| Heimir Eyvindarson
Talið er líklegt að Dirk Kuyt verði í byrjunarliðinu gegn Everton í dag. Ekki síst vegna þess að hann hefur verið drjúgur í derby viðureignum undanfarinna ára.
Kuyt hefur á ferli sínum með Liverpool skorað fimm mörk gegn hinum bláklæddu. Þar af 3 á Goodison Park. Hann hefur hinsvegar ekki verið í byrjunarliði Liverpool síðan í tapinu gegn Stoke og svo virðist vera sem Dalglish hafi meiri trú á hinum unga Jordan Henderson. Dalglish útilokar þó ekki að Kuyt verði í liðinu í dag.
,,Kuyt er góður leikmaður og Everton mönnum finnst örugglega ekki gaman að mæta honum. Tölfræði hans í viðureignum við Everton er virkilega góð, en það er ekki þar með sagt að hann sé öruggur með sæti í byrjunarliðinu. Ef ég liti eingöngu á tölfræðina þá myndi ég hafa Rush frammi!"
TIL BAKA
Verður Rush frammi í dag?

Kuyt hefur á ferli sínum með Liverpool skorað fimm mörk gegn hinum bláklæddu. Þar af 3 á Goodison Park. Hann hefur hinsvegar ekki verið í byrjunarliði Liverpool síðan í tapinu gegn Stoke og svo virðist vera sem Dalglish hafi meiri trú á hinum unga Jordan Henderson. Dalglish útilokar þó ekki að Kuyt verði í liðinu í dag.
,,Kuyt er góður leikmaður og Everton mönnum finnst örugglega ekki gaman að mæta honum. Tölfræði hans í viðureignum við Everton er virkilega góð, en það er ekki þar með sagt að hann sé öruggur með sæti í byrjunarliðinu. Ef ég liti eingöngu á tölfræðina þá myndi ég hafa Rush frammi!"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð!
Fréttageymslan