| Sf. Gutt
TIL BAKA
Luis hefur stuðning félagsins!
Luis Suarez komst í sviðsljósið af slæmum sökum eftir leik Liverpool og Manchester United um helgina. Patrice Evra, fyrirliði United, ásakaði þá Luis fyrir að hafa notað niðrandi orð um hann sem beindust að litarhætti hans.
Eins hnýtti Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, í Luis fyrir að láta sig detta út um allan völl. Hann þekkir nú líka vel til slíkra kúnsta hjá leikmönnum enda haft leikara í sínu liði en með að benda á þetta er ekki hér verið að verja leikaraskap á nokkurn hátt.
Kenny Dalglish vék að þessu máli á blaðamannafundi í gær. Hann sagði þá að Luis Suarez hafi fullan stuðning félagsins í þessu öllu. ,,Það eina sem við munum segja, og svo er það útrætt, að allir hjá þessu knattspyrnufélagi standa þétt að baki Luis Suarez í þessu máli." Þá er það á hreinu en vonandi hefur Luis Suarez hreint mjöl í sínu pokahorni því ásakanir Patrice Evra voru alvarlegar og kynþáttafordómar eru ólíðandi.
Luis Suarez mætir úthvíldur til leiks gegn Norwich City á morgun. Hann fékk frí þegar Liverpool fór norður til Glasgow til leiks við Rangers í vikunni og verður því vonandi upp á sitt besta á morgun.
Hér má horfa á Kenny Dalglish ræða málið.
Eins hnýtti Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, í Luis fyrir að láta sig detta út um allan völl. Hann þekkir nú líka vel til slíkra kúnsta hjá leikmönnum enda haft leikara í sínu liði en með að benda á þetta er ekki hér verið að verja leikaraskap á nokkurn hátt.
Kenny Dalglish vék að þessu máli á blaðamannafundi í gær. Hann sagði þá að Luis Suarez hafi fullan stuðning félagsins í þessu öllu. ,,Það eina sem við munum segja, og svo er það útrætt, að allir hjá þessu knattspyrnufélagi standa þétt að baki Luis Suarez í þessu máli." Þá er það á hreinu en vonandi hefur Luis Suarez hreint mjöl í sínu pokahorni því ásakanir Patrice Evra voru alvarlegar og kynþáttafordómar eru ólíðandi.
Luis Suarez mætir úthvíldur til leiks gegn Norwich City á morgun. Hann fékk frí þegar Liverpool fór norður til Glasgow til leiks við Rangers í vikunni og verður því vonandi upp á sitt besta á morgun.
Hér má horfa á Kenny Dalglish ræða málið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan