| Sf. Gutt

Verð að hætta!

Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun þá væri Gerard Houllier að undirbúa lið Aston Villa fyrir leikinn við Liverpool sem fram fer núna á sunnudaginn. Það fór þó ekki svo því Gerard varð að hætta störfum hjá Villa eftir að hafa veikst undir vorið.
 
Gerard Houllier, sem tók við Aston Villa fyrir ári, hafði hug á að snúa aftur til starfa þegar hann væri orðinn hress en læknar ráðlögðu honum að hætta alveg að hugsa um knattspyrnustjórn. Gerard viðurkenndi núna í haust að hann yrði einfaldlega að hætta að hugsa um að vera framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs.

,,Líklega verð ég að sætta mig við að ég muni ekki snúa aftur sem knattspyrnustjóri. Ég er um það bil 85% búinn að ná mér og ég er enn smá saman að hressast meira. Þessi atvinna, sem ég hef stundað, er bara ekki sú besta fyrir heilsuna mína."

Framkvæmdastjóraferill Gerard Houllier er þar með á enda. Hann kom til Liverpool sumarið 1998 og stýrði þar til 2004. Eftir að hann yfirgaf Liverpool fór hann til Lyon þar sem hann vann titla og ferillinn endaði svo hjá Aston Villa þar sem hann var síðustu leiktíð þar til hann veiktist. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan