| Sf. Gutt
TIL BAKA
Horfði áður á en gæti verið með núna
Charlie Adam segist hafa fylgst með leikjum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. En að þessu sinni gæti hann verið í liði Liverpool sem gengur til leiks um hádegisbilið á Anfield.
,,Ég horfði alltaf á þessi lið spila í sjónvarpinu og fylgdist með spennunni innan vallar sem utan. Rígurinn er svo gríðarlega mikill."
,,Maður þarf að venjast þeim miklu væntingum sem fylgja því að spila hjá svona miklu félagi og allir vilja leggja það að velli. Við erum á heimavelli og höfum, sem er mikilvægt, náð að vinna tvo síðustu leiki. Við viljum vinna sigur í þessum leik. Við hlökkum til og okkur finnst að við getum náð góðum úrslitum."
,,Það tekur á taugarnar og er um leið spennandi að spila með einu stærsta félagi í heimi eins og Liverpool er. Það er virkilega mikill heiður að spila fyrir hönd þessa félags."
,,Það er ætlast til hjá þessu félagi að við vinnum hvern einasta leik og það er áskorun sem við þurfum að takast á við. Við misstigum okkur í tveimur leikjum en náðum að bregðast vel við því. Það er engin prófraun meiri en að leika á heimavelli við Man United og það myndi auka sjálfstraust okkar mikið ef við næðum að vinna sigur."
Charlie Adam hóf grannaslaginn gegn Everton og var nærri því að skora þegar þrumuskot hans fór í þverslá. Honum var svo skipt af velli áður en mörkin tvö, sem réðu úrslitum, komu. Það kemur í ljós hvort Skotinn Kenny Dalglish velur landa sinni í byrjunarliðið í næsta stórleik.
,,Ég horfði alltaf á þessi lið spila í sjónvarpinu og fylgdist með spennunni innan vallar sem utan. Rígurinn er svo gríðarlega mikill."
,,Maður þarf að venjast þeim miklu væntingum sem fylgja því að spila hjá svona miklu félagi og allir vilja leggja það að velli. Við erum á heimavelli og höfum, sem er mikilvægt, náð að vinna tvo síðustu leiki. Við viljum vinna sigur í þessum leik. Við hlökkum til og okkur finnst að við getum náð góðum úrslitum."
,,Það tekur á taugarnar og er um leið spennandi að spila með einu stærsta félagi í heimi eins og Liverpool er. Það er virkilega mikill heiður að spila fyrir hönd þessa félags."
,,Það er ætlast til hjá þessu félagi að við vinnum hvern einasta leik og það er áskorun sem við þurfum að takast á við. Við misstigum okkur í tveimur leikjum en náðum að bregðast vel við því. Það er engin prófraun meiri en að leika á heimavelli við Man United og það myndi auka sjálfstraust okkar mikið ef við næðum að vinna sigur."
Charlie Adam hóf grannaslaginn gegn Everton og var nærri því að skora þegar þrumuskot hans fór í þverslá. Honum var svo skipt af velli áður en mörkin tvö, sem réðu úrslitum, komu. Það kemur í ljós hvort Skotinn Kenny Dalglish velur landa sinni í byrjunarliðið í næsta stórleik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan