| Sf. Gutt
Kenny Dalglish var ekki ánægður í gær, eftir leikinn við Swansea, frekar aðrir þeir sem tengjast Liverpool. Hann sagði leik sinna manna óásættanlegan.
,,Við verðum að skilja, átta okkur á og viðurkenna að það var óásættanlegt hvernig við spiluðum. Mikilvægast er að skapa sér færi og svo er að nýta þau. Við förum í gegnum þetta allt svo til eftir hvern einasta leik. Við erum nú kannski eitthvað að nálgast þetta því markvörðurinn hafði í mörg horn að líta en við höfum hingað til ekki verið að hitta markið."
Liverpool hefði auðvitað vel getað unnið sigur á Swansea miðað við þau færi sem sköpuðust en ekki má gleyma því að gestirnir áttu sín færi. En Kenny var fyrst og síðast ósáttur við hvernig liðið lék.
,,Það skiptir ekki máli hvað við fengum út úr leiknum. Við verðum að spila betur en við gerðum. Það verður allt erfiðara ef maður framkvæmir ekki það sem maður er góður í. En öll vandamálin eru þó þess eðlis að við getum leyst þau sjálfir."
Víst var þungt í Kenny eftir leikinn og sannarlega ástæða til. Sem fyrr segir hefði Liverpool átt að vinna leikinn gegn Swansea eins og leikina gegn Manchester United og Norwich City ef mið er tekið af færunum sem Liverpool skapaði. Staðreyndin er samt sú að Liverpool gerði jafntefli í öllum leikjunum og þar með eru sex stig töpuð.
TIL BAKA
Óásættanlegt!

,,Við verðum að skilja, átta okkur á og viðurkenna að það var óásættanlegt hvernig við spiluðum. Mikilvægast er að skapa sér færi og svo er að nýta þau. Við förum í gegnum þetta allt svo til eftir hvern einasta leik. Við erum nú kannski eitthvað að nálgast þetta því markvörðurinn hafði í mörg horn að líta en við höfum hingað til ekki verið að hitta markið."
Liverpool hefði auðvitað vel getað unnið sigur á Swansea miðað við þau færi sem sköpuðust en ekki má gleyma því að gestirnir áttu sín færi. En Kenny var fyrst og síðast ósáttur við hvernig liðið lék.
,,Það skiptir ekki máli hvað við fengum út úr leiknum. Við verðum að spila betur en við gerðum. Það verður allt erfiðara ef maður framkvæmir ekki það sem maður er góður í. En öll vandamálin eru þó þess eðlis að við getum leyst þau sjálfir."
Víst var þungt í Kenny eftir leikinn og sannarlega ástæða til. Sem fyrr segir hefði Liverpool átt að vinna leikinn gegn Swansea eins og leikina gegn Manchester United og Norwich City ef mið er tekið af færunum sem Liverpool skapaði. Staðreyndin er samt sú að Liverpool gerði jafntefli í öllum leikjunum og þar með eru sex stig töpuð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan