Mark spáir í spilin
Það má því reikna með stórsókn Rauðliða frá upphafi til enda og vonandi verður góður árangur af henni. Ekki er gott að segja hvort Steven Gerrard verður þátttakandi í stórsókninni, ef af henni verður, en það er á hreinu að hann getur ekki beðið eftir að spila eftir að hann komst á bragðið núna í vikunni. Fyrirliðinn er tilbúinn og vonandi kemur ekkert bakslag í bata hans. Það gæti skipt miklu að Steven komist í gott lag því hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi og það eru ekki margir leikmenn í heiminum sem geta það!
Liverpool v Wolverhampton Wanderes
Eftir magnaða byrjun á leiktíðinni hefur dregið snögglega af Wolves. Þeir unnu á Anfield í fyrra og Liverpool á því harma að hefna. Þeir Craig Bellamy og Luis Suarez voru mjög snarpir gegn Brighton í vikunni. Ég veit þó ekki hvort Craig getur spilað þegar svona stutt er á milli leikja.
Spá: 2:0.
Til minnis!
- Liverpool hefur tapað tveimur síðustu deildarleikjum sínum.
- Liverpool skoraði ekki í þessum tveimur leikjum.
- Andy Carroll hefur aðeins skorað í einum af síðustu tíu deildarleikjum.
- Liverpool tapaði fyrir Úlfunum á heimavelli á síðustu leiktíð.
- Liverpool vann þó seinni leikinn og var það fyrsti sigurinn eftir endurkomu Kenny Dalglish.
- Craig Bellamy skoraði fyrsta mark sitt eftir endurkomuna gegn Brighton.
- Síðast skoraði hann fyrir Liverpool á útmánuðum 2007.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Síðast!
Síðasti leikur ásins varð einn sá ömurlegasti. Leikmenn Liverpool mættu úthvíldir til leiks enda hafði næstu tveimur leikjum á undan verið frestað. Það var samt eins og leikmennirnir væru uppgefnir og Úlfarnir, sem voru á botninum fyrir leikinn, sóttu 0:1 sigur af mikilli grimmd. Kóngurinn var ákallaður og Roy Hodgson fékk að heyra það frá áhorfendum í Musterinu. Hann átti tvo leiki eftir á stjórnartíð sinni!
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum