| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tvö stig töpuð
Nýliðar Norwich mættu á Anfield í síðasta leik laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem heimamenn geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt færin sín.
Kenny Dalglish þurfti að gera eina breytingu á liðinu frá úrvalsdeildarleiknum við Manchester United um síðustu helgi. Lucas Leiva var í banni og inní liðið kom Craig Bellamy.
Heimamenn byrjuðu með látum og eftir aðeins tvær mínútur skallaði Martin Skrtel boltann í þverslá eftir hornspyrnu frá Charlie Adam. Stuttu síðar var Suarez í góðri stöðu inná vítateignum eftir að hafa fíflað varnarmenn Norwich en skot hans fór rétt framhjá.
Einstefna Liverpool hélt áfram og á 11. mínútu hafnaði boltinn aftur í markrammanum er Bellamy sendi fyrir markið og Suarez skaut í stöng, Stewart Downing var svo ekki langt frá því að ná frákastinu en boltinn skoppaði ekki rétt fyrir hann. Á 17. mínútu var Suarez aftur á ferðinni í ágætu færi en hann skaut aftur framhjá markinu. Gestirnir komust ekki í almennilegt færi fyrr en um miðjan hálfleikinn er Hoolahan náði skoti að marki sem Reina varði vel.
Heimamenn voru þó alltaf líklegri til að skora og Suarez var sá leikmaður sem var hættulegastur, oft vantaði þó herslumuninn hjá honum og í einhverjum tilvikum hefði hann mátt senda boltann á samherja sem var ef til vill í betri stöðu en hann sjálfur. Allt leit út fyrir að liðin gengu til búningsherbergja án þess að ná að skora en Craig nokkur Bellamy var ekki á sama máli. Boltinn barst fram völlinn og varnarmaður gestanna hrasaði í baráttu við Suarez. Bellamy hirti boltann, lék inní vítateiginn og skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og skoppaði í netið við mikinn fögnuð. Fyrsta úrvalsdeildarmark Bellamy frá því hann kom til félagsins að nýju.
Síðari hálfleikur hófst með því að gestirnir náðu skoti að marki sem Reina átti ekki í vandræðum með. Eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik kom svo þriðja skot Liverpool manna í markstangirnar þegar Suarez lék framhjá varnamönnum og inní vítateig, hann hugðist skjóta í fjærhornið en varnarmaður komst í veg fyrir skotið og boltinn small í nærstöngina. Gestirnir færðu sig aðeins uppá skaftið og á 60. mínútu náðu þeir að jafna. Charlie Adam vann boltann við sinn eigin vítateig, lék þríhyrningsspil við Dirk Kuyt og skeiðaði fram völlinn, varnarmaður Norwich náði boltanum af Adam að því er virtist löglega en Adam féll í grasið engu að síður. Boltanum var spilað út til hægri þar sem sending kom fyrir markið og Grant Holt skallaði boltann í netið. Þarna hefði Pepe Reina ekki átt að reyna að ná til boltans og kannski hefði hann varið skallann ef hann hefði haldið sig á marklínunni.
Jordan Henderson og Andy Carroll komu inná fyrir Craig Bellamy og Stewart Downing. Suarez hélt áfram að stríða varnarmönnum Norwich og lét hann Ruddy verja frá sér eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni inní vítateig, Steven Gerrard kom skeiðandi inná miðjan teiginn og þar hefði Suarez mátt senda boltann í stað þess að skjóta.
Andy Carroll fékk svo gott skallafæri fyrir eftir góða sendingu frá Henderson á hægri kanti en boltinn fór rétt framhjá markinu. Síðasta færi dagsins kom svo í uppbótartíma er Gerrard sendi boltann fyrir markið og Suarez skaut að viðstöðulaust en Ruddy varði stórglæsilega frá honum. Þar með var leikurinn allur og dómarinn flautaði til leiksloka þegar Norwich menn hreinsuðu frá marki eftir hornspyrnuna.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Enrique, Adam, Gerrard, Downing (Carroll, 80. mín.), Bellamy (Henderson, 69. mín.), Kuyt (Agger, 90. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Rodriguez og Spearing.
Mark Liverpool: Craig Bellamy (45. mín.).
Norwich: Ruddy, Martin, Barnett, Tierney, Naughton, Johnson, Fox, Hoolahan, Pilkington (Crofts, 90. mín.), Bennett (Holt, 57. mín.), Morison. Ónotaðir varamenn: Wilbraham, Surman, De Laet, Rudd, Jackson.
Mark Norwich: Grant Holt (60. mín.).
Gult spjald: Tierney.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.931
Maður leiksins: Luis Suarez. Sem fyrr var Úrúgvæmaðurinn erfiður fyrir mótherjana og hann skapaði sér mörg færi. Enginn leikmaður í úrvalsdeildinni hefur átt eins mörg skot að marki á þessu tímabili eins og hann gerði í þessum leik en því miður skoraði hann ekki.
Kenny Dalglish: ,,Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá áttum við að taka stigin þrjú. Við spiluðum virkilega vel upp að vissu marki, fengum urmul færa og menn voru að senda boltann og hreyfa sig vel. En þegar maður er bara með eins marks forystu þá fá finnst hinu liðinu það alltaf eiga möguleika og þeir nýttu sér sinn möguleika. Við erum vonsviknir en ég er viss um að við munum spila verr í einhverjum leikjum en samt ná að vinna."
Fróðleikur:
- Liverpool hefur ekki enn haldið markinu hreinu á heimavelli á tímabilinu.
- Craig Bellamy skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark í Úrvalsdeildinni fyrir félagið eftir endurkomuna.
- Craig Bellamy hóf knattspyrnuferilinn sinn einmitt hjá Norwich.
- Pepe Reina lék sinn 320. leiki fyrir félagið í öllum keppnum
- Þetta var 250. leikur Dirk Kuyt með Liverpool. Hann hefur skorað 67 mörk í þeim leikjum. Um leið var þetta deildarleikur númer 180 hjá Dirk.
Hér má sjá myndir úr leiknum á liverpoolfc.tv.
Kenny Dalglish þurfti að gera eina breytingu á liðinu frá úrvalsdeildarleiknum við Manchester United um síðustu helgi. Lucas Leiva var í banni og inní liðið kom Craig Bellamy.
Heimamenn byrjuðu með látum og eftir aðeins tvær mínútur skallaði Martin Skrtel boltann í þverslá eftir hornspyrnu frá Charlie Adam. Stuttu síðar var Suarez í góðri stöðu inná vítateignum eftir að hafa fíflað varnarmenn Norwich en skot hans fór rétt framhjá.
Einstefna Liverpool hélt áfram og á 11. mínútu hafnaði boltinn aftur í markrammanum er Bellamy sendi fyrir markið og Suarez skaut í stöng, Stewart Downing var svo ekki langt frá því að ná frákastinu en boltinn skoppaði ekki rétt fyrir hann. Á 17. mínútu var Suarez aftur á ferðinni í ágætu færi en hann skaut aftur framhjá markinu. Gestirnir komust ekki í almennilegt færi fyrr en um miðjan hálfleikinn er Hoolahan náði skoti að marki sem Reina varði vel.
Heimamenn voru þó alltaf líklegri til að skora og Suarez var sá leikmaður sem var hættulegastur, oft vantaði þó herslumuninn hjá honum og í einhverjum tilvikum hefði hann mátt senda boltann á samherja sem var ef til vill í betri stöðu en hann sjálfur. Allt leit út fyrir að liðin gengu til búningsherbergja án þess að ná að skora en Craig nokkur Bellamy var ekki á sama máli. Boltinn barst fram völlinn og varnarmaður gestanna hrasaði í baráttu við Suarez. Bellamy hirti boltann, lék inní vítateiginn og skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og skoppaði í netið við mikinn fögnuð. Fyrsta úrvalsdeildarmark Bellamy frá því hann kom til félagsins að nýju.
Síðari hálfleikur hófst með því að gestirnir náðu skoti að marki sem Reina átti ekki í vandræðum með. Eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik kom svo þriðja skot Liverpool manna í markstangirnar þegar Suarez lék framhjá varnamönnum og inní vítateig, hann hugðist skjóta í fjærhornið en varnarmaður komst í veg fyrir skotið og boltinn small í nærstöngina. Gestirnir færðu sig aðeins uppá skaftið og á 60. mínútu náðu þeir að jafna. Charlie Adam vann boltann við sinn eigin vítateig, lék þríhyrningsspil við Dirk Kuyt og skeiðaði fram völlinn, varnarmaður Norwich náði boltanum af Adam að því er virtist löglega en Adam féll í grasið engu að síður. Boltanum var spilað út til hægri þar sem sending kom fyrir markið og Grant Holt skallaði boltann í netið. Þarna hefði Pepe Reina ekki átt að reyna að ná til boltans og kannski hefði hann varið skallann ef hann hefði haldið sig á marklínunni.
Jordan Henderson og Andy Carroll komu inná fyrir Craig Bellamy og Stewart Downing. Suarez hélt áfram að stríða varnarmönnum Norwich og lét hann Ruddy verja frá sér eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni inní vítateig, Steven Gerrard kom skeiðandi inná miðjan teiginn og þar hefði Suarez mátt senda boltann í stað þess að skjóta.
Andy Carroll fékk svo gott skallafæri fyrir eftir góða sendingu frá Henderson á hægri kanti en boltinn fór rétt framhjá markinu. Síðasta færi dagsins kom svo í uppbótartíma er Gerrard sendi boltann fyrir markið og Suarez skaut að viðstöðulaust en Ruddy varði stórglæsilega frá honum. Þar með var leikurinn allur og dómarinn flautaði til leiksloka þegar Norwich menn hreinsuðu frá marki eftir hornspyrnuna.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Enrique, Adam, Gerrard, Downing (Carroll, 80. mín.), Bellamy (Henderson, 69. mín.), Kuyt (Agger, 90. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Rodriguez og Spearing.
Mark Liverpool: Craig Bellamy (45. mín.).
Norwich: Ruddy, Martin, Barnett, Tierney, Naughton, Johnson, Fox, Hoolahan, Pilkington (Crofts, 90. mín.), Bennett (Holt, 57. mín.), Morison. Ónotaðir varamenn: Wilbraham, Surman, De Laet, Rudd, Jackson.
Mark Norwich: Grant Holt (60. mín.).
Gult spjald: Tierney.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.931
Maður leiksins: Luis Suarez. Sem fyrr var Úrúgvæmaðurinn erfiður fyrir mótherjana og hann skapaði sér mörg færi. Enginn leikmaður í úrvalsdeildinni hefur átt eins mörg skot að marki á þessu tímabili eins og hann gerði í þessum leik en því miður skoraði hann ekki.
Kenny Dalglish: ,,Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá áttum við að taka stigin þrjú. Við spiluðum virkilega vel upp að vissu marki, fengum urmul færa og menn voru að senda boltann og hreyfa sig vel. En þegar maður er bara með eins marks forystu þá fá finnst hinu liðinu það alltaf eiga möguleika og þeir nýttu sér sinn möguleika. Við erum vonsviknir en ég er viss um að við munum spila verr í einhverjum leikjum en samt ná að vinna."
Fróðleikur:
- Liverpool hefur ekki enn haldið markinu hreinu á heimavelli á tímabilinu.
- Craig Bellamy skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta mark í Úrvalsdeildinni fyrir félagið eftir endurkomuna.
- Craig Bellamy hóf knattspyrnuferilinn sinn einmitt hjá Norwich.
- Pepe Reina lék sinn 320. leiki fyrir félagið í öllum keppnum
- Þetta var 250. leikur Dirk Kuyt með Liverpool. Hann hefur skorað 67 mörk í þeim leikjum. Um leið var þetta deildarleikur númer 180 hjá Dirk.
Hér má sjá myndir úr leiknum á liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan