| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Með Carroll á heilanum!
Kenny Dalglish svaraði gagnrýnendum Andy Carroll fullum hálsi í viðtali við Daily Mirror í gær. Hann segist ætlast til þess sama af öllum leikmönnum, hvað sem þeir hafi kostað.
Andy Carroll hefur verið gagnrýndur mikið að undanförnu, sérstaklega í ensku pressunni. Ýmsir spekingar hafa velt því fyrir sér hvort hann muni nokkurn tíma standa undir 35 milljóna punda verðmiðanum sem hann mun bera á bakinu alla sína tíð hjá Liverpool.
Carroll hefur gengið illa að skora og gagnrýnendur hafa verið iðnir við að benda á að það sé einmitt hlutverk hans í liðinu.
Kenny Dalglish virðist greinilega nóg um kvakið í gagnrýnendum Carroll og ver sinn mann af krafti í téðu viðtali.
,,Carroll er ungur og við gerðum góð kaup þegar við náðum í hann. Hann á eftir að vera hér í mörg, mörg ár og gera góða hluti. Hann veit að við stöndum með honum og það er mikilvægt."
,,Það hefur margoft komið fram að við lítum til framtíðar með Andy. Hann er mjög ungur og á eftir að reynast okkur vel. Við förum ekkert á taugum þótt mörkin komi ekki á færibandi strax. Við lítum líka alltaf á liðið sem heild, en erum ekki að velta okkur upp úr einstaka leikmönnum."
,,Ég skil reyndar ekki af hverju menn eru svona uppteknir af Andy Carroll. Það er eins og sumir séu með hann á heilanum! Það eru aðrir leikmenn sem komast ekki í liðið og hefur gengið upp og ofan. Það er enginn að spá í þá, er það?"
,,Síðan koma menn fram og gagnrýna lífsstíl Andy Carroll, rétt eins og þeir þekki hann. Hvaða lífsstíl? Ég held að menn viti hreinlega ekkert hvað þeir eru að tala um stundum."
,,Hér fá allir sömu meðferð hvort sem þeir kosta mikið eða lítið. Ef ég fengi leikmann til mín á frjálsri sölu, ætti ég þá ekki að ætlast til neins af honum? Ætti ég ekki að láta hann spila af því að ég borgaði ekkert fyrir hann? Verðið skiptir engu máli."
,,Síðan leyfa menn sér að segja að aðdáendur Liverpool séu farnir að snúa við honum bakinu. Hvaðan fá menn þær upplýsingar? Ég get ekki betur séð en að stuðningsmenn Liverpool standi við bakið á Andy, eins og öllum öðrum leikmönnum. Þeir muna eftir mörkunum sem hann hefur skorað fyrir félagið og þeir munu styðja hann til þess að skora fleiri."
,,Ég get allavega sagt ykkur það að stuðningsmenn Liverpool eru Andy talsvert meiri stuðningur en þið sem gerið varla annað en að skrifa eitthvað neikvætt um hann. Andy veit að hann á stuðning vísan hjá aðdáendum Liverpool og það er honum mikils virði. Og okkur."
,,Ég velti mér ekki upp úr einstaka leikmönnum. Við erum með sterkan og breiðan hóp. Liðinu er breytt milli leikja. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Breytingarnar sem við gerum eru gerðar með hag félagsins fyrir brjósti. Ekki bara breytinganna vegna. Þannig verður það áfram."
Andy Carroll hefur verið gagnrýndur mikið að undanförnu, sérstaklega í ensku pressunni. Ýmsir spekingar hafa velt því fyrir sér hvort hann muni nokkurn tíma standa undir 35 milljóna punda verðmiðanum sem hann mun bera á bakinu alla sína tíð hjá Liverpool.
Carroll hefur gengið illa að skora og gagnrýnendur hafa verið iðnir við að benda á að það sé einmitt hlutverk hans í liðinu.
Kenny Dalglish virðist greinilega nóg um kvakið í gagnrýnendum Carroll og ver sinn mann af krafti í téðu viðtali.
,,Carroll er ungur og við gerðum góð kaup þegar við náðum í hann. Hann á eftir að vera hér í mörg, mörg ár og gera góða hluti. Hann veit að við stöndum með honum og það er mikilvægt."
,,Það hefur margoft komið fram að við lítum til framtíðar með Andy. Hann er mjög ungur og á eftir að reynast okkur vel. Við förum ekkert á taugum þótt mörkin komi ekki á færibandi strax. Við lítum líka alltaf á liðið sem heild, en erum ekki að velta okkur upp úr einstaka leikmönnum."
,,Ég skil reyndar ekki af hverju menn eru svona uppteknir af Andy Carroll. Það er eins og sumir séu með hann á heilanum! Það eru aðrir leikmenn sem komast ekki í liðið og hefur gengið upp og ofan. Það er enginn að spá í þá, er það?"
,,Síðan koma menn fram og gagnrýna lífsstíl Andy Carroll, rétt eins og þeir þekki hann. Hvaða lífsstíl? Ég held að menn viti hreinlega ekkert hvað þeir eru að tala um stundum."
,,Hér fá allir sömu meðferð hvort sem þeir kosta mikið eða lítið. Ef ég fengi leikmann til mín á frjálsri sölu, ætti ég þá ekki að ætlast til neins af honum? Ætti ég ekki að láta hann spila af því að ég borgaði ekkert fyrir hann? Verðið skiptir engu máli."
,,Síðan leyfa menn sér að segja að aðdáendur Liverpool séu farnir að snúa við honum bakinu. Hvaðan fá menn þær upplýsingar? Ég get ekki betur séð en að stuðningsmenn Liverpool standi við bakið á Andy, eins og öllum öðrum leikmönnum. Þeir muna eftir mörkunum sem hann hefur skorað fyrir félagið og þeir munu styðja hann til þess að skora fleiri."
,,Ég get allavega sagt ykkur það að stuðningsmenn Liverpool eru Andy talsvert meiri stuðningur en þið sem gerið varla annað en að skrifa eitthvað neikvætt um hann. Andy veit að hann á stuðning vísan hjá aðdáendum Liverpool og það er honum mikils virði. Og okkur."
,,Ég velti mér ekki upp úr einstaka leikmönnum. Við erum með sterkan og breiðan hóp. Liðinu er breytt milli leikja. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Breytingarnar sem við gerum eru gerðar með hag félagsins fyrir brjósti. Ekki bara breytinganna vegna. Þannig verður það áfram."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan