| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ekkert að sjá á upptökum Sky Sports
Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur Sky Sports ekki fundið neitt í upptökum af leiknum á laugardaginn sem bendir til þess að ásakanir Patrice Evra á hendur Luis Suarez eigi við rök að styðjast.
Eins og kunnugt er ásakaði Evra Suarez um að hafa kallað sig negra a.m.k. 10 sinnum í leik Liverpool og Manchester United á laugardaginn.
Evra lét einnig hafa það eftir sér að hann væri þakklátur fyrir þann fjölda sjónvarpsvéla sem var á vellinum á laugardaginn, því það hljóti að sjást á einhverjum upptökum að Luis Suarez hafi virkilega notað ,,n-orðið".
Samkvæmt frétt The Guardian hafa sérfræðingar Sky Sports nú farið í gegnum allar sínar upptökur af leiknum og þar er ekkert að sjá sem bendir til þess að ásakanir Evra séu á rökum reistar.
Rannsókn enska knattspyrnusambandsins á því hvort það geti verið að Suarez hafi gerst sekur um kynþáttafordóma og niðrandi ummæli í garð fyrirliða Manchester United á laugardaginn er nú hafin, en samkvæmt frétt The Guardian er ekki búist við úrskurði eða niðurstöðu í málinu fyrr en í næstu viku.
Sé það rétt að ekkert sé að finna í upptökum Sky af leiknum sem styðji frásögn Evra getur Suarez andað léttar. Í bili a.m.k.
Eins og kunnugt er ásakaði Evra Suarez um að hafa kallað sig negra a.m.k. 10 sinnum í leik Liverpool og Manchester United á laugardaginn.
Evra lét einnig hafa það eftir sér að hann væri þakklátur fyrir þann fjölda sjónvarpsvéla sem var á vellinum á laugardaginn, því það hljóti að sjást á einhverjum upptökum að Luis Suarez hafi virkilega notað ,,n-orðið".
Samkvæmt frétt The Guardian hafa sérfræðingar Sky Sports nú farið í gegnum allar sínar upptökur af leiknum og þar er ekkert að sjá sem bendir til þess að ásakanir Evra séu á rökum reistar.
Rannsókn enska knattspyrnusambandsins á því hvort það geti verið að Suarez hafi gerst sekur um kynþáttafordóma og niðrandi ummæli í garð fyrirliða Manchester United á laugardaginn er nú hafin, en samkvæmt frétt The Guardian er ekki búist við úrskurði eða niðurstöðu í málinu fyrr en í næstu viku.
Sé það rétt að ekkert sé að finna í upptökum Sky af leiknum sem styðji frásögn Evra getur Suarez andað léttar. Í bili a.m.k.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan