Mark spáir í spilin
Núna fyrir einu ár gerðist mikilvægasti atburður, að margra áliti, í sögu Liverpool á seinni árum. Þá náði John Henry og félag hans í Boston að kaupa Liverpool Football Club og ná því úr eignarhaldi tveggja landa sinna. Trúlega munu margir telja endurkomu Kenny Dalglish mikilvægari atburð. En hann væri líklega ekki framkvæmdastjóri í dag hefði John ekki keypt félagið. En núna ári eftir að John keypti Liverpool er staðan sú að Kenny Dalglish er framkvæmdastjóri Liverpool og ekki verður betur séð að félagið sé í mjög góðum höndum utan vallar sem innan!
Liverpool v Manchester United
Allir leikir þessara tveggja eru sérstakir. Ég er nú ekki viss um að leikurinn verði neitt sérlega góður því hann byrjar svo snemma. Leikmenn verða enn að nudda stýrurnar úr augunum hvað þá áhorfendur. Ég held að leikurinn verði jafn. Þótt Manchester United hafi byrjað vel þá hefur vörnin ekki verið þétt í síðustu leikjum. Norwich sótti vel að henni og fékk nokkur færi. Þetta er orðið svolítið vandamál.
Liverpool liðið er ennþá að bæta sig. Það hafði heppnina með sér, fyrir landsleikjahléið, í grannaslagnum þegar Jack Rodwell var rekinn af velli. En liðið þurfti samt að klára leikinn og vinna þrátt fyrir allt sem gerðist í leiknum. Líklega hefði það ekki verið nein óskauppröðun að leika á útivelli gegn Everton og mæta svo United á heimavelli og trúlega hefðu menn sætt sig við sigur og jafntefli úr þessum leikjum. Ef þeim Kenny Dalglish og Sir Alex Ferguson hefði verið boðið eitt sitg hvorum á Anfield þá hugsa ég að þeir hefðu tekið því fegins hendi. Ég held að sú verði niðurstaðan.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Kenny Dalglish mun stjórna Liverpool í 250. sinn í deildarleik.
- Liðin mættust fyrst árið 1895 í næst efstu deild. Liverpool vann þann leik 7:1.
- Manchester United hefur unnið 71 af deildarleikjum liðanna en Liverpool 61.
- Liðin hafa ekki gert jafntefli frá því haustið 2005. Þá skoraði hvorugt liðið á Anfield.
- Liverpool hefur tapað tveimur leikjum á leiktíðinni en Manchester United hefur enn ekki lotið í gras.
- Dirk Kuyt skoraði öll þrjú mörk Liverpool þegar Rauði herinn vann 3:1 sigur á Manchester United á Anfield á síðasta keppnistímabili.
- Hann hafði aldrei áður skorað gegn Manchester United.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Hér má sjá Kenny Dalglish ræða um leikinn á blaðamannafundi.
Síðast!
Allt gekk eins og best varð á kosið og Liverpool vann magnaðan sigur 3:1. Liverpool var sterkari aðilinn frá upphafi til enda og þrenna Dirk Kuyt tryggði sigur í sólinni á Anfield Road. Javier Hernandez lagaði stöðuna aðeins rétt fyrir leikslok en gleðin var Liverpool og stuðningsmenn Liverpool sungu afmælissönginn fyrir Kenny Dalglish en hann var sextugur tveimur dögum áður. Mögnuð stund á mögnuðum degi!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!