| Sf. Gutt
TIL BAKA
Seiglusigur á Wolves
Liverpool vann góðan 2:1 sigur á Wolves í dag á Anfield Road. Sigurinn var naumur í tölum en hefði átt að vera stærri miðað við gang leiksins. Það mátti þó ekkert út af bera en sigurinn var mikilvægur eftir tvö deildartöp í röð.
Flestir áttu von á því að Craig Bellamy og Dirk Kuyt, sem skoruðu í sigurleiknum á móti Brighton myndu hefja leikinn en Kenny Dalglish valdi sama byrjunarlið og steinlá gegn Tottenham utan hvað Martin Kelly kom inn í stað Daniel Agger.
Trúlega áttu margir von á stórskotahríð Liverpool frá upphafi en það voru Úlfarnir sem byrjuðu betur og leikmenn Liverpool komust varla fram fyrir miðju fyrstu fimm mínúturnar. Varla höfðu Kóngsmenn átt almennilega sókn þegar þeir skoruðu eða Úlfarnir öllu heldur. Á 11. mínútu kom Charlie Adam sér í skotstöðu utan við vítateiginn og hleypti af. Á miðjum vítateig rak Roger Johnson fyrirliði Úlfa höfuðið í boltann sem steinlá í markinu. Heppnismark því skot Skotans stefndi framhjá en leikmenn Rauðliðar kvörtuðu ekki. Úlfar kvörtuðu á hinn bóginn því þeir töldu að Andy Carroll hefði brotið á Roger rétt áður en Charlie skaut. Mótmæli dugðu ekkert frekar en fyrri daginn í þessari íþrótt.
Þremur mínútum seinna tók Stewart Downing horn frá vinstri. Boltinn rataði beint á höfuðið á Andy sem fékk frían skalla en skallinn fór beint á Wayne Hennessey sem varði léttilega. Á 22. mínútu gerði Andy vel þegar hann sendi góða sendingu þvert fyrir markteiginn en Luis Suarez náði ekki til boltans en það hefði þýtt mark. Luis var látlaus ógn við gestina og það hlaut eiginlega að enda með því að hann skoraði.
Það gerðist á 38. mínútu. Jose Enrique sendi þá frábæra sendingu fram vinstri kantinn. Luis fékk boltann og skaust inn í vítateignn þar sem hann ruglaði Christophe Berra algjörlega í rýminu með því að leika tvívdegis á hann áður en hann skoraði neðst í nærhornið. Frábært mark hjá Luis sem fagnaði innilega. Liverpool virtist hafa leikinn í öruggum höndum þegar kom að leikhléi.
Wolves hóf síðari hálfleikinn vel eins og leikinn sjálfan og eftir fjórar mínútur náðu þeir að minnka muninn. Upphafið að markinu fólst í því að þeir Jose Reina og Martin Skrtel fóru báðir í fyrirgjöf. Hvorugur náði boltanum, sem barst út til vinstri þar sem Stephen Hunt kom honum fyrir á varamanninn Steven Fletcher og hann þrumaði honum upp undir þverslána rétt utan markteigs.
Rétt á eftir munaði engu að Liverpool myndi auka forystuna á nýjan leik. Andy stökk upp með Wayne í markinu þegar fyrirgjöf kom inn á teiginn. Wayne náði ekki til boltans sem hrökk til Luis. Hann var snöggur að ná skoti en Wayne var ekki síður snöggur og varði hetjulega. Á 52. mínútu skall hurð aftur nærri hælum við mark Wolves. Jose sendi fyrir beint á höfuðið á Andy en góður skalli hans fór í stöng. Aftur leið smá stund fram að næsta færi. Liverpool náði þá fallegri skyndi sókn. Boltinn gekk manna á milli þar sem Charlie lagði hann til vinstri á Stewart Downing. Hann komst einn inn á vítateig en Wayne varði meistaralega í horn. Stewart hefði getað gefið á þrjá félaga sína en hann átti fullan rétt á að skjóta sjálfur.
Liverpool hefði þegar hér var komið við sögu átt að hafa gert út um leikinn en fyrst svo var ekki þá eygðu gestirnir von, börðust af grimmd og gerðu nokkrum sinnum harðar atlögur að marki gestgja sinna. Þeir náði þó ekki að skapa sér nein opin færi en það reyndi verulega á vörn Liverpool. Jose Reina þurfti þó ekki að verja neitt af ráði og allt slapp til. Hinu megin var Lucas Leiva mjög nærri því að skora en langskot hans var varið í horn þó ekki væri dæmt horn!
Þegar níu mínútur voru eftir kom Steven Gerrard til leiks. Hann var nokkrum sinnum búinn að hita upp og var nærveru hans vel fagnað í hvert skipti. Luis vék af velli en var alls ekki kátur með að fá ekki að klára leikinn. Steven var vel fagnað þegar hann kom inn á og hann átti nokkra góða spretti. Þegar fjórar mínútur voru eftir náði hann boltanum rétt utan vítateigs en fast skot hans fór rétt yfir.
Á allra síðustu mínútunni fékk Andy boltann inni í vítateig frá Steven og þvældist með hann fram og aftur án þess að ná skoti. Það hefði verið gott fyrir risann, sem átti fínan leik, að skora en það tókst ekki í dag. Sigrinum var þó siglt í höfn af seiglu og hann hefði átt að vera stærri þótt hann væri naumur í tölum.
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique; Henderson (Kuyt 71. mín.), Leiva, Adam, Downing; Carroll og Suarez (Gerrard 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Spearing, Flanagan og Bellamy.
Mörk Liverpool: Roger Johnson, sm, (11. mín.) og Luis Suarez (38. mín).
Gul spjöld: Lucas Leiva, Andy Carroll og Martin Kelly.
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Edwards (Fletcher 45. mín.), Stearman (Doherty 45. mín.), Henry, Ward, Hunt (Guedioura 80. mín.), Johnson, Berra, Jarvis, O´Hara og Doyle. Ónotaðir varamenn: Elokobi, Hammill, Milijas og De Vries.
Mark Wolves: Steven Fletcher (49. mín.).
Gul spjöld: Jamie O´Hara, Karl Henry, Stephen Ward og Stephen Hunt.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.922.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur var Úrúgvæinn atkvæðamikill. Markið hans var frábært og hann var ekki fjarri því að skora fleiri en það eina sem tryggði sigurinn.
Kenny Dalglish: Ég held að við höfum verðskuldað að fá stigin þrjú þótt við höfum átt erfitt uppdráttar á köflum. Þeir sóttu stundum að okkur í fyrri hálfleiknum en við komumst í 2:0. Þeir skoruðu svo snemma í síðari hálfleik og fengu meðbyr. Heppnin var kannski með okkur þegar við skoruðum fyrsta markið en við verðskulduðum smá heppni því við höfum ekki haft hana með okkur upp á síðkastið.
Fróðleikur.
- Liverpool vann eftir tvö deildartöp í röð.
- Bæði lið voru búin að tapa tveimur deildarleikjum fyrir þennan leik.
- Roger Johnson skoraði sjálfsmark og var það annað sjálfsmark Liverpool á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði í fjórða sinn á keppnistímabilinu.
- Hann er markahæstur leikmanna Liverpool en næst koma leikmenn andstæðinga Liverpool með tvö mörk!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalgish sem tekið var eftir leikinn.
Flestir áttu von á því að Craig Bellamy og Dirk Kuyt, sem skoruðu í sigurleiknum á móti Brighton myndu hefja leikinn en Kenny Dalglish valdi sama byrjunarlið og steinlá gegn Tottenham utan hvað Martin Kelly kom inn í stað Daniel Agger.
Trúlega áttu margir von á stórskotahríð Liverpool frá upphafi en það voru Úlfarnir sem byrjuðu betur og leikmenn Liverpool komust varla fram fyrir miðju fyrstu fimm mínúturnar. Varla höfðu Kóngsmenn átt almennilega sókn þegar þeir skoruðu eða Úlfarnir öllu heldur. Á 11. mínútu kom Charlie Adam sér í skotstöðu utan við vítateiginn og hleypti af. Á miðjum vítateig rak Roger Johnson fyrirliði Úlfa höfuðið í boltann sem steinlá í markinu. Heppnismark því skot Skotans stefndi framhjá en leikmenn Rauðliðar kvörtuðu ekki. Úlfar kvörtuðu á hinn bóginn því þeir töldu að Andy Carroll hefði brotið á Roger rétt áður en Charlie skaut. Mótmæli dugðu ekkert frekar en fyrri daginn í þessari íþrótt.
Þremur mínútum seinna tók Stewart Downing horn frá vinstri. Boltinn rataði beint á höfuðið á Andy sem fékk frían skalla en skallinn fór beint á Wayne Hennessey sem varði léttilega. Á 22. mínútu gerði Andy vel þegar hann sendi góða sendingu þvert fyrir markteiginn en Luis Suarez náði ekki til boltans en það hefði þýtt mark. Luis var látlaus ógn við gestina og það hlaut eiginlega að enda með því að hann skoraði.
Það gerðist á 38. mínútu. Jose Enrique sendi þá frábæra sendingu fram vinstri kantinn. Luis fékk boltann og skaust inn í vítateignn þar sem hann ruglaði Christophe Berra algjörlega í rýminu með því að leika tvívdegis á hann áður en hann skoraði neðst í nærhornið. Frábært mark hjá Luis sem fagnaði innilega. Liverpool virtist hafa leikinn í öruggum höndum þegar kom að leikhléi.
Wolves hóf síðari hálfleikinn vel eins og leikinn sjálfan og eftir fjórar mínútur náðu þeir að minnka muninn. Upphafið að markinu fólst í því að þeir Jose Reina og Martin Skrtel fóru báðir í fyrirgjöf. Hvorugur náði boltanum, sem barst út til vinstri þar sem Stephen Hunt kom honum fyrir á varamanninn Steven Fletcher og hann þrumaði honum upp undir þverslána rétt utan markteigs.
Rétt á eftir munaði engu að Liverpool myndi auka forystuna á nýjan leik. Andy stökk upp með Wayne í markinu þegar fyrirgjöf kom inn á teiginn. Wayne náði ekki til boltans sem hrökk til Luis. Hann var snöggur að ná skoti en Wayne var ekki síður snöggur og varði hetjulega. Á 52. mínútu skall hurð aftur nærri hælum við mark Wolves. Jose sendi fyrir beint á höfuðið á Andy en góður skalli hans fór í stöng. Aftur leið smá stund fram að næsta færi. Liverpool náði þá fallegri skyndi sókn. Boltinn gekk manna á milli þar sem Charlie lagði hann til vinstri á Stewart Downing. Hann komst einn inn á vítateig en Wayne varði meistaralega í horn. Stewart hefði getað gefið á þrjá félaga sína en hann átti fullan rétt á að skjóta sjálfur.
Liverpool hefði þegar hér var komið við sögu átt að hafa gert út um leikinn en fyrst svo var ekki þá eygðu gestirnir von, börðust af grimmd og gerðu nokkrum sinnum harðar atlögur að marki gestgja sinna. Þeir náði þó ekki að skapa sér nein opin færi en það reyndi verulega á vörn Liverpool. Jose Reina þurfti þó ekki að verja neitt af ráði og allt slapp til. Hinu megin var Lucas Leiva mjög nærri því að skora en langskot hans var varið í horn þó ekki væri dæmt horn!
Þegar níu mínútur voru eftir kom Steven Gerrard til leiks. Hann var nokkrum sinnum búinn að hita upp og var nærveru hans vel fagnað í hvert skipti. Luis vék af velli en var alls ekki kátur með að fá ekki að klára leikinn. Steven var vel fagnað þegar hann kom inn á og hann átti nokkra góða spretti. Þegar fjórar mínútur voru eftir náði hann boltanum rétt utan vítateigs en fast skot hans fór rétt yfir.
Á allra síðustu mínútunni fékk Andy boltann inni í vítateig frá Steven og þvældist með hann fram og aftur án þess að ná skoti. Það hefði verið gott fyrir risann, sem átti fínan leik, að skora en það tókst ekki í dag. Sigrinum var þó siglt í höfn af seiglu og hann hefði átt að vera stærri þótt hann væri naumur í tölum.
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique; Henderson (Kuyt 71. mín.), Leiva, Adam, Downing; Carroll og Suarez (Gerrard 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Spearing, Flanagan og Bellamy.
Mörk Liverpool: Roger Johnson, sm, (11. mín.) og Luis Suarez (38. mín).
Gul spjöld: Lucas Leiva, Andy Carroll og Martin Kelly.
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Edwards (Fletcher 45. mín.), Stearman (Doherty 45. mín.), Henry, Ward, Hunt (Guedioura 80. mín.), Johnson, Berra, Jarvis, O´Hara og Doyle. Ónotaðir varamenn: Elokobi, Hammill, Milijas og De Vries.
Mark Wolves: Steven Fletcher (49. mín.).
Gul spjöld: Jamie O´Hara, Karl Henry, Stephen Ward og Stephen Hunt.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.922.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur var Úrúgvæinn atkvæðamikill. Markið hans var frábært og hann var ekki fjarri því að skora fleiri en það eina sem tryggði sigurinn.
Kenny Dalglish: Ég held að við höfum verðskuldað að fá stigin þrjú þótt við höfum átt erfitt uppdráttar á köflum. Þeir sóttu stundum að okkur í fyrri hálfleiknum en við komumst í 2:0. Þeir skoruðu svo snemma í síðari hálfleik og fengu meðbyr. Heppnin var kannski með okkur þegar við skoruðum fyrsta markið en við verðskulduðum smá heppni því við höfum ekki haft hana með okkur upp á síðkastið.
Fróðleikur.
- Liverpool vann eftir tvö deildartöp í röð.
- Bæði lið voru búin að tapa tveimur deildarleikjum fyrir þennan leik.
- Roger Johnson skoraði sjálfsmark og var það annað sjálfsmark Liverpool á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði í fjórða sinn á keppnistímabilinu.
- Hann er markahæstur leikmanna Liverpool en næst koma leikmenn andstæðinga Liverpool með tvö mörk!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalgish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan