| Sf. Gutt
Jose Reina náði merkum áfanga í leiknum á móti Swansea City á laugardaginn. Hann hélt þá marki sínu hreinu í 150. sinn frá því hann kom til Liverpool. Aðeins tveir aðrir markmenn hafa náð þeim sama áfanga hjá félaginu.
Sem fyrr segir þá hélt Jose markinu hreinu í 150. sinn en leikurinn var sá 323. sem hann hefur spilað með Liverpool. Aðeins goðsagnirnar Ray Clemence og Bruce Grobbelaar hafa náð þessum áfanga á undan Spánverjanum.
Jose þurfti að taka á honum stóra sinum gegn Swansea til að ná tölunni 150. Eigi sjaldnar en fjórum sinnum þurfti hann að verja þannig að orð var á gerandi. Eitt skiptið sést á meðfylgjandi mynd.
Að auki lék Jose Reina sinn 163. deildarleik í röð. Aðeins Phil Neal, Chris Lawler, Ray Clemence og Bruce Grobbelaar hafa leikið fleiri deildarleiki í röð fyrir Liverpool.
Það má segja að það sé að bera í bakkafullan læk að bera lof á Jose Reina en hann er einfaldlega einn af allra bestu markmönnum í heiminum öllum. Líklega þarf ekki meira að segja!
TIL BAKA
Jose Reina nær merkum áfanga!

Sem fyrr segir þá hélt Jose markinu hreinu í 150. sinn en leikurinn var sá 323. sem hann hefur spilað með Liverpool. Aðeins goðsagnirnar Ray Clemence og Bruce Grobbelaar hafa náð þessum áfanga á undan Spánverjanum.
Jose þurfti að taka á honum stóra sinum gegn Swansea til að ná tölunni 150. Eigi sjaldnar en fjórum sinnum þurfti hann að verja þannig að orð var á gerandi. Eitt skiptið sést á meðfylgjandi mynd.
Að auki lék Jose Reina sinn 163. deildarleik í röð. Aðeins Phil Neal, Chris Lawler, Ray Clemence og Bruce Grobbelaar hafa leikið fleiri deildarleiki í röð fyrir Liverpool.
Það má segja að það sé að bera í bakkafullan læk að bera lof á Jose Reina en hann er einfaldlega einn af allra bestu markmönnum í heiminum öllum. Líklega þarf ekki meira að segja!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan