| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Aðeins tímaspursmál
Kenny Dalglish telur að það sé aðeins spurning um tíma hvenær Liverpool fer að salla inn fleiri mörkum. Hann segir að liðið hafi ekki átt einn einasta lélegan leik á tímabilinu.
Liverpool var klárlega betra liðið í leiknum gegn Norwich á laugardaginn, en það dugði ekki til. Sama má segja um leikinn gegn Manchester United um þar síðustu helgi.
Í báðum þessum leikjum skapaði liðið sér fleiri færi en andstæðingurinn og hefði átt skilið meira en eitt stig úr hvorum leik. Niðurstaðan úr báðum leikjum var hinsvegar 1-1. Kannski viðunandi úrslit gegn Manchester United, en í leik gegn Norwich þar sem liðið átti 29 skot að marki verður að teljast súrt í broti að einungis eitt þeirra hafi komist í netið.
,,Við verðum að líta á að jákvæða og það er auðvitað hversu mörg færi við sköpum okkur", segir Dalglish í viðtali við Liverpool Echo.
,,Það er auðvitað svekkjandi hversu fá þessara færa verða að mörkum, en við getum ekki gert annað en að bíða eftir að lukkan gangi í lið með okkur og við förum að salla inn mörkum. Við hefðum hæglega getað skorað 5-6 mörk í leiknum gegn Norwich, en þau duttu ekki inn."
,,Það er ekki hægt að segja að við höfum leikið illa í einum einasta leik það sem af er leiktíðinni og ég held að það sé ekki hægt að benda á neinn leik þar sem við fengum meira en við áttum skilið. En það er hægt að benda á nokkra þar sem við hefðum átt að fá meira."
,,Það er auðvitað svekkjandi að leika svoleiðis leiki, en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir góða frammistöðu. Við erum að spila vel og skapa færi, fyrr en varir verða mörkin fleiri."
,,Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert þá er ég sannfærður um að við skorum fleiri mörk og vinnum fleiri leiki. Það er margt jákvætt í leik okkar og við munum halda áfram að byggja ofan á það."
Liverpool var klárlega betra liðið í leiknum gegn Norwich á laugardaginn, en það dugði ekki til. Sama má segja um leikinn gegn Manchester United um þar síðustu helgi.
Í báðum þessum leikjum skapaði liðið sér fleiri færi en andstæðingurinn og hefði átt skilið meira en eitt stig úr hvorum leik. Niðurstaðan úr báðum leikjum var hinsvegar 1-1. Kannski viðunandi úrslit gegn Manchester United, en í leik gegn Norwich þar sem liðið átti 29 skot að marki verður að teljast súrt í broti að einungis eitt þeirra hafi komist í netið.
,,Við verðum að líta á að jákvæða og það er auðvitað hversu mörg færi við sköpum okkur", segir Dalglish í viðtali við Liverpool Echo.
,,Það er auðvitað svekkjandi hversu fá þessara færa verða að mörkum, en við getum ekki gert annað en að bíða eftir að lukkan gangi í lið með okkur og við förum að salla inn mörkum. Við hefðum hæglega getað skorað 5-6 mörk í leiknum gegn Norwich, en þau duttu ekki inn."
,,Það er ekki hægt að segja að við höfum leikið illa í einum einasta leik það sem af er leiktíðinni og ég held að það sé ekki hægt að benda á neinn leik þar sem við fengum meira en við áttum skilið. En það er hægt að benda á nokkra þar sem við hefðum átt að fá meira."
,,Það er auðvitað svekkjandi að leika svoleiðis leiki, en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir góða frammistöðu. Við erum að spila vel og skapa færi, fyrr en varir verða mörkin fleiri."
,,Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert þá er ég sannfærður um að við skorum fleiri mörk og vinnum fleiri leiki. Það er margt jákvætt í leik okkar og við munum halda áfram að byggja ofan á það."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan