| Sf. Gutt
TIL BAKA
Verðum að hafa fyrir því!
Allt gekk Liverpool í hag síðast þegar Manchester United kom í heimsókn á Anfield. Liverpool vann þá glæstan 3:1 sigur. Kenny Daglish segir að sínir menn þurfi að hafa fyrir því ætli þeir að endurtaka leikinn frá því í mars.
,,Við uppskárum ríkulega eftir að hafa spilað mjög vel í þessum leik á síðasta keppnistímabili með því að vinna 3:1. Við munum þó ekki fá neitt út úr leiknum á laugardaginn þó að vel hafi gengið gegn United síðast þegar við mættum þeim. Við vitum hvað við er að fást og það gera þeir líka. Þessar níutíu mínútur verða ekki auðveldar fyrir neinn því svona er Úrvalsdeildin."
,,United hefur byrjað keppnistímabilið mjög vel. Þeir eru í efsta sæti deildarinnar og þar vilja allir vera. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum þeirra en þeir hafa komist fram úr þeim. Fergie, eins og aðrir framkvæmdastjórar, verður að bíða og sjá hvernig menn hans koma til leiks eftir að þeir hafa verið að spila fyrir hönd þjóða sinna."
Það er jafnan mikil umfjöllun um leiki Liverpool og Manchester United í fjölmiðlum þegar rimmur þessara miklu keppinauta eru framundan. Leikirnir eru oft nefndir sem leikir keppnistímabilsins. Alex Ferguson hefur jafnan talið leikina mikla stórleiki og sagt þá leiki keppnistímabilsins. En Kenny er ekki sammála þessu.
,,Fólk segir að þetta sé stórleikur leiktíðarinnar. Mér hefur aldrei fundist að þessi eða hinn leikurinn sé eitthvað stærri í sniðum en hver annar. Þessi leikur er eins og aðrir því það eru þrjú stig í boði fyrir liðið sem vinnur hann. Það eina sem eru öðruvísi að þessu sinni er að við náum að komast svolítið nær þeim ef við vinnum. Við fáum þarna tækifæri til að koma okkur í betri stöðu og um leið klekkja á þeim."
Fjölmiðlamenn hafa oft fjallað um þá Kenny Dalglish og Alex Ferguson fyrir leiki liða þeirra. Báðir eru sigursælir framkvæmdastjórar frá Skotlandi. Mikill rígur er talinn vera milli þeirra en Kenny segir leik Liverpool og Manchester United ekki snúast um þá.
,,Ég stend ekki í neinni einstaklingskeppni við Fergie. Það eru knattspyrnufélögin sem eigast við. Við erum hættir að spila. Við höfum ekki áhrif á gang mála nema í aðdraganda og undirbúning leikjanna. Mestu skiptir fyrir okkur að berjast sem lið inni á vellinum."
,,Við uppskárum ríkulega eftir að hafa spilað mjög vel í þessum leik á síðasta keppnistímabili með því að vinna 3:1. Við munum þó ekki fá neitt út úr leiknum á laugardaginn þó að vel hafi gengið gegn United síðast þegar við mættum þeim. Við vitum hvað við er að fást og það gera þeir líka. Þessar níutíu mínútur verða ekki auðveldar fyrir neinn því svona er Úrvalsdeildin."
,,United hefur byrjað keppnistímabilið mjög vel. Þeir eru í efsta sæti deildarinnar og þar vilja allir vera. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum þeirra en þeir hafa komist fram úr þeim. Fergie, eins og aðrir framkvæmdastjórar, verður að bíða og sjá hvernig menn hans koma til leiks eftir að þeir hafa verið að spila fyrir hönd þjóða sinna."
Það er jafnan mikil umfjöllun um leiki Liverpool og Manchester United í fjölmiðlum þegar rimmur þessara miklu keppinauta eru framundan. Leikirnir eru oft nefndir sem leikir keppnistímabilsins. Alex Ferguson hefur jafnan talið leikina mikla stórleiki og sagt þá leiki keppnistímabilsins. En Kenny er ekki sammála þessu.
,,Fólk segir að þetta sé stórleikur leiktíðarinnar. Mér hefur aldrei fundist að þessi eða hinn leikurinn sé eitthvað stærri í sniðum en hver annar. Þessi leikur er eins og aðrir því það eru þrjú stig í boði fyrir liðið sem vinnur hann. Það eina sem eru öðruvísi að þessu sinni er að við náum að komast svolítið nær þeim ef við vinnum. Við fáum þarna tækifæri til að koma okkur í betri stöðu og um leið klekkja á þeim."
Fjölmiðlamenn hafa oft fjallað um þá Kenny Dalglish og Alex Ferguson fyrir leiki liða þeirra. Báðir eru sigursælir framkvæmdastjórar frá Skotlandi. Mikill rígur er talinn vera milli þeirra en Kenny segir leik Liverpool og Manchester United ekki snúast um þá.
,,Ég stend ekki í neinni einstaklingskeppni við Fergie. Það eru knattspyrnufélögin sem eigast við. Við erum hættir að spila. Við höfum ekki áhrif á gang mála nema í aðdraganda og undirbúning leikjanna. Mestu skiptir fyrir okkur að berjast sem lið inni á vellinum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan