| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verður máli Evra gegn Suarez vísað frá?
Breska blaðið The Guardian fjallr ítarlega um mál Patrice Evra og Luis Suarez í dag. Blaðið telur að enska knattspyrnusambandið muni að öllum líkindum láta málið niður falla.
Samkvæmt blaðinu hefur enn ekkert komið fram sem styður frásögn Evra af meintu kynþáttaníði Suarez í leiknum á laugardaginn.
Enska knattspyrnusambandið mun á næstu dögum senda fulltrúa til Manchester til að ræða við Evra og reyna að varpa ljósi á það sem á að hafa farið fram milli leikmannanna tveggja.
Enginn liðsfélaga Evra hefur enn sem komið er stigið fram og staðfest frásögn Frakkans og engin önnur sönnunargögn hafa komið fram í málinu. Á þeim sjónvarpsupptökum sem hafa verið skoðaðar til þessa hefur til að mynda ekkert komið fram sem bendir til þess að ásakanir Evra eigi við rök að styðjast.
Knattspyrnusambandið sjálft hefur reyndar ekki hafið rannsókn á sjónvarpsupptökum, en eins og við greindum frá hér á síðunni í gær hefur SKY sjónvarpsstöðin farið yfir sínar upptökur og á þeim er ekkert að sjá sem bendir til þess að Suarez hafi ausið kynþáttaníði yfir Evra. The Guardian telur ólíklegt að sambandið muni fara af stað með slíka rannsókn.
Blaðið telur líklegast í stöðunni að sambandið muni láta málið niður falla, enda neitar Suarez staðfastlega öllum sökum þannig að málið snýst þessa stundina um orð gegn orði. Niðurstaða blaðsins er sú að það eina sem geti fengið knattspyrnusambandið til þess að rannsaka málið frekar sé ef einhver liðsfélaga Evra teldi sig hafa heyrt nákvæmlega sömu svívirðingar og Evra telur sig hafa orðið fyrir.
Liverpool hefur lýst því yfir að ef það komi á daginn að ásakanir Evra séu ekki á rökum reistar þá beri að refsa leikmanninum ærlega fyrir. The Guardian telur þá niðurstöðu einnig afar ólíklega því þrátt fyrir að ekki verði hægt að sanna sekt Suarez þá verði tæplega hægt að sanna sakleysi hans með óyggjandi hætti.
Það er því nokkuð ljóst að þessu leiðindamáli er hvergi nærri lokið, jafnvel þótt enska knattspyrnusambandið muni láta það niður falla. Stuðningsmenn liðanna munu tæpast gleyma því í bráð.
Samkvæmt blaðinu hefur enn ekkert komið fram sem styður frásögn Evra af meintu kynþáttaníði Suarez í leiknum á laugardaginn.
Enska knattspyrnusambandið mun á næstu dögum senda fulltrúa til Manchester til að ræða við Evra og reyna að varpa ljósi á það sem á að hafa farið fram milli leikmannanna tveggja.
Enginn liðsfélaga Evra hefur enn sem komið er stigið fram og staðfest frásögn Frakkans og engin önnur sönnunargögn hafa komið fram í málinu. Á þeim sjónvarpsupptökum sem hafa verið skoðaðar til þessa hefur til að mynda ekkert komið fram sem bendir til þess að ásakanir Evra eigi við rök að styðjast.
Knattspyrnusambandið sjálft hefur reyndar ekki hafið rannsókn á sjónvarpsupptökum, en eins og við greindum frá hér á síðunni í gær hefur SKY sjónvarpsstöðin farið yfir sínar upptökur og á þeim er ekkert að sjá sem bendir til þess að Suarez hafi ausið kynþáttaníði yfir Evra. The Guardian telur ólíklegt að sambandið muni fara af stað með slíka rannsókn.
Blaðið telur líklegast í stöðunni að sambandið muni láta málið niður falla, enda neitar Suarez staðfastlega öllum sökum þannig að málið snýst þessa stundina um orð gegn orði. Niðurstaða blaðsins er sú að það eina sem geti fengið knattspyrnusambandið til þess að rannsaka málið frekar sé ef einhver liðsfélaga Evra teldi sig hafa heyrt nákvæmlega sömu svívirðingar og Evra telur sig hafa orðið fyrir.
Liverpool hefur lýst því yfir að ef það komi á daginn að ásakanir Evra séu ekki á rökum reistar þá beri að refsa leikmanninum ærlega fyrir. The Guardian telur þá niðurstöðu einnig afar ólíklega því þrátt fyrir að ekki verði hægt að sanna sekt Suarez þá verði tæplega hægt að sanna sakleysi hans með óyggjandi hætti.
Það er því nokkuð ljóst að þessu leiðindamáli er hvergi nærri lokið, jafnvel þótt enska knattspyrnusambandið muni láta það niður falla. Stuðningsmenn liðanna munu tæpast gleyma því í bráð.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan