| Sf. Gutt
Martin Kelly er kominn heim til Liverpool eftir að hafa fundið fyrir meiðslum. Eins og allir vita þá lék Martin með enska undir 21. árs landsliðinu hér á Íslandi á fimmtudagkvöldið.
Hann lék allan leikinn á Laugardalsvelli en eftir leik mun hann hafa fundið fyrir eymslum í nára. Hann var því sendur heim til að láta læknalið Liverpool kanna stöðuna.
Það er hið versta mál ef Martin Kelly er meiddur því Liverpool á að leika við Manchester United um næstu helgi. Martin hefur verið hægri bakvörður Liverpool í síðustu leikjum og staðið sig vel.
Glen Johnson er farinn að æfa eftir meiðsli en óvíst er hvort hann verður lækfær þegar kemur að stórleiknum. Jon Flanagan er auðvitað valkostur en hann er ungur og óreyndur. Það er þó alls ekki útilokað að Martin geti leikið gegn Manchester United því tekið var fram að hann hafi verið sendur heim til að ekki yrði nein áhætta tekin með hugsanleg meiðsli.
TIL BAKA
Martin kominn heim

Hann lék allan leikinn á Laugardalsvelli en eftir leik mun hann hafa fundið fyrir eymslum í nára. Hann var því sendur heim til að láta læknalið Liverpool kanna stöðuna.
Það er hið versta mál ef Martin Kelly er meiddur því Liverpool á að leika við Manchester United um næstu helgi. Martin hefur verið hægri bakvörður Liverpool í síðustu leikjum og staðið sig vel.
Glen Johnson er farinn að æfa eftir meiðsli en óvíst er hvort hann verður lækfær þegar kemur að stórleiknum. Jon Flanagan er auðvitað valkostur en hann er ungur og óreyndur. Það er þó alls ekki útilokað að Martin geti leikið gegn Manchester United því tekið var fram að hann hafi verið sendur heim til að ekki yrði nein áhætta tekin með hugsanleg meiðsli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan