Mark spáir í spilin
Það vannst þó sigur í vikunni þegar það var samþykkt á breska þinginu að öll skjöl varðandi harmleikinn á Hillsborough verði lögð á borðið. Áralöng barátta þeirra sem misstu ástvini sína náði þar með loksins, loksins að bera árangur. Það var ekki síður gleðilegur sigur en að sjá Liverpool vinna sigra inni á knattspyrnuvellinum. Þessi mikli áfangi vannst ekki baráttulaust og nú er að vona að málið verði loksins upplýst.
Liverpool v Norwich City
Ég var á Carrow Road á leik Norwich gegn Swansea og ég get sagt ykkur að Kanarífuglarnir voru líflegir og baráttuglaðir. Paul Lambert og hans menn hafa strax gert sér grein fyrir því að þeir þurfa að vinna liðin sem eru í svipuðum slóðum ef þeir eiga að geta haldið áfram að spila í efstu deild. Þeir unnu Bolton úti og sigruðu Swansea sannfærandi. Þeir sköpuðu sér líka nokkur færi gegn Manchester United á Old Trafford þótt það sé ekki lið sem þeir koma til með að berjast við.
En Liverpool mætir til leiks með óþreytt lið eftir vikuhvíld eftir að hafa gert hressandi jafntefli við United. Steven Gerrard er mættur og það er mikil keppni um sæti í liðinu. Það eru enn þrír til fjórir leikir þangað til við getum dæmt um hversu vel leikmennirnir, sem voru keyptir, smella saman en liðið virðist vera á uppleið. Liverpool vinnur þennan leik með tveimur mörkum eða svo en þau úrslit eru enginn heimsendir fyrir Norwich sem hefur tekið miklum framförum.
Spá: 2:0.
Til minnis!
- Kenny Dalglish hefur nú stjórnað Liverpool í 250 deildarleikjum.
- Liverpool og Norwich mættust síðast í efstu deild á leiktíðinni 2004/05.
- Liverpool hefur unnið fjóra síðustu leiki sína við Norwich.
- Liverpool hefur aðeins haldið markinu hreinu í tveimur af tíu leikjum á leiktíðinni.
- Enn hefur það ekki tekist á Anfield.
- Norwich hefur ekki haldið hreinu það sem af er leiktíðar.
- Kenny Dalglish mætir skoskum framkvæmdastjóra fjórða leikinn í röð.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Síðast!
Þessi lið mættust ekki á síðustu leiktíð þar sem Norwich var í næst efstu deild. Liðið endaði þar í öðru sæti, á eftir Queens Park Rangers, og vann sér sæti meðal þeirra bestu. Daniel Pacheco fór til Norwich í lán frá Liverpool og tók þátt í vel heppnuðum lokaspretti Norwich. Liverpool lék síðast gegn Norwich City á heimavelli haustið 2004. Liverpool vann þann leik 3:0.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum