| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafnt hjá risunum
Risarnir í norðvestrinu skildu jafnir 1:1 í hörkuleik á Anfield Road. Rauði herinn fékk bestu færi leiksins og hefði átt að vinna og Rauðu djöflarnir sluppu vel.
Það var gríðarleg spenna í loftinu, líkt og vant er, þegar leikmenn Liverpool og Manchester United gengu út á Anfield í haustsólinni um hádegisbilið. Kenny Dalglish hafði valið Steven Gerrard til að leiða liðið og það var sannkallað gleðiefni fyrir heimamenn. Alex Ferguson virtist setja öryggið á oddinn í liðsvali sínu og tveir af helstu sóknarmönnum hans voru á bekknum.
Leikurinn var dauflegur framan og bæði lið voru greinilega mjög varkár. Gestirnir fengu fyrsta færið eftir stundarfjórðung þegar Patrice Evra sendi fyrir frá vinstri yfir á fjærstöng. Þar var Phil Jones í góðu færi en skalli hans var mislukkaður og fór sem betur fer framhjá. Fimm mínútum seinna sendi Steven Gerrard fyrir eftir horn frá vinstri en enginn náði hættulegri sendingu hans.
Um miðjan hálfleikinn reyndi Luis Suarez að skjóta yfir David De Gea en skotið skapaði ekki mikla hættu og Spánverjinn náði boltanum. Á 34. mínútu kom loksins opið færi og Liverpool hefði átt að nýta það. Charlie Adam átti þá skot sem hrökk fyrir fætur Luis Suarez. Hann sneri á Jonny Evans í vítateignum en skot hans fór beint á David í markinu. Ekkert var markið komið þegar leikhlé hófst og heldur hafði leikurinn verið bragðdaufur.
Manchester United hóf síðari hálfleikinn vel og eftir þrjár mínútur átti Ashley Young skot úr aukaspyrnu sem Jose Reina missti en hann náði þó boltanum. Á 52. mínútu vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar Dirk skallaði eftir horn. Boltinn fór beint í hendina á Jonny en dómarinn dæmdi ekkert sem hann hefði átt að gera því það má ekki nota hendur inn í vítateig. United brunaði á hinn bóginn fram og Ashely átti skot sem fór rétt framhjá.
Liverpool fór smá saman að ná yfirhöndinni og leikmenn liðsins gerðust djarfari til sókna. Á 68. mínútu braut Liverpool ísinn. Charlie tók þá magnaða rispu frá miðju framhjá tveimur mönnum en rétt utan vítateigs féll hann eftir að Rio Ferdinand hafði rennt sér í hann. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu en rak Rio ekki út af eins og hann hefði átt að gera fyrst hann dæmdu aukaspyrnu. Snertingin var vissulega lítil en af hverju lætur leikmaður, sem er að komast einn í gegnum vörn, sig detta? Spyr sá sem ekki veit!
Steven Gerrard bjó sig í að taka aukspynruna. Skot hans smaug í gegnum varnarvegg United þar sem Ryan Giggs vék sér undan og boltinn steinlá í markinu fyrir framan Kop stúkuna. Fyrirliðinn fagnaði vel og markinu var gríðarlega vel tekið í Musterinu og víðar! Það var óskiljanlegt af hverju Ryan vék sér undan í varnarveggnum en heimamönnum datt ekki í hug að velta því fyrir sér.
Tveimur sóknarmönnum var skipt inn á í lið United en Liverpool virtist hafa leikinn í sínum höndum. Gestirnir kröfðust reyndar þess að fá víti þegar ellefu mínútur voru eftir þegar boltinn fór í hendina á Jose Enrique en dómarinn dæmdi ekki frekar en á aðrar hendur í vítateigum.
Tveimur mínútum seinna náði United að jafna heldur óvænt. Varamaðurinn Javier Hernandez náði þá að skalla í mark af stuttu færi eftir horn frá vinstri. Hornið var framlengt og vörn Liverpool svaf á verðinum.
Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í Liverpool því þetta var fyrsta hættulega tilraun United sem hitti á markrammann. Liverpool svaraði markinu af fullum krafti. Strax eftir miðjuna sendi Stewart Downing góða sendingu fyrir frá vinstri. Boltinn fór á Dirk sem var í upplögðu færi inn í teignum en David náði að slá skot hans í horn. Dirk þurfti aðeins að teygja sig í boltann en hann hefði átt að skora! Eftir hornið var mikill hamagangur við markið en gestirnir sluppu.
Liverpool sótti af krafti undir lokin og á lokamínútunni reyndi varamaðurinn Jordan Henderson að vippa boltanum yfir David utan við vítateginn. Spánverjinn varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Vel gert hjá báðum en Jordan var mjög sterkur eftir að hann kom til leiks fyrir Lucas snemma í hálfleiknum. Eftir hornspyrnuna var mikill atgangur og Martin Skrtel fékk boltann stutt frá marki en þrumuskot hans fór hátt yfir.
Ekki var allt búið enn og nokkrum andartökum fyrir leikslok hefði Jordan átt að tryggja sigur. Stewart sendi frábæra sendingu fyrir markið og Jordan stökk manna hæst en skalli hans strauk þverslána og fór yfir. David hefði ekki átt möguleika ef Jordan hefði hitt markið og miðað við færin í leiknum hefði Liverpool átt skilið að vinna. Það náðist ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Liverpool lék vel seinni hluta leiksins og geta verið sáttir með leik sinn á þeim kafla.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Leiva (Henderson 57. mín.), Adam, Downing, Gerrard og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Agger, Carroll, Spearing, Bellamy og Robinson.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (68. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Manchester United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Evans, Evra, Young (Nani 69. mín.), Jones (Hernandez 76. mín), Fletcher, Park (Rooney 69. mín.), Giggs og Welbeck. Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Anderson, Carrick og Valencia.
Mark Manchester United: Javier Hernandez (81. mín.).
Gul spjöld: Ashley Young, Rio Ferdinand og Patrice Evra.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.065.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Hugsanlega var einhver félaga hans aðeins betri en Steven en það var bara svo magnað að sjá fyrirliðann koma aftur til leiks í byrjunarliðið. Hann lék líka mjög vel á miðjunni og skoraði glæsilegt mark!
Kenny Dalglish: Það segir sína sögu um framfarir okkar að strákarnir eru svekktir í búningsherberginu eftir að hafa gert eitt eitt jafntefli við Manchester United. Við erum ánægðir með að þeir eru vonsviknir. Við hefðum verið ánægðari ef við hefðum náð þremur stigum en viðhorf þeirra og ekki síst eftir að United jafnaði var aðdáunarvert. Það eina sem vantaði í dag var að að við hefðum náð stigunum þremur.
Fróðleikur:
- Steven Gerrard skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark hans frá því gegn Blackburn í janúar í síðasta leiknum sem Roy Hodgson stjórnaði Liverpool.
- Þetta var fimmta mark Steven Gerrard gegn Manchester United.
- Liverpool hafði fyrir leikinn unnið Manchester United þrisvar i röð á Anfield Road.
- Þetta var fyrsta jafntefli liðanna frá því á sama stað haustið 2005.
- Javier Hernandez skoraði á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Liverpool hefur enn ekki haldið hreinu á heimavelli á leiktíðinni.
- Jose Reina lék sinn 160. deildarleik í röð. Aðeins fimm aðrir leikmenn Liverpool hafa afrekað það.
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í 250. sinn í deildarleik.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Guardian.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish
Það var gríðarleg spenna í loftinu, líkt og vant er, þegar leikmenn Liverpool og Manchester United gengu út á Anfield í haustsólinni um hádegisbilið. Kenny Dalglish hafði valið Steven Gerrard til að leiða liðið og það var sannkallað gleðiefni fyrir heimamenn. Alex Ferguson virtist setja öryggið á oddinn í liðsvali sínu og tveir af helstu sóknarmönnum hans voru á bekknum.
Leikurinn var dauflegur framan og bæði lið voru greinilega mjög varkár. Gestirnir fengu fyrsta færið eftir stundarfjórðung þegar Patrice Evra sendi fyrir frá vinstri yfir á fjærstöng. Þar var Phil Jones í góðu færi en skalli hans var mislukkaður og fór sem betur fer framhjá. Fimm mínútum seinna sendi Steven Gerrard fyrir eftir horn frá vinstri en enginn náði hættulegri sendingu hans.
Um miðjan hálfleikinn reyndi Luis Suarez að skjóta yfir David De Gea en skotið skapaði ekki mikla hættu og Spánverjinn náði boltanum. Á 34. mínútu kom loksins opið færi og Liverpool hefði átt að nýta það. Charlie Adam átti þá skot sem hrökk fyrir fætur Luis Suarez. Hann sneri á Jonny Evans í vítateignum en skot hans fór beint á David í markinu. Ekkert var markið komið þegar leikhlé hófst og heldur hafði leikurinn verið bragðdaufur.
Manchester United hóf síðari hálfleikinn vel og eftir þrjár mínútur átti Ashley Young skot úr aukaspyrnu sem Jose Reina missti en hann náði þó boltanum. Á 52. mínútu vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar Dirk skallaði eftir horn. Boltinn fór beint í hendina á Jonny en dómarinn dæmdi ekkert sem hann hefði átt að gera því það má ekki nota hendur inn í vítateig. United brunaði á hinn bóginn fram og Ashely átti skot sem fór rétt framhjá.
Liverpool fór smá saman að ná yfirhöndinni og leikmenn liðsins gerðust djarfari til sókna. Á 68. mínútu braut Liverpool ísinn. Charlie tók þá magnaða rispu frá miðju framhjá tveimur mönnum en rétt utan vítateigs féll hann eftir að Rio Ferdinand hafði rennt sér í hann. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu en rak Rio ekki út af eins og hann hefði átt að gera fyrst hann dæmdu aukaspyrnu. Snertingin var vissulega lítil en af hverju lætur leikmaður, sem er að komast einn í gegnum vörn, sig detta? Spyr sá sem ekki veit!
Steven Gerrard bjó sig í að taka aukspynruna. Skot hans smaug í gegnum varnarvegg United þar sem Ryan Giggs vék sér undan og boltinn steinlá í markinu fyrir framan Kop stúkuna. Fyrirliðinn fagnaði vel og markinu var gríðarlega vel tekið í Musterinu og víðar! Það var óskiljanlegt af hverju Ryan vék sér undan í varnarveggnum en heimamönnum datt ekki í hug að velta því fyrir sér.
Tveimur sóknarmönnum var skipt inn á í lið United en Liverpool virtist hafa leikinn í sínum höndum. Gestirnir kröfðust reyndar þess að fá víti þegar ellefu mínútur voru eftir þegar boltinn fór í hendina á Jose Enrique en dómarinn dæmdi ekki frekar en á aðrar hendur í vítateigum.
Tveimur mínútum seinna náði United að jafna heldur óvænt. Varamaðurinn Javier Hernandez náði þá að skalla í mark af stuttu færi eftir horn frá vinstri. Hornið var framlengt og vörn Liverpool svaf á verðinum.
Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í Liverpool því þetta var fyrsta hættulega tilraun United sem hitti á markrammann. Liverpool svaraði markinu af fullum krafti. Strax eftir miðjuna sendi Stewart Downing góða sendingu fyrir frá vinstri. Boltinn fór á Dirk sem var í upplögðu færi inn í teignum en David náði að slá skot hans í horn. Dirk þurfti aðeins að teygja sig í boltann en hann hefði átt að skora! Eftir hornið var mikill hamagangur við markið en gestirnir sluppu.
Liverpool sótti af krafti undir lokin og á lokamínútunni reyndi varamaðurinn Jordan Henderson að vippa boltanum yfir David utan við vítateginn. Spánverjinn varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Vel gert hjá báðum en Jordan var mjög sterkur eftir að hann kom til leiks fyrir Lucas snemma í hálfleiknum. Eftir hornspyrnuna var mikill atgangur og Martin Skrtel fékk boltann stutt frá marki en þrumuskot hans fór hátt yfir.
Ekki var allt búið enn og nokkrum andartökum fyrir leikslok hefði Jordan átt að tryggja sigur. Stewart sendi frábæra sendingu fyrir markið og Jordan stökk manna hæst en skalli hans strauk þverslána og fór yfir. David hefði ekki átt möguleika ef Jordan hefði hitt markið og miðað við færin í leiknum hefði Liverpool átt skilið að vinna. Það náðist ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Liverpool lék vel seinni hluta leiksins og geta verið sáttir með leik sinn á þeim kafla.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Leiva (Henderson 57. mín.), Adam, Downing, Gerrard og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Agger, Carroll, Spearing, Bellamy og Robinson.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (68. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Manchester United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Evans, Evra, Young (Nani 69. mín.), Jones (Hernandez 76. mín), Fletcher, Park (Rooney 69. mín.), Giggs og Welbeck. Ónotaðir varamenn: Lindegaard, Anderson, Carrick og Valencia.
Mark Manchester United: Javier Hernandez (81. mín.).
Gul spjöld: Ashley Young, Rio Ferdinand og Patrice Evra.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.065.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Hugsanlega var einhver félaga hans aðeins betri en Steven en það var bara svo magnað að sjá fyrirliðann koma aftur til leiks í byrjunarliðið. Hann lék líka mjög vel á miðjunni og skoraði glæsilegt mark!
Kenny Dalglish: Það segir sína sögu um framfarir okkar að strákarnir eru svekktir í búningsherberginu eftir að hafa gert eitt eitt jafntefli við Manchester United. Við erum ánægðir með að þeir eru vonsviknir. Við hefðum verið ánægðari ef við hefðum náð þremur stigum en viðhorf þeirra og ekki síst eftir að United jafnaði var aðdáunarvert. Það eina sem vantaði í dag var að að við hefðum náð stigunum þremur.
Fróðleikur:
- Steven Gerrard skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark hans frá því gegn Blackburn í janúar í síðasta leiknum sem Roy Hodgson stjórnaði Liverpool.
- Þetta var fimmta mark Steven Gerrard gegn Manchester United.
- Liverpool hafði fyrir leikinn unnið Manchester United þrisvar i röð á Anfield Road.
- Þetta var fyrsta jafntefli liðanna frá því á sama stað haustið 2005.
- Javier Hernandez skoraði á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Liverpool hefur enn ekki haldið hreinu á heimavelli á leiktíðinni.
- Jose Reina lék sinn 160. deildarleik í röð. Aðeins fimm aðrir leikmenn Liverpool hafa afrekað það.
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í 250. sinn í deildarleik.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Guardian.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan