| Sf. Gutt
Dirk Kuyt hefur enn ekki unnið nein verðlaun frá því hann kom til Liverpool. Hann horfir til Deildarbikarsins sem möguleika í því máli en til þess þarf Liverpool að vinna sigur í Stoke í kvöld.
,,Það er mikið áfall fyrir félagið að vera ekki með í Evrópukeppni. Þess vegna er Carling bikarinn mjög verðugur titill að vinna því við viljum auðvitað allir vinna einhvern titil. Síðasta keppnistímabil var tímabil mikilla vonbrigða en þetta snýst allt um að taka framförum. Það getum við með því að standa okkur vel í Carling bikarnum."
,,Liðshópurinn er mjög sterkur og við eigum að geta staðið okkur vel í öllum keppnum. Við tökum Carling bikarinn mjög alvarlega. Við erum með slæmt bragð í munninum eftir jafnteflið í deildinni við Norwich og vonandi getum við notað það á jákvæðan hátt gegn Stoke."
,,Ég hef komist nærri því að vinna titla sem leikmaður Liverpool. Við komumst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í undanúrslit og lentum í öðru sæti í Úrvalsdeildinni. Við höfum verið nærri því að vinna til verðlauna en nú er kominn tími til að láta það verða að veruleika."
Dirk Kuyt skoraði seinna mark Liverpool í 1:2 sigrinum gegn Brighton í síðustu umferð Deildarbikarsins. Það reyndist sigurmark leiksins og er eina mark Hollendingsins hingað til á sparktíðinni. Það væri gott að fá mark frá honum í kvöld en reyndar er sama hver skorar markið eða mörkin sem þarf til að koma Liverpool áfram í keppninni. Það er jú gríðarlega mikilvægt að Liverpool fari sem lengst í þessari keppni og vinni hana!
TIL BAKA
Dirk vill verðlaun

,,Það er mikið áfall fyrir félagið að vera ekki með í Evrópukeppni. Þess vegna er Carling bikarinn mjög verðugur titill að vinna því við viljum auðvitað allir vinna einhvern titil. Síðasta keppnistímabil var tímabil mikilla vonbrigða en þetta snýst allt um að taka framförum. Það getum við með því að standa okkur vel í Carling bikarnum."
,,Liðshópurinn er mjög sterkur og við eigum að geta staðið okkur vel í öllum keppnum. Við tökum Carling bikarinn mjög alvarlega. Við erum með slæmt bragð í munninum eftir jafnteflið í deildinni við Norwich og vonandi getum við notað það á jákvæðan hátt gegn Stoke."
,,Ég hef komist nærri því að vinna titla sem leikmaður Liverpool. Við komumst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í undanúrslit og lentum í öðru sæti í Úrvalsdeildinni. Við höfum verið nærri því að vinna til verðlauna en nú er kominn tími til að láta það verða að veruleika."
Dirk Kuyt skoraði seinna mark Liverpool í 1:2 sigrinum gegn Brighton í síðustu umferð Deildarbikarsins. Það reyndist sigurmark leiksins og er eina mark Hollendingsins hingað til á sparktíðinni. Það væri gott að fá mark frá honum í kvöld en reyndar er sama hver skorar markið eða mörkin sem þarf til að koma Liverpool áfram í keppninni. Það er jú gríðarlega mikilvægt að Liverpool fari sem lengst í þessari keppni og vinni hana!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan