Allir heilir !
Kenny Dalglish upplýsti það á blaðamannafundi í dag að enginn leikmanna hans á við meiðsli að stríða og því verður valið erfitt fyrir leikinn við Manchester United.
Þeir Glen Johnson, Martin Kelly, Daniel Agger og Fabio Aurelio hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið en hafa allir náð fullum bata.
,,Allir eru klárir," sagði stjórinn á blaðamannafundi í dag. ,,Þessir þrír sem komu til baka frá Suður-Ameríku eru líka klárir. Það er bara ég sjálfur sem er meiddur ! Ég kemst ekki einu sinni í liðið á æfingu.
,,En það er bara fimmtudagur - það er aldrei að vita nema að einhver meiðist á morgun !"
Það er langt síðan að allir leikmenn Liverpool hafa verið ómeiddir en það er vissulega gott vandamál að glíma við. Nú er bara að bíða og sjá hvaða liði Kóngurinn stillir upp á laugardaginn.-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni