmi til leiks eftir að hafa náð að æfa allt undirbúningstímabilið og vera laus við meiðsli.
TIL BAKA
Daniel enn meiddur

Nú er komið í ljós að hann er brákaður á síðu. Ekki brotnuðu rif en það er ljóst hann verður ekki með í næsta leik, gegn Brighton, og varla verður hann leikfær á laugardaginn á móti Wolves. Ekki er ólíklegt að Sebastian Coates, sem leysti Daniel af á sunnudaginn, spili á móti Brighton því Martin Skrtel er auðvitað í leikbanni í þeim leik.
Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir Danann sem hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíðar. Hann var einmitt rétt á dögunum að ræða um hversu vel hann kæmi til leiks eftir að hafa náð að æfa allt undirbúningstímabilið og vera laus við meiðsli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan